Þó að lítið hafi verið sagt um línuna þá segir í tilkynningu að línan muni sameina franskan stíl Karl Lagerfeld og afslappaðan Los Angeles stíl Kaia Gerber.
Cindy Crawford, móðir Kaiu, var ein af aðalfyrirsætum Karls árum áður, og hefur hann nú tekið dóttur hennar að sér. Karl er líka eins og margir vita, listrænn stjórnandi tískuhúss Chanel þar sem Kaia hefur oft gengið tískupallana.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig línan mun takast til, en augljóst er, að vinsældir Kaiu eru munu ekki fara dvínandi á næstunni.

