Ætla að koma í veg fyrir slys á sjó Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2018 21:05 Íslenskt hugvit mun í framtíðinni getað komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs. Nú þegar er orðin eftirspurn eftir þessum búnaði en prófanir og þróun fara af stað í vor. Jóhann K. Jóhannsson kynnti sér þetta öryggistæki sjófarenda í dag. Þessi tækni getur reynst vel fyrir smærri báta eins og hvalaskoðunarbáta, svokallaða Rib Safari báta og báta sem notaðir eru til löggæslu, leitar- og björgunarstarfa. „Þetta á við um alla báta sem eru á planandi skrokki og það geta verið bátar frá fimm metrum upp í tuttugu, tuttugu og fimm metra langir bátar og skip,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Hefring. Um lítið tæki er að ræða og breytir það litum eftir því hvernig báturinn eða skipið skellur á sjónum í öldugangi. „Þetta erum við að sjá á rauntíma. Við erum að fara að vinna í því að bæta við þetta spágildi. Þannig að þegar þú sérð rautt á skjánum, þá veistu að þú ert að koma inn á svæði eða aðstæður þar sem þú ættir að hægja á, vegna þess að fram undan geta verið skilyrði sem munu framkalla högg á rauðan mælikvarða.“ Björn stofnaði fyrirtæki í kringum nýsköpunina ásamt tveimur öðrum en þeir þrír vinna samhliða þessu hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig og er leiðandi í smíði bátsskrokka. Þá hugmynd sem unnið er með í þessu tilfelli er hvergi að finna og því var sótt um einkaleyfi á heimsvísu síðastliðið haust. „Það sem að kannski hratt þessu að einhverju leyti af stað var þegar við sáum fyrirsögn í frétt sem að orðrétt minnir mig að hafi verið: Heyrði hrygginn í mér brotna. Það er alveg nóg að eitt slys segi okkur að það þurfi að gera eitthvað.“ Björn segir að hér á landi verði 4-6 slys á ári þar sem fólk slasast á hrygg vegna öldugangs en rannsóknir hafa sýnt að þessi slys geti verið allt að 50% fleiri þar sem ekki er tilkynnt um þau. Hefring skrifaði í gær undir samstarfssamning við Tryggingamiðstöðina sem leggur til fjármuni við frekari þróun en næsta vor munu fimmtán báta og skip fá búnaðinn til reynslu. Sömuleiðis var skrifað undir samstarfssamning við Envo sem rannsakað hefur hröðun og álag á sjómenn og búnað síðastliðin 25 ár og koma gögn til með að hjálp við þróun búnaðarins. Björn segir mikinn áhuga þegar á þessum öryggisbúnaði. „Allavega miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið hér. Þær hvetja okkur áfram og við erum þegar komnir í samband við aðila, til dæmis í Bandaríkjunum, sem hafa áhuga á að fá þennan búnað til prufu núna strax í haust.“ Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Íslenskt hugvit mun í framtíðinni getað komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs. Nú þegar er orðin eftirspurn eftir þessum búnaði en prófanir og þróun fara af stað í vor. Jóhann K. Jóhannsson kynnti sér þetta öryggistæki sjófarenda í dag. Þessi tækni getur reynst vel fyrir smærri báta eins og hvalaskoðunarbáta, svokallaða Rib Safari báta og báta sem notaðir eru til löggæslu, leitar- og björgunarstarfa. „Þetta á við um alla báta sem eru á planandi skrokki og það geta verið bátar frá fimm metrum upp í tuttugu, tuttugu og fimm metra langir bátar og skip,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Hefring. Um lítið tæki er að ræða og breytir það litum eftir því hvernig báturinn eða skipið skellur á sjónum í öldugangi. „Þetta erum við að sjá á rauntíma. Við erum að fara að vinna í því að bæta við þetta spágildi. Þannig að þegar þú sérð rautt á skjánum, þá veistu að þú ert að koma inn á svæði eða aðstæður þar sem þú ættir að hægja á, vegna þess að fram undan geta verið skilyrði sem munu framkalla högg á rauðan mælikvarða.“ Björn stofnaði fyrirtæki í kringum nýsköpunina ásamt tveimur öðrum en þeir þrír vinna samhliða þessu hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig og er leiðandi í smíði bátsskrokka. Þá hugmynd sem unnið er með í þessu tilfelli er hvergi að finna og því var sótt um einkaleyfi á heimsvísu síðastliðið haust. „Það sem að kannski hratt þessu að einhverju leyti af stað var þegar við sáum fyrirsögn í frétt sem að orðrétt minnir mig að hafi verið: Heyrði hrygginn í mér brotna. Það er alveg nóg að eitt slys segi okkur að það þurfi að gera eitthvað.“ Björn segir að hér á landi verði 4-6 slys á ári þar sem fólk slasast á hrygg vegna öldugangs en rannsóknir hafa sýnt að þessi slys geti verið allt að 50% fleiri þar sem ekki er tilkynnt um þau. Hefring skrifaði í gær undir samstarfssamning við Tryggingamiðstöðina sem leggur til fjármuni við frekari þróun en næsta vor munu fimmtán báta og skip fá búnaðinn til reynslu. Sömuleiðis var skrifað undir samstarfssamning við Envo sem rannsakað hefur hröðun og álag á sjómenn og búnað síðastliðin 25 ár og koma gögn til með að hjálp við þróun búnaðarins. Björn segir mikinn áhuga þegar á þessum öryggisbúnaði. „Allavega miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið hér. Þær hvetja okkur áfram og við erum þegar komnir í samband við aðila, til dæmis í Bandaríkjunum, sem hafa áhuga á að fá þennan búnað til prufu núna strax í haust.“
Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira