„Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 06:48 Landsmenn ættu að vera orðnir veðrinu vanir. Vísir/ernir Búast má við austan hvassviðri eða stormi á suðurhelmingi landsins eftir hádegi í dag. Að sögn Veðurstofunnar verður hvassast allra syðst. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland Vestra sem og Suðausturland. Úrkomusvæði gengur betur inn á land eftir því sem líður á daginn og úr því kemur rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma á heiðum. Fram eftir degi verður vindur heldur hægari norðanlands og úrkomulítið þar, en það hvessir einnig á þeim slóðum í kvöld og nótt með ofankomu. Hlýnar heldur í veðri, hiti ofan frostmarks á láglendi sunnantil síðdegis og minnkandi frost um landið norðanvert. Áfram er svo útlit fyrir hvassa austanátt á morgun og slyddu eða snjókomu. Mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands og er það „stund milli stríða á þeim landsvæðum,“ eins og veðurfræðingur orðar það.Sjá einnig: Gul viðvörun víða um land Þá er gert ráð fyrir að vindur muni snúast til norðlægari áttar á miðvikudag og að við taki norðaustan hvassviðri eða stormur sem mun ná til alls landsins. Snjókoman á miðvikudaginn verður hins vegar að sögn veðurfræðings nær eingöngu bundinn við norðan- og austanvert landið og gæti orðið nokkuð þéttur hríðarbylur þegar verst lætur. „Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. Við erum nú stödd á þeim árstíma þar sem illviðri eru að jafnaði tíðust á Íslandi. Mögulega er það hughreystandi fyrir einhverja að veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir fyrripart vikunnar sem nú er að hefjast,“ segir veðurfræðingur og bætir við að útlit sé þó fyrir batnandi veður á fimmtudag þegar norðanáttin og ofankoman minnkar, en þá kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austan 13-20 m/s og slydda eða snjókoma, en mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands. Hiti kringum frostmark. Norðaustlægari og bætir heldur í vind um kvöldið og þá talsverð snjókoma í norðausturfjórðungi landsins.Á miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s. Þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands, annars snjókoma eða slydda, talsverð á Austurlandi. Hiti áfram nálægt frostmarki.Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-lands, en dálítil él á N- og A-landi. Kólnandi veður.Á föstudag:Suðaustanátt og dálítil snjókoma sunnan- og vestanlands, annars skýjað og þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti kringum frostmark. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjá meira
Búast má við austan hvassviðri eða stormi á suðurhelmingi landsins eftir hádegi í dag. Að sögn Veðurstofunnar verður hvassast allra syðst. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland Vestra sem og Suðausturland. Úrkomusvæði gengur betur inn á land eftir því sem líður á daginn og úr því kemur rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma á heiðum. Fram eftir degi verður vindur heldur hægari norðanlands og úrkomulítið þar, en það hvessir einnig á þeim slóðum í kvöld og nótt með ofankomu. Hlýnar heldur í veðri, hiti ofan frostmarks á láglendi sunnantil síðdegis og minnkandi frost um landið norðanvert. Áfram er svo útlit fyrir hvassa austanátt á morgun og slyddu eða snjókomu. Mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands og er það „stund milli stríða á þeim landsvæðum,“ eins og veðurfræðingur orðar það.Sjá einnig: Gul viðvörun víða um land Þá er gert ráð fyrir að vindur muni snúast til norðlægari áttar á miðvikudag og að við taki norðaustan hvassviðri eða stormur sem mun ná til alls landsins. Snjókoman á miðvikudaginn verður hins vegar að sögn veðurfræðings nær eingöngu bundinn við norðan- og austanvert landið og gæti orðið nokkuð þéttur hríðarbylur þegar verst lætur. „Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. Við erum nú stödd á þeim árstíma þar sem illviðri eru að jafnaði tíðust á Íslandi. Mögulega er það hughreystandi fyrir einhverja að veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir fyrripart vikunnar sem nú er að hefjast,“ segir veðurfræðingur og bætir við að útlit sé þó fyrir batnandi veður á fimmtudag þegar norðanáttin og ofankoman minnkar, en þá kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austan 13-20 m/s og slydda eða snjókoma, en mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands. Hiti kringum frostmark. Norðaustlægari og bætir heldur í vind um kvöldið og þá talsverð snjókoma í norðausturfjórðungi landsins.Á miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s. Þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands, annars snjókoma eða slydda, talsverð á Austurlandi. Hiti áfram nálægt frostmarki.Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-lands, en dálítil él á N- og A-landi. Kólnandi veður.Á föstudag:Suðaustanátt og dálítil snjókoma sunnan- og vestanlands, annars skýjað og þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti kringum frostmark.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjá meira
Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16