Nýi aðstoðarmaðurinn hennar Ólafíu er Wildman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 17:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á fyrsta móti ársins á LPGA mótaröðinni í golfi á morgun fimmtudag en Íþróttamaður ársins 2017 keppir á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum. Ólafía Þórunn lék á þessu móti í fyrra en það var jafnframt fyrsta mót hennar á sterkustu mótaröð heims. Fyrir ári síðan komst Ólafía Þórunn í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta LPGA-móti og endaði síðan í 69. sæti á fimm höggum undir pari samtals. Ólafía lék á 287 höggum (71-68-77-71) en par Ocean vallarins á Paradise Island er 73 högg. Ólafía Þórunn mætir til leiks með nýjan aðstoðarmann í fyrsta móti ársins 2017. Nýi kylfuberinn hennar heitir Gary Wildman og hefur meðal annars starfað fyrir Emily Kristin Petersen og Charley Hull. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins er þar kemur líka fram að Wildman búi yfir mikilli reynslu en hann mun starfa með Ólafíu Þórunni á nokkrum mótum í upphafi tímabilsins áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á fyrsta móti ársins á LPGA mótaröðinni í golfi á morgun fimmtudag en Íþróttamaður ársins 2017 keppir á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum. Ólafía Þórunn lék á þessu móti í fyrra en það var jafnframt fyrsta mót hennar á sterkustu mótaröð heims. Fyrir ári síðan komst Ólafía Þórunn í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta LPGA-móti og endaði síðan í 69. sæti á fimm höggum undir pari samtals. Ólafía lék á 287 höggum (71-68-77-71) en par Ocean vallarins á Paradise Island er 73 högg. Ólafía Þórunn mætir til leiks með nýjan aðstoðarmann í fyrsta móti ársins 2017. Nýi kylfuberinn hennar heitir Gary Wildman og hefur meðal annars starfað fyrir Emily Kristin Petersen og Charley Hull. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins er þar kemur líka fram að Wildman búi yfir mikilli reynslu en hann mun starfa með Ólafíu Þórunni á nokkrum mótum í upphafi tímabilsins áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira