Leik var hætt í gær vegna mikilla vinda á eyjunni en þá var önnur umferð nýhafin.
Sjá einnig: Ólafía Þórunn keppir ekki í dag | Leik frestað vegna veðurs
Vindhraði var um 15 m/s í gær með hviðum allt að 20 m/s. Mótshaldarar gáfu út í morgun að vindar hefðu ekki lygnt mikið í nótt og því væri enn ekki hægt að byrja að spila.
Ákveðið hefur verið að stytta mótið í þrjá hringi og verða því ekki leiknar fleiri en 54 holur á mótinu. Enn er vonast til þess að hægt verði að klára mótið á sunnudag.
Búist er við því að næsta ákvörðun um framhaldið verði tekin fljótlega en áætlað var að bein útsending frá mótinu myndi hefjast á Golfstöðinni klukkan 16.30 í dag.
Update on the 2018 @PureSilkLPGA from Sue Witters, LPGA Vice President of Rules and Competition >> pic.twitter.com/oI98qyAgJJ
— LPGA (@LPGA) January 26, 2018