Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Davíð Oddsson í sögumannshamnum í miðri forsetakosningabaráttu þar sem gamla brýnið lék á als oddi og sýndi kunnuglega takta. Vísir/Anton „Ég get sagt alls konar hluti um Davíð Oddsson. Hann er með gáfaðri mönnum. Hann er ofboðslega hjartahlýr, sem ég held að menn geri sér ekki almennt grein fyrir, og á góðri stundu getur hann verið ótrúlega skemmtilegur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um Davíð Oddsson. Davíð er óumdeilt áhrifaríkasti stjórnmálamaður landsins á síðari hluta síðustu aldar. Hann var borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og nú síðast ritstjóri Morgunblaðsins.Kári Stefánsson fer fögrum orðum um vin sinn og afmælisbarnið Davíð Oddsson.Kári og Davíð voru samtíða í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem leiklistarhæfileikar Davíðs fengu notið sín. „Hann hefur líklega fórnað stórkostlegum leikferli fyrir stjórnmálin,“ segir Kári en bætir við að hugsanlega hafi hann frekar ákveðið að nýta sér leikhæfileikana í pólitíkinni. Kári segir samskipti þeirra Davíðs ekki hafa verið mikil í seinni tíð en á milli þeirra séu þó sterkar og hlýjar taugar. Þeir hafi alla tíð verið á öndverðum meiði í stjórnmálum. Kári hafi alltaf verið sósíalisti og aldrei farið leynt með það. Pólitískur ágreiningur hafi þó aldrei truflað samskipti þeirra.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs „Davíð Oddsson hefur orð á sér fyrir að vera heldur ósveigjanlegur í pólitík og á köflum öfgakenndur,“ segir Kári en bendir á að vinir Davíðs þekki hann sem traustan vin. „Hann er afskaplega trúr vinum sínum. Hann svíkur þá aldrei og hefur á köflum beygt reglur fyrir þá. Hann hefur gamaldags afstöðu til hollustu og fylgir ákveðnum heiðursreglum út í ystu æsar.“Þegar hnefaleikakappinn Muhammad Ali lýsi sjálfum sér í hringnum sagðist hann svífa eins og fiðrildi og stinga eins og geitungur. Kári Stefánsson segir þá lýsingu eiga fullkomlega við Davíð Oddsson.Undir yfirborðinu, sem sumum kann að þykja full hart, leynist hjartahlýr maður og traustur vinur. En er Davíð ekki bara fyrst og fremst skáld? „Hann er í grunninn fyrst og fremst sögumaður. Það er ekki alveg það sama og skáld. Hann er ofboðslega skemmtilegur sögumaður. Tveir bestu sögumenn sem ég hef kynnst eru faðir minn, heitinn, og Davíð. Hann er ótrúlega lipur og skemmtilegur og þeir segja sögur um margt á svipaðan hátt, faðir minn og Davíð.“ Afmælisdagurinn 17. janúar er um margt merkilegur og ljóst má vera að það eru engar geðleysur sem koma í heiminn þennan dag en Davíð deilir afmælisdegi með ekki ómerkari harðjöxlum en glæpaforingjanum Al Capone og hnefaleikagoðsögninni Muhammad Ali. Með Ali í huga segir Kári: „Fyrirsögnin á þessu á auðvitað að vera: „Float like a butterfly, sting like a bee.“ Þannig nákvæmlega er Davíð Oddsson.“ Stj.mál Tengdar fréttir Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
„Ég get sagt alls konar hluti um Davíð Oddsson. Hann er með gáfaðri mönnum. Hann er ofboðslega hjartahlýr, sem ég held að menn geri sér ekki almennt grein fyrir, og á góðri stundu getur hann verið ótrúlega skemmtilegur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um Davíð Oddsson. Davíð er óumdeilt áhrifaríkasti stjórnmálamaður landsins á síðari hluta síðustu aldar. Hann var borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og nú síðast ritstjóri Morgunblaðsins.Kári Stefánsson fer fögrum orðum um vin sinn og afmælisbarnið Davíð Oddsson.Kári og Davíð voru samtíða í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem leiklistarhæfileikar Davíðs fengu notið sín. „Hann hefur líklega fórnað stórkostlegum leikferli fyrir stjórnmálin,“ segir Kári en bætir við að hugsanlega hafi hann frekar ákveðið að nýta sér leikhæfileikana í pólitíkinni. Kári segir samskipti þeirra Davíðs ekki hafa verið mikil í seinni tíð en á milli þeirra séu þó sterkar og hlýjar taugar. Þeir hafi alla tíð verið á öndverðum meiði í stjórnmálum. Kári hafi alltaf verið sósíalisti og aldrei farið leynt með það. Pólitískur ágreiningur hafi þó aldrei truflað samskipti þeirra.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs „Davíð Oddsson hefur orð á sér fyrir að vera heldur ósveigjanlegur í pólitík og á köflum öfgakenndur,“ segir Kári en bendir á að vinir Davíðs þekki hann sem traustan vin. „Hann er afskaplega trúr vinum sínum. Hann svíkur þá aldrei og hefur á köflum beygt reglur fyrir þá. Hann hefur gamaldags afstöðu til hollustu og fylgir ákveðnum heiðursreglum út í ystu æsar.“Þegar hnefaleikakappinn Muhammad Ali lýsi sjálfum sér í hringnum sagðist hann svífa eins og fiðrildi og stinga eins og geitungur. Kári Stefánsson segir þá lýsingu eiga fullkomlega við Davíð Oddsson.Undir yfirborðinu, sem sumum kann að þykja full hart, leynist hjartahlýr maður og traustur vinur. En er Davíð ekki bara fyrst og fremst skáld? „Hann er í grunninn fyrst og fremst sögumaður. Það er ekki alveg það sama og skáld. Hann er ofboðslega skemmtilegur sögumaður. Tveir bestu sögumenn sem ég hef kynnst eru faðir minn, heitinn, og Davíð. Hann er ótrúlega lipur og skemmtilegur og þeir segja sögur um margt á svipaðan hátt, faðir minn og Davíð.“ Afmælisdagurinn 17. janúar er um margt merkilegur og ljóst má vera að það eru engar geðleysur sem koma í heiminn þennan dag en Davíð deilir afmælisdegi með ekki ómerkari harðjöxlum en glæpaforingjanum Al Capone og hnefaleikagoðsögninni Muhammad Ali. Með Ali í huga segir Kári: „Fyrirsögnin á þessu á auðvitað að vera: „Float like a butterfly, sting like a bee.“ Þannig nákvæmlega er Davíð Oddsson.“
Stj.mál Tengdar fréttir Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25