Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2018 23:00 Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir aldursgreiningarnar og vill að horfið verði frá slíkum líkamsrannsóknum enda gefi þær oft ónákvæmar niðurstöður. Hér á landi býðst umsækjendum um vernd, sem segjast vera yngri en 18 ára en geta ekki framvísað löglegu skilríki því til staðfestingar, að fara í aldursgreiningu. Þá eru jafnan teknar röntgenmyndir af tönnum og er aldur viðkomandi ákvarðaður í kjölfarið. Að sögn talsmanns umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum tekur Útlendingastofnun oftast ákvörðun um mál viðkomandi í samræmi við niðurstöður tannrannsóknar. „Við teljum í rauninni að hver einasta rannsókn sem fer fram hún geti ekki sagt okkur með vissu hvort að viðkomandi er 17 eða 18 ára gamall. Þegar við erum með unglinga sem eru rúmlega 17 ára þá teljum við að það sé í rauninni ekkert að marka það sem kemur út úr þessu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hverfa eigi frá líkamsrannsóknum en þær séu í senn ónákvæmar og standist ekki siðferðisleg sjónarmið. Þess í stað ætti að fara fram heildstæðari rannsókn að mati Guðríðar þar sem meðal annars er lagt mat á andlegan þroska viðkomandi. „Þessar tannrannsóknir, þeim er oftast beitt á krakka sem eru að koma frá ríkjum á borð við Írak, Afganistan og Sómalíu en þeir viðmiðunarhópar sem eru lagðir til grundvallar í þessum rannsóknum það eru vestrænir krakkar og unglingar en ekki krakkar frá þessum svæðum.“ Hún segist þekkja dæmi um pilt sem kvaðst vera sautján ára og fjögurra mánaða en samkvæmt niðurstöðu aldursgreiningar hafi hann verið metinn eldri en átján ára. Sú niðurstaða reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt gömlu vegabréfi sem lögreglan á Íslandi mat gilt, var pilturinn sannarlega sautján ára og fjögurra mánaða. „En þarna vorum við bara með dæmi svart á hvítu, rannsóknin stóðst ekki.“ Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir aldursgreiningarnar og vill að horfið verði frá slíkum líkamsrannsóknum enda gefi þær oft ónákvæmar niðurstöður. Hér á landi býðst umsækjendum um vernd, sem segjast vera yngri en 18 ára en geta ekki framvísað löglegu skilríki því til staðfestingar, að fara í aldursgreiningu. Þá eru jafnan teknar röntgenmyndir af tönnum og er aldur viðkomandi ákvarðaður í kjölfarið. Að sögn talsmanns umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum tekur Útlendingastofnun oftast ákvörðun um mál viðkomandi í samræmi við niðurstöður tannrannsóknar. „Við teljum í rauninni að hver einasta rannsókn sem fer fram hún geti ekki sagt okkur með vissu hvort að viðkomandi er 17 eða 18 ára gamall. Þegar við erum með unglinga sem eru rúmlega 17 ára þá teljum við að það sé í rauninni ekkert að marka það sem kemur út úr þessu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hverfa eigi frá líkamsrannsóknum en þær séu í senn ónákvæmar og standist ekki siðferðisleg sjónarmið. Þess í stað ætti að fara fram heildstæðari rannsókn að mati Guðríðar þar sem meðal annars er lagt mat á andlegan þroska viðkomandi. „Þessar tannrannsóknir, þeim er oftast beitt á krakka sem eru að koma frá ríkjum á borð við Írak, Afganistan og Sómalíu en þeir viðmiðunarhópar sem eru lagðir til grundvallar í þessum rannsóknum það eru vestrænir krakkar og unglingar en ekki krakkar frá þessum svæðum.“ Hún segist þekkja dæmi um pilt sem kvaðst vera sautján ára og fjögurra mánaða en samkvæmt niðurstöðu aldursgreiningar hafi hann verið metinn eldri en átján ára. Sú niðurstaða reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt gömlu vegabréfi sem lögreglan á Íslandi mat gilt, var pilturinn sannarlega sautján ára og fjögurra mánaða. „En þarna vorum við bara með dæmi svart á hvítu, rannsóknin stóðst ekki.“
Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira