Barnahús, nýbyggingar og baráttan gegn matarsóun á dagskrá forsetahjónanna í dag Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2018 09:00 Eliza Reid forsetafrú heilsar Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. vísir/AFP Dagskráin er ströng hjá forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, á öðrum degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. Dagurinn hefst með morgunverðarfundi Íslandsstofu þar sem aðilar úr ferðaþjónustunni taka þátt og mun Eliza flytja þar ávarp. Að fundinum loknum liggur leiðin í Karolinska Institutet þar sem verður kynning á ólíkum samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, sér í lagi á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Þaðan heldur forsetinn og kynnir sér starfsemi Folkhem, fyrirtækis sem framleiðir vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi, auk þess sem hann mun skoða fjölbýlishús úr timbri. Eliza mun á sama tíma heimsækja stóra matarverslun í Veddesta, norður af Stokkhólmi, sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk.Hádegisverður í ráðhúsinu Forsetahjónunum verður svo boðið í hádegisverð í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Að því loknu munu Guðni og Eliza skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Forseti mun svo flytja erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Eliza mun á sama tíma heimsækja Barnahús í Stokkhólmi, en stofnuninni er ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Eliza heimsótti einmitt í síðustu viku Barnahús á Íslandi til að kynna sér starfsemina.Boð forsetahjónannaForsetahjónin munu svo síðdegis bjóða sænsku konungshjónum og fleiri gestum sem heimsókninni tengjast, til móttöku í Nútímalistasafninu (Moderna muséet) á Skeppsholmen. Á síðasta degi heimsóknarinnar, á morgun, munu forsetahjónin halda til Uppsala þar sem er þétt dagskrá áður en þau halda aftur heim til Íslands síðdegis. Forseti Íslands Norðurlönd Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18 Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Dagskráin er ströng hjá forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, á öðrum degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. Dagurinn hefst með morgunverðarfundi Íslandsstofu þar sem aðilar úr ferðaþjónustunni taka þátt og mun Eliza flytja þar ávarp. Að fundinum loknum liggur leiðin í Karolinska Institutet þar sem verður kynning á ólíkum samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, sér í lagi á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Þaðan heldur forsetinn og kynnir sér starfsemi Folkhem, fyrirtækis sem framleiðir vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi, auk þess sem hann mun skoða fjölbýlishús úr timbri. Eliza mun á sama tíma heimsækja stóra matarverslun í Veddesta, norður af Stokkhólmi, sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk.Hádegisverður í ráðhúsinu Forsetahjónunum verður svo boðið í hádegisverð í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Að því loknu munu Guðni og Eliza skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Forseti mun svo flytja erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Eliza mun á sama tíma heimsækja Barnahús í Stokkhólmi, en stofnuninni er ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Eliza heimsótti einmitt í síðustu viku Barnahús á Íslandi til að kynna sér starfsemina.Boð forsetahjónannaForsetahjónin munu svo síðdegis bjóða sænsku konungshjónum og fleiri gestum sem heimsókninni tengjast, til móttöku í Nútímalistasafninu (Moderna muséet) á Skeppsholmen. Á síðasta degi heimsóknarinnar, á morgun, munu forsetahjónin halda til Uppsala þar sem er þétt dagskrá áður en þau halda aftur heim til Íslands síðdegis.
Forseti Íslands Norðurlönd Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18 Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45
Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18
Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01