Höfundurinn andaðist á heimili sínu í Portland í Oregon-ríki í gær eftir að hafa búið við slæma heilsu að undanförnu.
Í frétt BBC kemur fram að í bókum Le Guin voru drekar, galdrakarlar og geimskip oft í forgrunni þar sem tekist var á við vandamál tengd kynþáttum, kyni og stéttaskiptingu.
Le Guin skrifaði rúmlega tuttugu skáldsögur og á annað hundrað smásagna sem seldust í milljónum eintaka um allan heim.
Hún var einna þekktust fyrir bækur sínar í Earthsea-bókaröðinni og bókinni The Left Hand of Darkness frá árinu 1969.
Vann til fjölda verðlauna
Á ferli sínum vann hún til fjölda verðlauna, meðal annars Nebula og Húgó-verðlauna sem afhent eru fyrir vísindaskáldskap.
Fjölmargir hafa minnst Le Guin í kjölfar frétta af andláti hennar, meðal annars rithöfundurinn Stephen King sem segir hana hafa verið eina af þeim merkilegustu í heimi bókmennta.
The family of Ursula K. Le Guin is deeply saddened to announce her peaceful death yesterday afternoon. https://t.co/DC7oy16EWD
— Ursula K. Le Guin (@ursulaleguin) January 23, 2018
Usula K. LeGuin, one of the greats, has passed. Not just a science fiction writer; a literary icon. Godspeed into the galaxy.
— Stephen King (@StephenKing) January 23, 2018