Leiðsögn og sálgæsla Frosti Logason skrifar 25. janúar 2018 07:00 Ég ræddi á dögunum við föður ungs manns sem fyrirfór sér á síðasta ári. Hann sagði ekkert sárara en horfa á eftir afkvæmi sínu í dauðann af þessum sökum. Sér í lagi vegna þess að þetta væri svo mikill óþarfi. Dauðsföll vegna slysa eru eitthvað sem alltaf getur gerst, slys eru slys. En sjálfsvígin mætti koma í veg fyrir. Ef rýnt er í tölur frá árunum 1996 til 2017 má sjá að dánartíðni vegna sjálfsvíga hefur alla jafna verið umtalsvert hærri meðal karla en kvenna á Íslandi. 90 prósent þeirra sem sviptu sig lífi á árinu 2016 voru karlmenn. Helmingi fleiri féllu fyrir eigin hendi í fyrra heldur en í umferðinni. Þessar tölur hrópa á aðgerðir. Faðirinn sem ég ræddi við hefur talað fyrir því að við rannsökum betur sjálfsvígin og aðdraganda þeirra. Við rekum nú þegar rannsóknarnefnd flugslysa. Við rannsökum sjóslys og umferðarslys. En til þessa höfum við litið á sjálfsvíg sem eitthvað sem ekki þarfnast frekari skoðunar. Þar erum við bersýnilega á miklum villigötum og þessu þurfum við að breyta. Lífið er á köflum harmleikur þar sem við lendum öll í einhverjum áföllum á lífsleiðinni. Við erum hins vegar misvel undir þau búin. Ungir karlmenn eru oft á tíðum of afskiptir í okkar samfélagi. Margir fara þannig á mis við sumt af því besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Að fá að vera besta útgáfan af sjálfum sér og axla ábyrgð eru forréttindi sem ekki eru öllum gefin. Okkur skortir leiðsögn og sálgæslu. Hér höfum við sem samfélag nægt rými til að bæta okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Frosti Logason Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Ég ræddi á dögunum við föður ungs manns sem fyrirfór sér á síðasta ári. Hann sagði ekkert sárara en horfa á eftir afkvæmi sínu í dauðann af þessum sökum. Sér í lagi vegna þess að þetta væri svo mikill óþarfi. Dauðsföll vegna slysa eru eitthvað sem alltaf getur gerst, slys eru slys. En sjálfsvígin mætti koma í veg fyrir. Ef rýnt er í tölur frá árunum 1996 til 2017 má sjá að dánartíðni vegna sjálfsvíga hefur alla jafna verið umtalsvert hærri meðal karla en kvenna á Íslandi. 90 prósent þeirra sem sviptu sig lífi á árinu 2016 voru karlmenn. Helmingi fleiri féllu fyrir eigin hendi í fyrra heldur en í umferðinni. Þessar tölur hrópa á aðgerðir. Faðirinn sem ég ræddi við hefur talað fyrir því að við rannsökum betur sjálfsvígin og aðdraganda þeirra. Við rekum nú þegar rannsóknarnefnd flugslysa. Við rannsökum sjóslys og umferðarslys. En til þessa höfum við litið á sjálfsvíg sem eitthvað sem ekki þarfnast frekari skoðunar. Þar erum við bersýnilega á miklum villigötum og þessu þurfum við að breyta. Lífið er á köflum harmleikur þar sem við lendum öll í einhverjum áföllum á lífsleiðinni. Við erum hins vegar misvel undir þau búin. Ungir karlmenn eru oft á tíðum of afskiptir í okkar samfélagi. Margir fara þannig á mis við sumt af því besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Að fá að vera besta útgáfan af sjálfum sér og axla ábyrgð eru forréttindi sem ekki eru öllum gefin. Okkur skortir leiðsögn og sálgæslu. Hér höfum við sem samfélag nægt rými til að bæta okkur.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun