Markaðsmisnotkun í Glitni: Orðalag bankamanna beri ekki að skilja of bókstaflega 18. janúar 2018 15:00 Málið er afar umfangsmikið. Vísir/Anton Ákveðin orðanotkun myndaðist í daglegum samskiptum starfsmanna Glitnis sem beri ekki alltaf að taka bókstaflega. Þetta er meðal þess sem kom fram í aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þannig sé oft um að ræða grín í orðalagi sem komi fram í samskiptum starfsmanna eigin viðskipta Glitnis við starfsmenn verðbréfamiðlunar. Meðal gagna í málinu er símasamtal Jónasar Guðmundssonar, fyrrverandi starfsmanns eigin viðskipta Glitnis og Stefáns Hrafns Jónssonar, fyrrverandi starfsmanns verðbréfamiðlunar bankans. Þar er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“Ýmsir frasar notaðir Í skýrslu sinni fyrir dómi í gær bar Jónas fyrir sig að líklega væri um grín að ræða og tók Stefán Hrafn undir þá skýringu þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem einnig bar vitni í dag, sagði einnig að um ákveðna menningu væri að ræða þegar hann var spurður um símtal milli hans og Jónasar. Þar segir Jónas: „Þurfum við ekki aðeins að reyna að hækka þetta?“ og Sveinbjörn svarar „Já ég held það, mér líst þannig á það.“ Sveinbjörn sagði að þeir Jónas hefðu verið góðir félagar og þekkst áður en þeir byrjuðu að vinna saman. „Þegar ég er að tala við Jónas, eða hvern sem er, þá eru alls konar frasar notaðir til að átta sig á hvort sá aðili sé kaupandi eða seljandi eða hvaða „view“ hann hefur á markaðinn.“ Dómsmál Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42 Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08 Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Ákveðin orðanotkun myndaðist í daglegum samskiptum starfsmanna Glitnis sem beri ekki alltaf að taka bókstaflega. Þetta er meðal þess sem kom fram í aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þannig sé oft um að ræða grín í orðalagi sem komi fram í samskiptum starfsmanna eigin viðskipta Glitnis við starfsmenn verðbréfamiðlunar. Meðal gagna í málinu er símasamtal Jónasar Guðmundssonar, fyrrverandi starfsmanns eigin viðskipta Glitnis og Stefáns Hrafns Jónssonar, fyrrverandi starfsmanns verðbréfamiðlunar bankans. Þar er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“Ýmsir frasar notaðir Í skýrslu sinni fyrir dómi í gær bar Jónas fyrir sig að líklega væri um grín að ræða og tók Stefán Hrafn undir þá skýringu þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem einnig bar vitni í dag, sagði einnig að um ákveðna menningu væri að ræða þegar hann var spurður um símtal milli hans og Jónasar. Þar segir Jónas: „Þurfum við ekki aðeins að reyna að hækka þetta?“ og Sveinbjörn svarar „Já ég held það, mér líst þannig á það.“ Sveinbjörn sagði að þeir Jónas hefðu verið góðir félagar og þekkst áður en þeir byrjuðu að vinna saman. „Þegar ég er að tala við Jónas, eða hvern sem er, þá eru alls konar frasar notaðir til að átta sig á hvort sá aðili sé kaupandi eða seljandi eða hvaða „view“ hann hefur á markaðinn.“
Dómsmál Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42 Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08 Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42
Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08
Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11