„Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 06:48 Landsmenn ættu að vera orðnir veðrinu vanir. Vísir/ernir Búast má við austan hvassviðri eða stormi á suðurhelmingi landsins eftir hádegi í dag. Að sögn Veðurstofunnar verður hvassast allra syðst. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland Vestra sem og Suðausturland. Úrkomusvæði gengur betur inn á land eftir því sem líður á daginn og úr því kemur rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma á heiðum. Fram eftir degi verður vindur heldur hægari norðanlands og úrkomulítið þar, en það hvessir einnig á þeim slóðum í kvöld og nótt með ofankomu. Hlýnar heldur í veðri, hiti ofan frostmarks á láglendi sunnantil síðdegis og minnkandi frost um landið norðanvert. Áfram er svo útlit fyrir hvassa austanátt á morgun og slyddu eða snjókomu. Mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands og er það „stund milli stríða á þeim landsvæðum,“ eins og veðurfræðingur orðar það.Sjá einnig: Gul viðvörun víða um land Þá er gert ráð fyrir að vindur muni snúast til norðlægari áttar á miðvikudag og að við taki norðaustan hvassviðri eða stormur sem mun ná til alls landsins. Snjókoman á miðvikudaginn verður hins vegar að sögn veðurfræðings nær eingöngu bundinn við norðan- og austanvert landið og gæti orðið nokkuð þéttur hríðarbylur þegar verst lætur. „Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. Við erum nú stödd á þeim árstíma þar sem illviðri eru að jafnaði tíðust á Íslandi. Mögulega er það hughreystandi fyrir einhverja að veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir fyrripart vikunnar sem nú er að hefjast,“ segir veðurfræðingur og bætir við að útlit sé þó fyrir batnandi veður á fimmtudag þegar norðanáttin og ofankoman minnkar, en þá kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austan 13-20 m/s og slydda eða snjókoma, en mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands. Hiti kringum frostmark. Norðaustlægari og bætir heldur í vind um kvöldið og þá talsverð snjókoma í norðausturfjórðungi landsins.Á miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s. Þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands, annars snjókoma eða slydda, talsverð á Austurlandi. Hiti áfram nálægt frostmarki.Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-lands, en dálítil él á N- og A-landi. Kólnandi veður.Á föstudag:Suðaustanátt og dálítil snjókoma sunnan- og vestanlands, annars skýjað og þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti kringum frostmark. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira
Búast má við austan hvassviðri eða stormi á suðurhelmingi landsins eftir hádegi í dag. Að sögn Veðurstofunnar verður hvassast allra syðst. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland Vestra sem og Suðausturland. Úrkomusvæði gengur betur inn á land eftir því sem líður á daginn og úr því kemur rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma á heiðum. Fram eftir degi verður vindur heldur hægari norðanlands og úrkomulítið þar, en það hvessir einnig á þeim slóðum í kvöld og nótt með ofankomu. Hlýnar heldur í veðri, hiti ofan frostmarks á láglendi sunnantil síðdegis og minnkandi frost um landið norðanvert. Áfram er svo útlit fyrir hvassa austanátt á morgun og slyddu eða snjókomu. Mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands og er það „stund milli stríða á þeim landsvæðum,“ eins og veðurfræðingur orðar það.Sjá einnig: Gul viðvörun víða um land Þá er gert ráð fyrir að vindur muni snúast til norðlægari áttar á miðvikudag og að við taki norðaustan hvassviðri eða stormur sem mun ná til alls landsins. Snjókoman á miðvikudaginn verður hins vegar að sögn veðurfræðings nær eingöngu bundinn við norðan- og austanvert landið og gæti orðið nokkuð þéttur hríðarbylur þegar verst lætur. „Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. Við erum nú stödd á þeim árstíma þar sem illviðri eru að jafnaði tíðust á Íslandi. Mögulega er það hughreystandi fyrir einhverja að veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir fyrripart vikunnar sem nú er að hefjast,“ segir veðurfræðingur og bætir við að útlit sé þó fyrir batnandi veður á fimmtudag þegar norðanáttin og ofankoman minnkar, en þá kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austan 13-20 m/s og slydda eða snjókoma, en mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands. Hiti kringum frostmark. Norðaustlægari og bætir heldur í vind um kvöldið og þá talsverð snjókoma í norðausturfjórðungi landsins.Á miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s. Þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands, annars snjókoma eða slydda, talsverð á Austurlandi. Hiti áfram nálægt frostmarki.Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-lands, en dálítil él á N- og A-landi. Kólnandi veður.Á föstudag:Suðaustanátt og dálítil snjókoma sunnan- og vestanlands, annars skýjað og þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti kringum frostmark.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira
Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16