Tiger ánægður með endurkomuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2018 08:30 Áhorfendur voru brjálaðir í Tiger eins og venjulega. Hann kunni að meta það. vísir/getty Tiger Woods spilaði ágætlega á Torrey Pines um helgina og náði þá að klára fjóra hringi á golfmóti í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2015. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og var ánægður hvernig til tókst. Woods var í vandræðum með upphafshöggin allt mótið og á lokahringnum hitti hann aðeins þrjár af fjórtán brautum úr upphafshöggunum. Stutta spilið var aftur á móti í fínu lagi og hann lauk leik á 3 höggum undir pari. Hann var því á meðal 30 efstu sem gladdi hann mikið. Tiger hitti nefnilega aðeins níu brautir á síðustu þremur dögunum. Hann bjargaði sér þó ítrekað sem gefur honum byr undir báða vængi. „Ég spilaði betur í dag en í gær. Aðstæður voru erfiðar en ég er mjög ánægður. Eftir að hafa verið í frá í tvö ár og spila fjóra fína hringi er ánægjulegt. Ég barðist virkilega fyrir þessu skori og er ánægður að hafa klárað heilt mót,“ sagði Tiger en nákvæmnin í upphafshöggunum var sú lélegasta hjá honum síðan 2005. „Ég hafði mestar áhyggjur af því hvernig mér myndi farnast í karganum. Ég hafði ekki spilað í svona grasi lengi en ég leysti það mjög vel. Því miður var ég alltaf að koma mér þangað,“ sagði Tiger léttur. Tiger hefur ekki ákveðið hvaða mót hann ætlar á næst en hann er að undirbúa sig fyrir Masters sem hefst í apríl. Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods spilaði ágætlega á Torrey Pines um helgina og náði þá að klára fjóra hringi á golfmóti í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2015. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og var ánægður hvernig til tókst. Woods var í vandræðum með upphafshöggin allt mótið og á lokahringnum hitti hann aðeins þrjár af fjórtán brautum úr upphafshöggunum. Stutta spilið var aftur á móti í fínu lagi og hann lauk leik á 3 höggum undir pari. Hann var því á meðal 30 efstu sem gladdi hann mikið. Tiger hitti nefnilega aðeins níu brautir á síðustu þremur dögunum. Hann bjargaði sér þó ítrekað sem gefur honum byr undir báða vængi. „Ég spilaði betur í dag en í gær. Aðstæður voru erfiðar en ég er mjög ánægður. Eftir að hafa verið í frá í tvö ár og spila fjóra fína hringi er ánægjulegt. Ég barðist virkilega fyrir þessu skori og er ánægður að hafa klárað heilt mót,“ sagði Tiger en nákvæmnin í upphafshöggunum var sú lélegasta hjá honum síðan 2005. „Ég hafði mestar áhyggjur af því hvernig mér myndi farnast í karganum. Ég hafði ekki spilað í svona grasi lengi en ég leysti það mjög vel. Því miður var ég alltaf að koma mér þangað,“ sagði Tiger léttur. Tiger hefur ekki ákveðið hvaða mót hann ætlar á næst en hann er að undirbúa sig fyrir Masters sem hefst í apríl.
Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira