Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 08:29 Wynn hefur verið fjármálastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins og gefið í kosningasjóði flokksins. Vísir/AFP Steve Wynn, auðugur spilavítiseigandi, hefur sagt af sér sem fjármálastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og að hafa neytt starfsmann til að stunda kynlíf með honum. Sjálfur kennir hann fyrrverandi eiginkonu sinni um. Wynn er 76 ára gamall en Wall Street Journal fjallaði um ásakanirnar gegn honum á föstudag. Þar kom meðal annars fram að hann hefði áreitt nuddara. Konur sem unnu fyrir hann hafi forðast að hitta hann og sumar jafnvel falið sig inni á salerni eða í skápum ef þær heyrðu að hann væri á leiðinni. Þá greiddi Wynn nuddara 7,5 milljónir dollara sem sakaði hann um að hafa þvingað sig til að stunda kynlíf með honum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Segja að sama eigi að gilda um repúblikana og demókrata áðurHann segir ásakanirnar „fáránlegar“ en hefur engu að síður sagt af sér hjá Repúblikanaflokknum. Hann telur að fyrrverandi eiginkona sín hafi komið „rógi“ um sig af stað en þau standa í hatrammri deilu fyrir dómstólum. Málið er ekki síst neyðarlegt fyrir flokkinn því forsvarsmenn hans deildu hart á demókrata vegna máls kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Hann hefur verið sakaður um fjölda brota gegn konum en hann hefur einnig látið mikið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins í gegnum tíðina. Repúblikanar gagnrýndu demókrata fyrir þögn um mál hans og kölluðu eftir því að þeir skiluðu fé sem Weinstein hafði gefið. Nú svara demókratar í sömu mynt og segja að það sama eigi að gilda um Repúblikanaflokkinn og Wynn. MeToo Bandaríkin Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Steve Wynn, auðugur spilavítiseigandi, hefur sagt af sér sem fjármálastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og að hafa neytt starfsmann til að stunda kynlíf með honum. Sjálfur kennir hann fyrrverandi eiginkonu sinni um. Wynn er 76 ára gamall en Wall Street Journal fjallaði um ásakanirnar gegn honum á föstudag. Þar kom meðal annars fram að hann hefði áreitt nuddara. Konur sem unnu fyrir hann hafi forðast að hitta hann og sumar jafnvel falið sig inni á salerni eða í skápum ef þær heyrðu að hann væri á leiðinni. Þá greiddi Wynn nuddara 7,5 milljónir dollara sem sakaði hann um að hafa þvingað sig til að stunda kynlíf með honum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Segja að sama eigi að gilda um repúblikana og demókrata áðurHann segir ásakanirnar „fáránlegar“ en hefur engu að síður sagt af sér hjá Repúblikanaflokknum. Hann telur að fyrrverandi eiginkona sín hafi komið „rógi“ um sig af stað en þau standa í hatrammri deilu fyrir dómstólum. Málið er ekki síst neyðarlegt fyrir flokkinn því forsvarsmenn hans deildu hart á demókrata vegna máls kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Hann hefur verið sakaður um fjölda brota gegn konum en hann hefur einnig látið mikið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins í gegnum tíðina. Repúblikanar gagnrýndu demókrata fyrir þögn um mál hans og kölluðu eftir því að þeir skiluðu fé sem Weinstein hafði gefið. Nú svara demókratar í sömu mynt og segja að það sama eigi að gilda um Repúblikanaflokkinn og Wynn.
MeToo Bandaríkin Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira