Amazon opnar kassalausa búð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Amazon hefur opnað búð án afgreiðslukassa. vísir/afp Bandaríski netverslunarrisinn Amazon opnaði í gær stórmarkað í borginni Seattle undir nafninu Amazon Go. Opnunin þykir merkileg þar sem engir afgreiðslukassar eru í búðinni en þá tækni hafa starfsmenn Amazon verið að prófa og þróa undanfarið ár. Verslunin virkar þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Við inngöngu í verslunina skannar viðskiptavinur kort sitt og svo er hverju því sem tekið er úr hillum verslunarinnar bætt á reikning hans, eða eytt út ef varan er sett aftur á sinn stað. Svo einfaldlega er gengið út úr versluninni með vörurnar og upphæðin sem verslað var fyrir gjaldfærð af reikningi viðskiptavinarins. Samkvæmt heimildum BBC gekk í fyrstu erfiðlega að tryggja að eftirlitskerfið ruglaði viðskiptavinum ekki saman. Nú hafi það vandamál verið leyst og því hafi verið opnað í gær. Amazon hefur ekki tilkynnt um nein áform um opnun fleiri Amazon Go verslana og eru þær alls ótengdar Whole Foods-keðjunni sem Amazon keypti á síðasta ári. Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon opnaði í gær stórmarkað í borginni Seattle undir nafninu Amazon Go. Opnunin þykir merkileg þar sem engir afgreiðslukassar eru í búðinni en þá tækni hafa starfsmenn Amazon verið að prófa og þróa undanfarið ár. Verslunin virkar þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Við inngöngu í verslunina skannar viðskiptavinur kort sitt og svo er hverju því sem tekið er úr hillum verslunarinnar bætt á reikning hans, eða eytt út ef varan er sett aftur á sinn stað. Svo einfaldlega er gengið út úr versluninni með vörurnar og upphæðin sem verslað var fyrir gjaldfærð af reikningi viðskiptavinarins. Samkvæmt heimildum BBC gekk í fyrstu erfiðlega að tryggja að eftirlitskerfið ruglaði viðskiptavinum ekki saman. Nú hafi það vandamál verið leyst og því hafi verið opnað í gær. Amazon hefur ekki tilkynnt um nein áform um opnun fleiri Amazon Go verslana og eru þær alls ótengdar Whole Foods-keðjunni sem Amazon keypti á síðasta ári.
Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira