Tugþúsundir starfa í hættu hjá breskum verktakarisa Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. janúar 2018 12:00 Carillion er annað stærsta verktakafyrirtæki Bretlands. vísir/getty Breska verktakafyrirtækið Carillion er á leiðinni í þrot og eru störf 43 þúsund í hættu. Viðræður þessa annars stærsta verktaka Bretlands, lánveitenda og breska ríkisins um að bjarga fyrirtækinu sigldu í strand um helgina. BBC greinir frá. Skuldir hafa hrannast upp hjá Carillion undanfarið eftir misheppnaða samninga í hinum ýmsu verkefnum. Fyrirtækið hefur til að mynda komið að verkefnum á borð við HS2-hraðlestarlínuna á milli London, Birmingham, Leeds og Manchester en einnig að rekstri skóla og fangelsa. Þannig stendur breska ríkið nú frammi fyrir því að þurfa að spýta inn fjármagni til þess að halda opinberri þjónustu sem fyrirtækið hefur komið nálægt gangandi. Phillip Green, stjórnarformaður Carillion, segir þetta mikil sorgartíðindi fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Þá hafa starfsmenn verið hvattir til þess að halda áfram að mæta til vinnu og þeir fullvissaðir um að þeir muni fá greitt. Mikilvæg verkefni séu framundan og þá sérstaklega í kringum hinn opinbera geira. Starfsmenn Carillion eru, sem fyrr segir, 43 þúsund talsins á heimsvísu en innan Bretlands eru þeir 20 þúsund. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif staða fyrirtækisins mun hafa á starfsmenn þess. Gjaldþrot Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Breska verktakafyrirtækið Carillion er á leiðinni í þrot og eru störf 43 þúsund í hættu. Viðræður þessa annars stærsta verktaka Bretlands, lánveitenda og breska ríkisins um að bjarga fyrirtækinu sigldu í strand um helgina. BBC greinir frá. Skuldir hafa hrannast upp hjá Carillion undanfarið eftir misheppnaða samninga í hinum ýmsu verkefnum. Fyrirtækið hefur til að mynda komið að verkefnum á borð við HS2-hraðlestarlínuna á milli London, Birmingham, Leeds og Manchester en einnig að rekstri skóla og fangelsa. Þannig stendur breska ríkið nú frammi fyrir því að þurfa að spýta inn fjármagni til þess að halda opinberri þjónustu sem fyrirtækið hefur komið nálægt gangandi. Phillip Green, stjórnarformaður Carillion, segir þetta mikil sorgartíðindi fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Þá hafa starfsmenn verið hvattir til þess að halda áfram að mæta til vinnu og þeir fullvissaðir um að þeir muni fá greitt. Mikilvæg verkefni séu framundan og þá sérstaklega í kringum hinn opinbera geira. Starfsmenn Carillion eru, sem fyrr segir, 43 þúsund talsins á heimsvísu en innan Bretlands eru þeir 20 þúsund. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif staða fyrirtækisins mun hafa á starfsmenn þess.
Gjaldþrot Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira