Alla leið til Íslands fyrir sjampó Ritstjórn skrifar 15. janúar 2018 10:30 Skjáskot: Sóley Organics Það er alltaf ánægjuefni þegar að íslensk vörumerki fá athygli út fyrir landsteinana, og nú höfum við rekist á skemmtilega grein frá Vogue. Íslensku snyrtivörurnar Sóley Organics fá aldeilis góða dóma hjá blaðamanni ameríska Vogue, sem segist ekki munu hika við það að fara alla leið til Íslands fyrir sjampóið og næringuna. Blaðamaðurinn, sem heitir Erika Owen, segist hafa átt dásamlega Íslandsferð. Hún hafi kynnst snyrtivörunum frá Sóley á Kex Hostel, og hafi síðan keypt sér til að taka með heim. Erika segir að í hvert skipti sem hún notar vörurnar berist hugurinn aftur til Íslands. Vörur Sóley Organics eru náttúrulegar snyrtivörur, en merkið var stofnað árið 2007. Leikkonan Sóley Elíasdóttir er stofnandi merkisins, en fyrirmyndin er amma Sóleyjar, sem notaði plöntur og grös til húðlækninga. Grein Vogue má lesa hér. Sóley Organics Mest lesið Flauelið er komið til að vera Glamour Libresse gleður lesendur Glamour Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour Meryl Streep í Big Little Lies 2 Glamour Donald Trump fundaði með eiganda Louis Vuitton Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour Sportleg sólgleraugu með endurkomu Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Þessi snillingur er 45 ára í dag Glamour Harry Styles svífur um náttúruna í nýju myndbandi Glamour
Það er alltaf ánægjuefni þegar að íslensk vörumerki fá athygli út fyrir landsteinana, og nú höfum við rekist á skemmtilega grein frá Vogue. Íslensku snyrtivörurnar Sóley Organics fá aldeilis góða dóma hjá blaðamanni ameríska Vogue, sem segist ekki munu hika við það að fara alla leið til Íslands fyrir sjampóið og næringuna. Blaðamaðurinn, sem heitir Erika Owen, segist hafa átt dásamlega Íslandsferð. Hún hafi kynnst snyrtivörunum frá Sóley á Kex Hostel, og hafi síðan keypt sér til að taka með heim. Erika segir að í hvert skipti sem hún notar vörurnar berist hugurinn aftur til Íslands. Vörur Sóley Organics eru náttúrulegar snyrtivörur, en merkið var stofnað árið 2007. Leikkonan Sóley Elíasdóttir er stofnandi merkisins, en fyrirmyndin er amma Sóleyjar, sem notaði plöntur og grös til húðlækninga. Grein Vogue má lesa hér. Sóley Organics
Mest lesið Flauelið er komið til að vera Glamour Libresse gleður lesendur Glamour Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour Meryl Streep í Big Little Lies 2 Glamour Donald Trump fundaði með eiganda Louis Vuitton Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour Sportleg sólgleraugu með endurkomu Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Þessi snillingur er 45 ára í dag Glamour Harry Styles svífur um náttúruna í nýju myndbandi Glamour