Einn besti árangur Ólafíu á LPGA eftir glæsilegan lokahring Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. janúar 2018 21:42 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og kollegar hennar fengu ekkert draumaveður á Paradísareyju. Þrátt fyrir það spilaði Ólafía mjög vel í dag. mynd/golf.is/gabe roux Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. Ólafía spilaði fyrstu níu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og kláraði svo seinni níu á þremur höggum undir pari, fór hringinn því samanlagt á 68 höggum, eða fimm höggum undir pari. Fyrir lokahringinn var Ólafía samtals á fjórum höggum yfir pari í mótinu og kláraði mótið því á einu höggi undir pari. Hún lék mjög stöðugt golf í dag, fékk fimm fugla og þrettán pör, slapp alveg við skolla. Þessi flotta spilamenska skilaði henni í 23. - 28. sæti mótsins, en enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og því ekki úrséð hver lokastaða Ólafíu verður á mótinu. Ólafía náði aðeins þrisvar sinnum að enda á meðal 30 efstu kylfinga á LPGA mótaröðinni á síðasta tímabili og því byrjar hún nýtt tímabil með trompi. Árangurinn mun líklegast skila Ólafíu verðlaunafé á bilinu 10-15 þúsund dollara. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. Ólafía spilaði fyrstu níu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og kláraði svo seinni níu á þremur höggum undir pari, fór hringinn því samanlagt á 68 höggum, eða fimm höggum undir pari. Fyrir lokahringinn var Ólafía samtals á fjórum höggum yfir pari í mótinu og kláraði mótið því á einu höggi undir pari. Hún lék mjög stöðugt golf í dag, fékk fimm fugla og þrettán pör, slapp alveg við skolla. Þessi flotta spilamenska skilaði henni í 23. - 28. sæti mótsins, en enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og því ekki úrséð hver lokastaða Ólafíu verður á mótinu. Ólafía náði aðeins þrisvar sinnum að enda á meðal 30 efstu kylfinga á LPGA mótaröðinni á síðasta tímabili og því byrjar hún nýtt tímabil með trompi. Árangurinn mun líklegast skila Ólafíu verðlaunafé á bilinu 10-15 þúsund dollara.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira