Óþarfa kostnaður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Ein af tíðindum liðinnar viku voru fregnir af lántöku Almenna leigufélagsins hjá bandarískum fjárfestingasjóði. Hlutabréf í Kauphöllinni hækkuðu talsvert í kjölfarið og skýrist það að hluta af væntingum fjárfesta um að innlend fyrirtæki geti nú fjármagnað sig erlendis á bættum kjörum. Ekkert leyndarmál er að fjármögnun er óvíða dýrari en hérlendis. Meginástæða þess er okkar séríslenski gjaldmiðill. Vaxtastig er ekkert annað en verðlagning á áhættu og viðskipti í íslenskum krónum eru í sögulegu samhengi einfaldlega áhættusamari en viðskipti í öðrum gjaldmiðlum. Óraunhæft er að ætlast til að viðskiptakjör í innlendum bönkum breytist svo um muni meðan krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Ákvörðun bandaríska fjárfestingasjóðsins um að veita lán til íslensks félags í íslensku umhverfi eru viss tímamót og ákveðin traustsyfirlýsing á innlent efnahagslíf. Önnur skráð félög, og þá sérstaklega fasteignafélögin, hljóta að horfa í sömu átt. Kannski ætti ríkið einnig að hugsa sinn gang? Heildarskuldir ríkissjóðs nema ríflega 900 milljörðum króna, og vaxtagreiðslur þessa árs verða meira en 70 milljarðar. Skuldsetning ríkissjóðs er engu að síður lág í alþjóðlegu samhengi, um þriðjungur landsframleiðslu. Þetta er sambærilegt hlutfall og í Noregi, nokkru lægra en í Danmörku, og mun lægra en í Bretlandi og Bandaríkjunum. Samt er lánshæfi ríkisins nokkuð frá því að vera í hæsta flokki. Ljóst er að ef ríkissjóður fengi svokallaða AAA einkunn yrði það akkur fyrir innlent efnahagslíf. Ríkissjóður gæti fjármagnað sig á betri kjörum, en ekki síður myndu skapast möguleikar á erlendri fjárfestingu sem hingað til hafa verið lokaðir. Margir markaðsaðilar líta einfaldlega fram hjá ríkjum sem ekki bera hæstu einkunn. Það á við bæði um fjárfestingar í opinbera og einkageiranum. Einfaldasta leiðin til að hækka lánshæfiseinkunnina er að lækka skuldir ríkisins. Ríkið á margar seljanlegar eignir. Þar má nefna hluti í bönkunum, Landsvirkjun og Isavia. Ljóst er að til stendur að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion, auk þess sem selja á hluta af Landsbankanum. Æskilegt er að þessar áætlanir gangi eftir. Varðandi Isavia er það umhugsunarvert hvort ríkið eigi að reka félag um rekstur flugvallar. Víðast hvar hefur starfsemi sem þessi verið einkavædd, til dæmis í Bretlandi. Og í Danmörku var sú leið farin að vera með blandað eignarhald. Danska ríkið á nú fjörutíu prósenta hlut. Þessi blandaða leið er þekkt á Norðurlöndum, eins og í Noregi þar sem Statoil hefur verið skráð á markað um áratugaskeið, er 70% í eigu ríkisins en annars í höndum einkafjárfesta. Sala á þessum íslensku ríkiseignum, þó þannig að ríkið héldi eftir hlutum þar sem það væri talið þjóðhagslega mikilvægt, myndi gera ríkissjóði kleift að greiða niður skuldir sínar að fullu. Þá 70 milljarða sem spöruðust árlega í vaxtakostnað mætti svo nota til að styrkja innviði á borð við vegi og heilbrigðiskerfi. Bætt lánshæfiseinkunn myndi svo ekki bara þýða aukna erlenda fjárfestingu, heldur einnig gera okkur kleift að fjármagna ríkissjóð til frambúðar á betri kjörum en áður hafa þekkst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun
Ein af tíðindum liðinnar viku voru fregnir af lántöku Almenna leigufélagsins hjá bandarískum fjárfestingasjóði. Hlutabréf í Kauphöllinni hækkuðu talsvert í kjölfarið og skýrist það að hluta af væntingum fjárfesta um að innlend fyrirtæki geti nú fjármagnað sig erlendis á bættum kjörum. Ekkert leyndarmál er að fjármögnun er óvíða dýrari en hérlendis. Meginástæða þess er okkar séríslenski gjaldmiðill. Vaxtastig er ekkert annað en verðlagning á áhættu og viðskipti í íslenskum krónum eru í sögulegu samhengi einfaldlega áhættusamari en viðskipti í öðrum gjaldmiðlum. Óraunhæft er að ætlast til að viðskiptakjör í innlendum bönkum breytist svo um muni meðan krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Ákvörðun bandaríska fjárfestingasjóðsins um að veita lán til íslensks félags í íslensku umhverfi eru viss tímamót og ákveðin traustsyfirlýsing á innlent efnahagslíf. Önnur skráð félög, og þá sérstaklega fasteignafélögin, hljóta að horfa í sömu átt. Kannski ætti ríkið einnig að hugsa sinn gang? Heildarskuldir ríkissjóðs nema ríflega 900 milljörðum króna, og vaxtagreiðslur þessa árs verða meira en 70 milljarðar. Skuldsetning ríkissjóðs er engu að síður lág í alþjóðlegu samhengi, um þriðjungur landsframleiðslu. Þetta er sambærilegt hlutfall og í Noregi, nokkru lægra en í Danmörku, og mun lægra en í Bretlandi og Bandaríkjunum. Samt er lánshæfi ríkisins nokkuð frá því að vera í hæsta flokki. Ljóst er að ef ríkissjóður fengi svokallaða AAA einkunn yrði það akkur fyrir innlent efnahagslíf. Ríkissjóður gæti fjármagnað sig á betri kjörum, en ekki síður myndu skapast möguleikar á erlendri fjárfestingu sem hingað til hafa verið lokaðir. Margir markaðsaðilar líta einfaldlega fram hjá ríkjum sem ekki bera hæstu einkunn. Það á við bæði um fjárfestingar í opinbera og einkageiranum. Einfaldasta leiðin til að hækka lánshæfiseinkunnina er að lækka skuldir ríkisins. Ríkið á margar seljanlegar eignir. Þar má nefna hluti í bönkunum, Landsvirkjun og Isavia. Ljóst er að til stendur að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion, auk þess sem selja á hluta af Landsbankanum. Æskilegt er að þessar áætlanir gangi eftir. Varðandi Isavia er það umhugsunarvert hvort ríkið eigi að reka félag um rekstur flugvallar. Víðast hvar hefur starfsemi sem þessi verið einkavædd, til dæmis í Bretlandi. Og í Danmörku var sú leið farin að vera með blandað eignarhald. Danska ríkið á nú fjörutíu prósenta hlut. Þessi blandaða leið er þekkt á Norðurlöndum, eins og í Noregi þar sem Statoil hefur verið skráð á markað um áratugaskeið, er 70% í eigu ríkisins en annars í höndum einkafjárfesta. Sala á þessum íslensku ríkiseignum, þó þannig að ríkið héldi eftir hlutum þar sem það væri talið þjóðhagslega mikilvægt, myndi gera ríkissjóði kleift að greiða niður skuldir sínar að fullu. Þá 70 milljarða sem spöruðust árlega í vaxtakostnað mætti svo nota til að styrkja innviði á borð við vegi og heilbrigðiskerfi. Bætt lánshæfiseinkunn myndi svo ekki bara þýða aukna erlenda fjárfestingu, heldur einnig gera okkur kleift að fjármagna ríkissjóð til frambúðar á betri kjörum en áður hafa þekkst.