Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2018 19:18 Afstaða til Borgarlínunnar er breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. borgarlinan.is Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að á bilinu 52 til 53 prósent eru hlynnt Borgarlínunni en tæplega 25 prósent andvíg. Þá eru tæplega 23 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni.Að því er fram kemur í frétt á vef Maskínu um könnunina eru karlar andvígari Borgarlínunni en konur. Þannig eru tæplega 34 prósent karla andvíg en aðeins rúmlega 15 prósent kvenna. Þó eru bæði kynin frekari hlynntari en andvíg Borgarlínunni. „Þá er afstaða til Borgarlínunnar einnig breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari Borgarlínunni en aðrir Íslendingar þegar þjóðinni er skipt í tvo hópa. Sjá má að um 60% Reykvíkinga eru hlynnt Borgarlínunni en hartnær fjórðungur andvígur. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa hafa sótt skóla skemur. Að lokum er afstaða til Borgarlínunnar mjög breytileg eftir stjórnmálaskoðun en aðeins um 25-39% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins eru hlynnt henni á meðan um 67-85% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar eru hlynnt henni. Svarendur voru 1974 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (panell) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 18.- 25. janúar 2018,“ segir á vef Maskínu. Borgarlína Tengdar fréttir Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44 Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að á bilinu 52 til 53 prósent eru hlynnt Borgarlínunni en tæplega 25 prósent andvíg. Þá eru tæplega 23 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni.Að því er fram kemur í frétt á vef Maskínu um könnunina eru karlar andvígari Borgarlínunni en konur. Þannig eru tæplega 34 prósent karla andvíg en aðeins rúmlega 15 prósent kvenna. Þó eru bæði kynin frekari hlynntari en andvíg Borgarlínunni. „Þá er afstaða til Borgarlínunnar einnig breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari Borgarlínunni en aðrir Íslendingar þegar þjóðinni er skipt í tvo hópa. Sjá má að um 60% Reykvíkinga eru hlynnt Borgarlínunni en hartnær fjórðungur andvígur. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa hafa sótt skóla skemur. Að lokum er afstaða til Borgarlínunnar mjög breytileg eftir stjórnmálaskoðun en aðeins um 25-39% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins eru hlynnt henni á meðan um 67-85% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar eru hlynnt henni. Svarendur voru 1974 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (panell) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 18.- 25. janúar 2018,“ segir á vef Maskínu.
Borgarlína Tengdar fréttir Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44 Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44
Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15
Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30