Stormur og mikil snjóflóðahætta Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:51 Það mun einna helst snjóa á norðan- og austanverðu landinu í dag. Vísir/Vilhelm Veðrið verður ekki kræsilegt á landinu í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi, með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s í öllum landshlutum. Því mun fylgja snjókoma og skafrenningur á norðanverðu landinu og slydda austast en þó gæti haldist nokkuð þurrt, og jafnvel bjart, sunnanlands. Gular viðvaranir eru nú í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austurland og Suðausturland.Eftir því sem líður á daginn mun þó draga úr vindstyrknum, einna síðast suðaustanlands þar sem búast má við að verði bálhvasst undir Vatnajökli með kröftugum hviðum, einkum frá Öræfum að Hamarsfirði. Þar fer ekki að lægja fyrr en seint í nótt að sögn Veðurstofunnar. Hitinn í dag verður nálægt frostmarki. Það mun svo lægja um allt land á morgun og kólna nokkuð skarpt, með stöku él norðaustantil en svo styttir upp þegar líður á kvöldið. Gert er svo ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á föstudag með úrkomu sunnan- og austantil og dregur úr frosti.Rautt viðvörunarstigMikil snjóflóðahætta er nú á Austfjörðum, að mati Veðurstofunnar, og er rautt viðvörunarstig í gildi fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir norðaustan og norðan hvassviðri á svæðinu í dag með mikilli snjókomu og má búast við að snjóflóðahætta til fjalla aukist hratt í dag á meðan veðrið gengur yfir. Þannig geti snjóflóð fallið víða í bröttum brekkum. Þá er sögð töluverð snjóflóðahætta á Tröllaskaga, eða í nágrenni Siglufjarðar, og á norðanverðum Vestfjörðum. Reyndar hafa nokkur allstór flóð líka fallið að undanförnu á suðurfjörðunum, nánar tiltekið í Patreksfirði. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða hvar snjóflóð kunna að hafa fallið í nótt, en það skýrist væntanlega í birtingu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á föstudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina.Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark.Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt og stöku él fyrir norðan, en bjart sunnan heiða. Kólnar í veðri. Veður Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Veðrið verður ekki kræsilegt á landinu í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi, með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s í öllum landshlutum. Því mun fylgja snjókoma og skafrenningur á norðanverðu landinu og slydda austast en þó gæti haldist nokkuð þurrt, og jafnvel bjart, sunnanlands. Gular viðvaranir eru nú í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austurland og Suðausturland.Eftir því sem líður á daginn mun þó draga úr vindstyrknum, einna síðast suðaustanlands þar sem búast má við að verði bálhvasst undir Vatnajökli með kröftugum hviðum, einkum frá Öræfum að Hamarsfirði. Þar fer ekki að lægja fyrr en seint í nótt að sögn Veðurstofunnar. Hitinn í dag verður nálægt frostmarki. Það mun svo lægja um allt land á morgun og kólna nokkuð skarpt, með stöku él norðaustantil en svo styttir upp þegar líður á kvöldið. Gert er svo ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á föstudag með úrkomu sunnan- og austantil og dregur úr frosti.Rautt viðvörunarstigMikil snjóflóðahætta er nú á Austfjörðum, að mati Veðurstofunnar, og er rautt viðvörunarstig í gildi fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir norðaustan og norðan hvassviðri á svæðinu í dag með mikilli snjókomu og má búast við að snjóflóðahætta til fjalla aukist hratt í dag á meðan veðrið gengur yfir. Þannig geti snjóflóð fallið víða í bröttum brekkum. Þá er sögð töluverð snjóflóðahætta á Tröllaskaga, eða í nágrenni Siglufjarðar, og á norðanverðum Vestfjörðum. Reyndar hafa nokkur allstór flóð líka fallið að undanförnu á suðurfjörðunum, nánar tiltekið í Patreksfirði. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða hvar snjóflóð kunna að hafa fallið í nótt, en það skýrist væntanlega í birtingu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á föstudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina.Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark.Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt og stöku él fyrir norðan, en bjart sunnan heiða. Kólnar í veðri.
Veður Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent