Opinberar Kylie óléttuna á skjánum? Ritstjórn skrifar 11. janúar 2018 21:00 Glamour/Getty Er Kylie Jenner, yngsta Kardashian systirin og snyrtivöruframleiðandi, ólétt eða ekki? Þetta hefur verið spurningin í fjölmiðlum undanfarna 4 mánuði eða svo en enginn fengist til að svara fyrir sögusagnirnar. Aðdáendur Kardashian fjölskyldunnar, og þeir eru nokkrir, tóku því andköf þegar þeir sáu stiklu úr nýjasta þætti raunveruleikaseríunnar. Þátturinn hefur verið klipptur í tvo þætti þar sem lofað er stórum fréttum úr herbúðum fjölskyldunnar. Þættirnir tveir verða sýndir um helgina á sjónvarpsstöðinni E! Það er nokkuð ljóst að einhver tilkynning mun eiga sér stað í þessum tveimur þáttum en hvort að verið sé að svipta hulunni af enn einni óléttunni hjá einni frægustu fjölskyldu í heimi verða aðdáendur að bíða og sjá. Þættirnir munu eflaust fá gott áhorf eftir þessa dramatísku stiklu. Kylie Jenner er í sambandi með tónlistarmanninum Travis Scott en systur hennar Kim og Khloé eiga von á sér á þessu ári. Nokkuð er síðan Kylie Jenner sást opinberlega og þá þótti það ýta verulega undir sögusagnirnar þegar hana var ekki að finna á árlegu jólakorti Kardashian fjölskyldunnar. Mest lesið Líf og fjör í sjö ára afmæli Andreu Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Þessi fagnar 82 árum í dag Glamour Ein yfirhöfn er ekki nóg Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Borðaðu sumartískuna 2016 Glamour Túperað hár hjá Miu Miu Glamour Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour
Er Kylie Jenner, yngsta Kardashian systirin og snyrtivöruframleiðandi, ólétt eða ekki? Þetta hefur verið spurningin í fjölmiðlum undanfarna 4 mánuði eða svo en enginn fengist til að svara fyrir sögusagnirnar. Aðdáendur Kardashian fjölskyldunnar, og þeir eru nokkrir, tóku því andköf þegar þeir sáu stiklu úr nýjasta þætti raunveruleikaseríunnar. Þátturinn hefur verið klipptur í tvo þætti þar sem lofað er stórum fréttum úr herbúðum fjölskyldunnar. Þættirnir tveir verða sýndir um helgina á sjónvarpsstöðinni E! Það er nokkuð ljóst að einhver tilkynning mun eiga sér stað í þessum tveimur þáttum en hvort að verið sé að svipta hulunni af enn einni óléttunni hjá einni frægustu fjölskyldu í heimi verða aðdáendur að bíða og sjá. Þættirnir munu eflaust fá gott áhorf eftir þessa dramatísku stiklu. Kylie Jenner er í sambandi með tónlistarmanninum Travis Scott en systur hennar Kim og Khloé eiga von á sér á þessu ári. Nokkuð er síðan Kylie Jenner sást opinberlega og þá þótti það ýta verulega undir sögusagnirnar þegar hana var ekki að finna á árlegu jólakorti Kardashian fjölskyldunnar.
Mest lesið Líf og fjör í sjö ára afmæli Andreu Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Þessi fagnar 82 árum í dag Glamour Ein yfirhöfn er ekki nóg Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Borðaðu sumartískuna 2016 Glamour Túperað hár hjá Miu Miu Glamour Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour