N-kóreskir íþróttamenn á vetrarólympíuleikana Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2018 06:00 Sendinefnd N-Kóreu heldur hér til fundar við S-Kóreumenn í gær í landamærabænum Panmun. vísir/epa Beint símasamband verður á ný milli Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. Þetta hefur suðurkóreska fréttastofan Yonhap eftir heimildarmanni innan stjórnarinnar í Suður-Kóreu. Frá þessu var greint eftir að tilkynnt var að Norður-Kórea myndi senda íþróttamenn, hátt setta embættismenn og stuðningsmenn á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu núna í febrúar. Norður-Kórea lokaði símalínunni milli ríkjanna fyrir nær tveimur árum til að mótmæla því að þáverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, dró land sitt út úr sameiginlegum iðnaðarframkvæmdum í Kaesong í Norður-Kóreu. Það var vegna tilrauna Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn. Fréttastofan Yonhap fullyrðir jafnframt að opnun símalínunnar, sem áður var notuð til að samræma flutninga um landamærin til iðnaðarsvæðisins Kaesong, kunni að þýða að Norður-Kórea búi sig undir að senda fulltrúa sína á vetrarólympíuleikana landleiðina. Fréttaskýrendur segja að samkomulagið um samvinnu í tengslum við Ólympíuleikana geti styrkt stjórnir beggja Kóreuríkjanna. Því fylgi hins vegar einnig áhætta á vettvangi stjórnmálanna. Með samkomulaginu takist Suður-Kóreu að draga úr spennunni sem ríkir milli ríkjanna en samtímis reyni Suður-Kórea væntanlega að fá nágranna sinn í norðri til að ræða útrýmingu kjarnavopna. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja það ekki koma á óvart að yfirvöld þar vilji taka þátt í vetrarólympíuleikunum. Búist hafi verið við því að málið yrði tekið upp rétt fyrir leikana þar sem leiðtogi landsins, Kim Jong-un sé mikill áhugamaður um íþróttir. Faðir Kim Jong-un er sagður hafa verið mikill kvikmyndaáhugamaður en sjálfur hefur hann lagt áherslu á að efla íþróttaáhuga landsmanna. Frá því að hann komst til valda 2011 hefur hann varið meira fé í íþróttir en flest annað. Meðal annars þess vegna geta tveir Norður-Kóreumenn tekið þátt í vetrarólympíuleikunum, það er í listhlaupi á skautum. Hlé á deilunum milli ríkjanna er jafnframt sagt koma sér vel fyrir Norður-Kóreu núna. Mikilvægt sé fyrir yfirvöld þar að finna leiðir til að mýkja viðhorf alþjóðasamfélagsins því að búast megi við að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna komi til með að bitna hart á Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Beint símasamband verður á ný milli Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. Þetta hefur suðurkóreska fréttastofan Yonhap eftir heimildarmanni innan stjórnarinnar í Suður-Kóreu. Frá þessu var greint eftir að tilkynnt var að Norður-Kórea myndi senda íþróttamenn, hátt setta embættismenn og stuðningsmenn á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu núna í febrúar. Norður-Kórea lokaði símalínunni milli ríkjanna fyrir nær tveimur árum til að mótmæla því að þáverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, dró land sitt út úr sameiginlegum iðnaðarframkvæmdum í Kaesong í Norður-Kóreu. Það var vegna tilrauna Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn. Fréttastofan Yonhap fullyrðir jafnframt að opnun símalínunnar, sem áður var notuð til að samræma flutninga um landamærin til iðnaðarsvæðisins Kaesong, kunni að þýða að Norður-Kórea búi sig undir að senda fulltrúa sína á vetrarólympíuleikana landleiðina. Fréttaskýrendur segja að samkomulagið um samvinnu í tengslum við Ólympíuleikana geti styrkt stjórnir beggja Kóreuríkjanna. Því fylgi hins vegar einnig áhætta á vettvangi stjórnmálanna. Með samkomulaginu takist Suður-Kóreu að draga úr spennunni sem ríkir milli ríkjanna en samtímis reyni Suður-Kórea væntanlega að fá nágranna sinn í norðri til að ræða útrýmingu kjarnavopna. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja það ekki koma á óvart að yfirvöld þar vilji taka þátt í vetrarólympíuleikunum. Búist hafi verið við því að málið yrði tekið upp rétt fyrir leikana þar sem leiðtogi landsins, Kim Jong-un sé mikill áhugamaður um íþróttir. Faðir Kim Jong-un er sagður hafa verið mikill kvikmyndaáhugamaður en sjálfur hefur hann lagt áherslu á að efla íþróttaáhuga landsmanna. Frá því að hann komst til valda 2011 hefur hann varið meira fé í íþróttir en flest annað. Meðal annars þess vegna geta tveir Norður-Kóreumenn tekið þátt í vetrarólympíuleikunum, það er í listhlaupi á skautum. Hlé á deilunum milli ríkjanna er jafnframt sagt koma sér vel fyrir Norður-Kóreu núna. Mikilvægt sé fyrir yfirvöld þar að finna leiðir til að mýkja viðhorf alþjóðasamfélagsins því að búast megi við að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna komi til með að bitna hart á Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira