Tiger ánægður með endurkomuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2018 08:30 Áhorfendur voru brjálaðir í Tiger eins og venjulega. Hann kunni að meta það. vísir/getty Tiger Woods spilaði ágætlega á Torrey Pines um helgina og náði þá að klára fjóra hringi á golfmóti í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2015. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og var ánægður hvernig til tókst. Woods var í vandræðum með upphafshöggin allt mótið og á lokahringnum hitti hann aðeins þrjár af fjórtán brautum úr upphafshöggunum. Stutta spilið var aftur á móti í fínu lagi og hann lauk leik á 3 höggum undir pari. Hann var því á meðal 30 efstu sem gladdi hann mikið. Tiger hitti nefnilega aðeins níu brautir á síðustu þremur dögunum. Hann bjargaði sér þó ítrekað sem gefur honum byr undir báða vængi. „Ég spilaði betur í dag en í gær. Aðstæður voru erfiðar en ég er mjög ánægður. Eftir að hafa verið í frá í tvö ár og spila fjóra fína hringi er ánægjulegt. Ég barðist virkilega fyrir þessu skori og er ánægður að hafa klárað heilt mót,“ sagði Tiger en nákvæmnin í upphafshöggunum var sú lélegasta hjá honum síðan 2005. „Ég hafði mestar áhyggjur af því hvernig mér myndi farnast í karganum. Ég hafði ekki spilað í svona grasi lengi en ég leysti það mjög vel. Því miður var ég alltaf að koma mér þangað,“ sagði Tiger léttur. Tiger hefur ekki ákveðið hvaða mót hann ætlar á næst en hann er að undirbúa sig fyrir Masters sem hefst í apríl. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods spilaði ágætlega á Torrey Pines um helgina og náði þá að klára fjóra hringi á golfmóti í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2015. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og var ánægður hvernig til tókst. Woods var í vandræðum með upphafshöggin allt mótið og á lokahringnum hitti hann aðeins þrjár af fjórtán brautum úr upphafshöggunum. Stutta spilið var aftur á móti í fínu lagi og hann lauk leik á 3 höggum undir pari. Hann var því á meðal 30 efstu sem gladdi hann mikið. Tiger hitti nefnilega aðeins níu brautir á síðustu þremur dögunum. Hann bjargaði sér þó ítrekað sem gefur honum byr undir báða vængi. „Ég spilaði betur í dag en í gær. Aðstæður voru erfiðar en ég er mjög ánægður. Eftir að hafa verið í frá í tvö ár og spila fjóra fína hringi er ánægjulegt. Ég barðist virkilega fyrir þessu skori og er ánægður að hafa klárað heilt mót,“ sagði Tiger en nákvæmnin í upphafshöggunum var sú lélegasta hjá honum síðan 2005. „Ég hafði mestar áhyggjur af því hvernig mér myndi farnast í karganum. Ég hafði ekki spilað í svona grasi lengi en ég leysti það mjög vel. Því miður var ég alltaf að koma mér þangað,“ sagði Tiger léttur. Tiger hefur ekki ákveðið hvaða mót hann ætlar á næst en hann er að undirbúa sig fyrir Masters sem hefst í apríl.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira