„Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2018 06:29 Donald Trump var hinn sælasti í ræðustól þingsins í gærkvöldi. Vísir/Getty Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. Gott efnahagsástand vestanhafs var jafnframt fyrirferðamikið í ræðunni, eins og við var búist, en lítið drepið á þeirri gagnrýni sem forsetinn hefur mátt sæta á hinni árslöngu embættistíð sinni. Þrátt fyrir að njóta aðeins stuðnings um þriðjungs Bandaríkjamanna talaði Trump um hina „nýju bandarísku hreyfingu“ sem hann færi fyrir, sem ætla má að innihaldi stuðningsmenn hans. Hann ítrekaði þó að hann væri forseti allra Bandaríkjamanna og kallaði eftir því að þeir yrðu sem „eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda.“ Mörgum þótti þetta stef minna óþægilega á hið nasíska „ein Volk, ein Reich, ein Führer,“ en ólíklegt verður þó að teljast að um slíka vísun sé að ræða. Ræðu forsetans var beðið með mikilli eftirvæntingu enda fyrsta stefnuræða hins litríka Trumps. Talið er að um 40 milljónir sjónvarpsáhorfenda hafi hlýtt á ræðuna - sem var í umtalsvert öðrum stíl en innsetningarræða forsetans í janúar í fyrra. Þótti mörgum hún einkennast af mikilli bölsýni enda varði forsetinn drjúgum hluta hennar í upptalningu á því hversu illa væri komið fram við bandarískt viðskiptalíf.Melania Trump mætti ekki með eiginmanni sínum til þinghússins.Vísir/EPAÞað væri hins vegar í miklum blóma núna, ári eftir að hann tók við embætti, og það er að sjálfsögðu styrkri stjórn hans að þakka - að eigin sögn. 2,4 milljón ný störf hafi orðið til í Bandaríkjunum í fyrra, atvinnuleysi sjaldan verið jafn lágt og verðbréfamiðlarar sjaldan verið kátari. Uppgangurinn hvíldi þó ekki síður á styrk bandarísku þjóðarinnar. „Staða landsins er sterk því íbúar þess eru sterkir,“ sagði Trump og uppskar mikið lófatak fyrir vikið. Forsetinn sagðist í ræðu sinni vera boðinn og búinn við að vinna þvert á flokka til að tryggja skilvirkari stjórnmál vestanhafs. Óhætt er að segja að fyrsta ár hans í embætti hafi einkennst af hatrömmum deilum á hinu pólitíska sviði - og þá ekki síst innan eigin flokks. „Í kvöld rétti ég fram sáttahönd til beggja flokka, demókrata og repúblikana, svo að standa megi vörð um þegna okkar, sama hver bakgrunnur þeirra, litarhaft eða trúarsannfæring er,“ sagði Trump. Ræðu hans má sjá hér að neðan en hún hefst eftir um 14 mínútur af myndbandinu. Donald Trump Tengdar fréttir Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. Gott efnahagsástand vestanhafs var jafnframt fyrirferðamikið í ræðunni, eins og við var búist, en lítið drepið á þeirri gagnrýni sem forsetinn hefur mátt sæta á hinni árslöngu embættistíð sinni. Þrátt fyrir að njóta aðeins stuðnings um þriðjungs Bandaríkjamanna talaði Trump um hina „nýju bandarísku hreyfingu“ sem hann færi fyrir, sem ætla má að innihaldi stuðningsmenn hans. Hann ítrekaði þó að hann væri forseti allra Bandaríkjamanna og kallaði eftir því að þeir yrðu sem „eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda.“ Mörgum þótti þetta stef minna óþægilega á hið nasíska „ein Volk, ein Reich, ein Führer,“ en ólíklegt verður þó að teljast að um slíka vísun sé að ræða. Ræðu forsetans var beðið með mikilli eftirvæntingu enda fyrsta stefnuræða hins litríka Trumps. Talið er að um 40 milljónir sjónvarpsáhorfenda hafi hlýtt á ræðuna - sem var í umtalsvert öðrum stíl en innsetningarræða forsetans í janúar í fyrra. Þótti mörgum hún einkennast af mikilli bölsýni enda varði forsetinn drjúgum hluta hennar í upptalningu á því hversu illa væri komið fram við bandarískt viðskiptalíf.Melania Trump mætti ekki með eiginmanni sínum til þinghússins.Vísir/EPAÞað væri hins vegar í miklum blóma núna, ári eftir að hann tók við embætti, og það er að sjálfsögðu styrkri stjórn hans að þakka - að eigin sögn. 2,4 milljón ný störf hafi orðið til í Bandaríkjunum í fyrra, atvinnuleysi sjaldan verið jafn lágt og verðbréfamiðlarar sjaldan verið kátari. Uppgangurinn hvíldi þó ekki síður á styrk bandarísku þjóðarinnar. „Staða landsins er sterk því íbúar þess eru sterkir,“ sagði Trump og uppskar mikið lófatak fyrir vikið. Forsetinn sagðist í ræðu sinni vera boðinn og búinn við að vinna þvert á flokka til að tryggja skilvirkari stjórnmál vestanhafs. Óhætt er að segja að fyrsta ár hans í embætti hafi einkennst af hatrömmum deilum á hinu pólitíska sviði - og þá ekki síst innan eigin flokks. „Í kvöld rétti ég fram sáttahönd til beggja flokka, demókrata og repúblikana, svo að standa megi vörð um þegna okkar, sama hver bakgrunnur þeirra, litarhaft eða trúarsannfæring er,“ sagði Trump. Ræðu hans má sjá hér að neðan en hún hefst eftir um 14 mínútur af myndbandinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30