Ólafía Þórunn með sex skolla á fyrsta hring ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2018 17:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar árið ekki nógu vel en hún spilaði fyrsta hringinn á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum á fjórum höggum yfir pari. Þetta er fyrsta LPGA-mótið hennar ár árinu 2018 en Íþróttamaður ársins 2017 ætlar sér að byggja oftan á mjög gott fyrsta tímabil á sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía Þórunn náði ekki að fylgja eftir draumabyrjun í dag en hún fékk fugl á fyrstu holu og var þá í fyrsta sæti. Fyrsti skollinn kom hinsvegar strax á næstu holu og þeir urðu alls sex talsins á holum tvö til tólf. Ólafía átti mjög erfitt uppdráttar um miðjan hringinn þegar hún tapaði fjórum höggum á fimm holum. Hún missti þó ekki hausinn og paraði sex síðustu holurnar á hringnum. Ólafía Þórunn endaði daginn á 77 höggum en par vallarsins var 73 högg. Hún fékk tvo fugla og tíu pör auk skollanna sex. Hún var í 65. sæti þegar hún kom inn en mun örugglega detta niður listann eftir því sem líður á kvöldið. Það er ljóst að íslenski kylfingurinn þarf að spila miklu betur á öðrum hringnum á morgun ef hún ætlar á ná niðurskurðinum eins og á þessu móti í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá þessum fyrsta degi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar árið ekki nógu vel en hún spilaði fyrsta hringinn á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum á fjórum höggum yfir pari. Þetta er fyrsta LPGA-mótið hennar ár árinu 2018 en Íþróttamaður ársins 2017 ætlar sér að byggja oftan á mjög gott fyrsta tímabil á sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía Þórunn náði ekki að fylgja eftir draumabyrjun í dag en hún fékk fugl á fyrstu holu og var þá í fyrsta sæti. Fyrsti skollinn kom hinsvegar strax á næstu holu og þeir urðu alls sex talsins á holum tvö til tólf. Ólafía átti mjög erfitt uppdráttar um miðjan hringinn þegar hún tapaði fjórum höggum á fimm holum. Hún missti þó ekki hausinn og paraði sex síðustu holurnar á hringnum. Ólafía Þórunn endaði daginn á 77 höggum en par vallarsins var 73 högg. Hún fékk tvo fugla og tíu pör auk skollanna sex. Hún var í 65. sæti þegar hún kom inn en mun örugglega detta niður listann eftir því sem líður á kvöldið. Það er ljóst að íslenski kylfingurinn þarf að spila miklu betur á öðrum hringnum á morgun ef hún ætlar á ná niðurskurðinum eins og á þessu móti í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá þessum fyrsta degi.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira