Háspenna í Valsheimilinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. janúar 2018 21:15 Hallveig Jónsdóttir skoraði 7 stig í kvöld Vísir/Eyþór Valur sigraði Skallagrím í hörkuspennandi leik í Valsheimilinu í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi og var staðan að loknum fyrsta leikhluta 23-20 fyrir Val. Skallagrímskonur skelltu hins vegar í lás í öðrum leikhluta og leyfði Valskonum aðeins að skora 10 stig. Á meðan skoruðu þær 23 og var staðan í hálfleik því 33-43 fyrir Skallagrím. Heimakonur komu sterkari út úr leikhléinu og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn, þær unnu þriðja leikhluta með fimm stigum og var staðan fyrir síðasta fjórðunginn 56-61. Valskonur jöfnuðu leikinn strax í upphafi fjórða leikhluta og eftir það var leikurinn í járnum, liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Svo fór að lokum að Valur vann 77-73 sigur. Valur er því enn á toppi deildarinnar með 26 stig. Skallagrímur er hins vegar í sjötta sæti með 14 stig, sex stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Í Smáranum tók Breiðablik á móti Keflavík í leik sem byrjaði mjög spennandi og var hnífjafn allan fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 36-33 fyrir heimakonur í Breiðabliki. Gestirnir úr Keflavík sýndu styrk sinn í seinni hálfleik og fóru hægt og rólega að taka fram úr. Góð vörn tryggði að Blikar skoruðu aðeins 11 stig í þriðja leikhluta og svo fór að lokum að Keflavík vann 65-81 sigur. Keflavík er tveimur stigum á eftir Val í þriðja sæti deildarinnar. Blikar eru í 5. sæti með 16 stig, fjórum stigum frá Stjörnunni í fjórða sætinu.Valur-Skallagrímur 77-73 (23-20, 10-23, 23-18, 21-12)Valur: Aalyah Whiteside 35/12 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/5 fráköst/11 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 7/11 fráköst/3 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 7/6 fráköst/4 varin skot, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/5 fráköst/3 varin skot, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Ragnheiður Benónísdóttir 1.Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 32/17 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/10 fráköst/4 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 6/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 5, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 4, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2.Breiðablik-Keflavík 65-81 (17-20, 19-13, 11-25, 18-23) Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 18/12 fráköst/6 stoðsendingar, Ivory Crawford 17/10 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11/12 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Melkorka Sól Péturdóttir 1.Keflavík: Brittanny Dinkins 32/7 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 21/7 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 4, Embla Kristínardóttir 3/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Sjá meira
Valur sigraði Skallagrím í hörkuspennandi leik í Valsheimilinu í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi og var staðan að loknum fyrsta leikhluta 23-20 fyrir Val. Skallagrímskonur skelltu hins vegar í lás í öðrum leikhluta og leyfði Valskonum aðeins að skora 10 stig. Á meðan skoruðu þær 23 og var staðan í hálfleik því 33-43 fyrir Skallagrím. Heimakonur komu sterkari út úr leikhléinu og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn, þær unnu þriðja leikhluta með fimm stigum og var staðan fyrir síðasta fjórðunginn 56-61. Valskonur jöfnuðu leikinn strax í upphafi fjórða leikhluta og eftir það var leikurinn í járnum, liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Svo fór að lokum að Valur vann 77-73 sigur. Valur er því enn á toppi deildarinnar með 26 stig. Skallagrímur er hins vegar í sjötta sæti með 14 stig, sex stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Í Smáranum tók Breiðablik á móti Keflavík í leik sem byrjaði mjög spennandi og var hnífjafn allan fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 36-33 fyrir heimakonur í Breiðabliki. Gestirnir úr Keflavík sýndu styrk sinn í seinni hálfleik og fóru hægt og rólega að taka fram úr. Góð vörn tryggði að Blikar skoruðu aðeins 11 stig í þriðja leikhluta og svo fór að lokum að Keflavík vann 65-81 sigur. Keflavík er tveimur stigum á eftir Val í þriðja sæti deildarinnar. Blikar eru í 5. sæti með 16 stig, fjórum stigum frá Stjörnunni í fjórða sætinu.Valur-Skallagrímur 77-73 (23-20, 10-23, 23-18, 21-12)Valur: Aalyah Whiteside 35/12 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/5 fráköst/11 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 7/11 fráköst/3 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 7/6 fráköst/4 varin skot, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/5 fráköst/3 varin skot, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Ragnheiður Benónísdóttir 1.Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 32/17 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/10 fráköst/4 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 6/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 5, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 4, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2.Breiðablik-Keflavík 65-81 (17-20, 19-13, 11-25, 18-23) Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 18/12 fráköst/6 stoðsendingar, Ivory Crawford 17/10 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11/12 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Melkorka Sól Péturdóttir 1.Keflavík: Brittanny Dinkins 32/7 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 21/7 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 4, Embla Kristínardóttir 3/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Sjá meira