Pompeo skrifaði í lok síðasta árs undir nýjan samning sem gerir hana að hæst launuðustu leikkonum í dramaþáttum í Bandaríkjunum. Hún fær um 600 þúsund dollara á þátt plús fríðindi. Samningurinn hljóðar upp á tuttugu milljónir Bandaríkjadala. Í viðtalinu talar hún meðal annars um hvernig hún fór að því að biðja um launin sem henni þótti hún eiga skilið.
Fyrsta hlutverk Pompeo, sem tekið var eftir, var árið 2002 þegar hún lék í myndinni Moonlight Mile og fjölmargir frægir leikstjórar vildu vinna með henni. En árið 2004 var ekkert að gerast í hinum erfiða heimi Hollywood og Pompeo fór því í prufuna sem hún vildi ekki fara í - og óhætt að segja að það hafi breytt lífi hennar.
Læknadramað Grey´s Anatomy er núna á sinni fjórtándu seríu og er Pompeo þar í lykilhlutverki. Mögulega verða gerðar tvær seríur í viðbót en framleiðendur þáttanna hafa sagt að það velti á hversu lengi Pompeo fæst til að vera með.

„Ákveddu hvers virði þér finnst þú vera og biddu svo um það. Enginn er bara að fara að gefa þér það,“ voru ráð Rhimes auk þess sem hún segir konur oft mikla fyrir sér að biðja um of háar summur því að þær eru hræddar um að styggja samstarfsfólk sitt. „Ég veit að þegar karlar labba inn í launaviðtöl og fara þeir inn með hörku og biðja um allan heiminn.“
Leikarar í Hollywood hafa ekki viljað mikið ræða launin sín en Pompeo ákvað að gera það, til að setja fordæmi fyrir aðra, sérstaklega konur. Í viðtalinu talar hún einmitt um að það hafi opnast gluggi fyrir hana þegar hinn aðalleikari þáttanna, Patrick Dempsey hætti árið 2015. Það setti hana í nýja og betri samningsstöðu.

Ellen Pompeo á svo sannarlega mikið í velgengni þáttanna Grey´s Anatomy en auk þess að leika er hún að framleiða og leikstýra eintökum þáttum. Við mælum með lestri hér.