Vilja gera Facebook persónulegt á ný Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 20:15 Auglýsingar og kostað efni munu spila talsvert minna hlutverk á Facebook á næstunni. Nýjum breytingum er ætlað að gera miðilinn persónulegri og sporna við brotthvarfi notenda. Sérfræðingur óttast ekki áhrifin á auglýsendur, enda sé markaðssetning á samfélagsmiðlum í stöðugri þróun. Tilkynnt var um áformin fyrir helgi, en stefnt er að því að notendur sjái í meira mæli efni sem tengist þeim persónulega. Vill fyrirtækið með þessu halda í notendur í síaukinni samkeppni við aðra miðla. Forsvarsmenn Facebook vilja með þessu bregðast við óánægju notenda, sem margir eru þreyttir á auglýsingum og markaðsefni sem oft fyllir fréttaveitur þeirra á miðlinum. Sigurður Svansson er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, en hann segir Facebook smátt og smátt hafa verið að tapa fluginu hjá yngra fólki, sem hverfi yfir á aðra miðla. „Maður hefur tekið eftir því að yngri markhópurinn er farinn að hallast að samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Við höfum t.d. séð að í kostuðum auglýsingum erum við að ná mun betur til aldurshópsins 25 ára og yngri þegar við setjum auglýsingar á Instagram heldur en Facebook,“ segir Sigurður. Miðillinn ekki vaxið eins og búist var við Fyrirtæki hafa nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu í auknum mæli á undanförnum árum, bæði með beinhörðum auglýsingum en auk þess með efni á borð við gjafaleiki og myndefni. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur þó að fyrirtæki hafi ekki ástæðu til að óttast fyrirhugaðar breytingar enn sem komið er. Hann segir slíka miðla ekki hafa öðlast eins mikið vægi á íslenskum auglýsingamarkaði og spáð var fyrir nokkrum árum. „Það sem við höfum séð er að vægi samfélagsmiðla á þessum markaði hefur ekki aukist eins og menn spáðu. Samkvæmt samantekt fjölmiðlanefndar má ætla að vægi samfélagsmiðla fyrir 2016 hafi verið um 20%,“ segir Andrés. Sigurður segir þetta þó þrýsta á auglýsendur að leggja meira í markaðsefni sitt á samfélagsmiðlum og beina því á rétta staði - frekar en að kasta því einfaldlega hugsunarlaust út á Facebook. „Það ýtir meira undir að fyrirtæki leggi meiri vinnu í strategíuna, hvernig þeir ætla að nota miðilinn. Bæði hvernig þeir ætla að eyða peningunum og hver er markhópurinn. Að beina þá markaðsfénu á viðeigandi markhópa, en ekki skjóta bara á alla.“ Facebook Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Auglýsingar og kostað efni munu spila talsvert minna hlutverk á Facebook á næstunni. Nýjum breytingum er ætlað að gera miðilinn persónulegri og sporna við brotthvarfi notenda. Sérfræðingur óttast ekki áhrifin á auglýsendur, enda sé markaðssetning á samfélagsmiðlum í stöðugri þróun. Tilkynnt var um áformin fyrir helgi, en stefnt er að því að notendur sjái í meira mæli efni sem tengist þeim persónulega. Vill fyrirtækið með þessu halda í notendur í síaukinni samkeppni við aðra miðla. Forsvarsmenn Facebook vilja með þessu bregðast við óánægju notenda, sem margir eru þreyttir á auglýsingum og markaðsefni sem oft fyllir fréttaveitur þeirra á miðlinum. Sigurður Svansson er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, en hann segir Facebook smátt og smátt hafa verið að tapa fluginu hjá yngra fólki, sem hverfi yfir á aðra miðla. „Maður hefur tekið eftir því að yngri markhópurinn er farinn að hallast að samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Við höfum t.d. séð að í kostuðum auglýsingum erum við að ná mun betur til aldurshópsins 25 ára og yngri þegar við setjum auglýsingar á Instagram heldur en Facebook,“ segir Sigurður. Miðillinn ekki vaxið eins og búist var við Fyrirtæki hafa nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu í auknum mæli á undanförnum árum, bæði með beinhörðum auglýsingum en auk þess með efni á borð við gjafaleiki og myndefni. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur þó að fyrirtæki hafi ekki ástæðu til að óttast fyrirhugaðar breytingar enn sem komið er. Hann segir slíka miðla ekki hafa öðlast eins mikið vægi á íslenskum auglýsingamarkaði og spáð var fyrir nokkrum árum. „Það sem við höfum séð er að vægi samfélagsmiðla á þessum markaði hefur ekki aukist eins og menn spáðu. Samkvæmt samantekt fjölmiðlanefndar má ætla að vægi samfélagsmiðla fyrir 2016 hafi verið um 20%,“ segir Andrés. Sigurður segir þetta þó þrýsta á auglýsendur að leggja meira í markaðsefni sitt á samfélagsmiðlum og beina því á rétta staði - frekar en að kasta því einfaldlega hugsunarlaust út á Facebook. „Það ýtir meira undir að fyrirtæki leggi meiri vinnu í strategíuna, hvernig þeir ætla að nota miðilinn. Bæði hvernig þeir ætla að eyða peningunum og hver er markhópurinn. Að beina þá markaðsfénu á viðeigandi markhópa, en ekki skjóta bara á alla.“
Facebook Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira