Stærstu og feitustu hundar landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. janúar 2018 20:16 Nokkrir af stærstu og feitustu hundum landsins komu saman í dag en þeir eru allir skyldir. Hundarnir geta náð allt að 200 kílóa þyngd. Það var mikið fjör í Hellisskógi á Selfossi þegar nokkrir af hundunum koma saman. Hluti af þeim á heima á Selfossi og hluti á höfuðborgarsvæðinu. Innan við 30 hundar af þessari tegund eru til á Íslandi. „Þeir eru sem sagt blendingar af frönskum mastiff og bullmastiff,“ segir Eyjólfur Ari Jónsson, einn af eigendum hundanna. „Þeir eru þriggja ára og við erum með eina fimm ára tík líka.“ Eyjólfur segir hundana yfirleitt ná um 120 kílóa þyngd en sá þyngsti sem hann hafi séð hafi verið 200 kíló og risa stór. „Þetta eru voða rólegir hundar, þó þeir virki ekki þannig núna.“ Það var mikill leikur í hundunum þegar þeir komu saman í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Eyjólfur á stærsta hund hópsins sem heitir Þór. Hann segir þetta vera mikla heimilishunda. „Þeir liggja bara í leti allan daginn og það er ekkert vesen á þeim. Það er aðallega stærðin á þeim sem að flækist fyrir fólki en annars er þetta bara eins og ofvaxinn chihuahua.“ Sara Mjöll á hundinn Hektor sem er fjögurra ára gamall. „Þetta er litla barnið mitt. Það er svolítið svoleiðis,“ segir Sara og bætir við: „Eða stóra barnið.“ Hún segir þessa hunda vera mjög trausta og þeir séu mjög næmir. „Þetta er mannlegasti hundur sem að ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Dýr Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira
Nokkrir af stærstu og feitustu hundum landsins komu saman í dag en þeir eru allir skyldir. Hundarnir geta náð allt að 200 kílóa þyngd. Það var mikið fjör í Hellisskógi á Selfossi þegar nokkrir af hundunum koma saman. Hluti af þeim á heima á Selfossi og hluti á höfuðborgarsvæðinu. Innan við 30 hundar af þessari tegund eru til á Íslandi. „Þeir eru sem sagt blendingar af frönskum mastiff og bullmastiff,“ segir Eyjólfur Ari Jónsson, einn af eigendum hundanna. „Þeir eru þriggja ára og við erum með eina fimm ára tík líka.“ Eyjólfur segir hundana yfirleitt ná um 120 kílóa þyngd en sá þyngsti sem hann hafi séð hafi verið 200 kíló og risa stór. „Þetta eru voða rólegir hundar, þó þeir virki ekki þannig núna.“ Það var mikill leikur í hundunum þegar þeir komu saman í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Eyjólfur á stærsta hund hópsins sem heitir Þór. Hann segir þetta vera mikla heimilishunda. „Þeir liggja bara í leti allan daginn og það er ekkert vesen á þeim. Það er aðallega stærðin á þeim sem að flækist fyrir fólki en annars er þetta bara eins og ofvaxinn chihuahua.“ Sara Mjöll á hundinn Hektor sem er fjögurra ára gamall. „Þetta er litla barnið mitt. Það er svolítið svoleiðis,“ segir Sara og bætir við: „Eða stóra barnið.“ Hún segir þessa hunda vera mjög trausta og þeir séu mjög næmir. „Þetta er mannlegasti hundur sem að ég hef nokkurn tímann kynnst.“
Dýr Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira