Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Atli Ísleifsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 19. janúar 2018 09:30 Gestir íslensku veislunnar skemmtu sér konunglega Vísir/Atli Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet, nútímalistasafninu á Skreppsholmen í Stokkhólmi, í gærkvöldi. Þangað buðu þau meðal annars sænsku konungshjónunum, ráðamönnum, uppistandaranum Ara Eldjárn, kvenréttindafrömuðum og fótboltaköppum. Myndir úr veislunni má sjá hér að neðan. Þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hafa verið í opinberri heimsókn í Svíþjóð undanfarna daga og hafa þau meðal annars sótt Karolinska Institutet, vistvæna húsbyggingarfélagið Folkhem og barnahús í Stokkhólmi heim. Forsetinn hefur jafnframt flutt erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla.Sjá einnig:Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnarDeginum þeir lauk svo með fyrrnefndri móttöku í Moderna museét. Þar fluttu Guðni og Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sitthvora ræðuna og mælti forsetinn á íslensku - en hann flutti ræðu á sænsku við hlið Karls Gústafs Svíakonungs á mánudag. Það var þó uppistandarinn Ari Eldjárn sem stal senunni á listasafninu sem skemmti gestum með sprelli og ærslagangi eins og honum einum er lagið. Óhætt er að segja að Ari hafi vakið mikla lukku og sagði fulltrúi sænsku konungshallarinnar meðal annars að Íslendingar hefðu lagt nýjar línur í svona veislum með því að vera með uppistand. Þá voru gestir hæstánægðir með níu rétta matseðil kvöldsins þar sem finna mátti margvíslegar íslenskar kræsingar. Hér að neðan má sjá myndir sem blaðamaður Vísis tók á listasafninu í gær. Opinberu heimsókn forsetahjónanna lýkur í dag með ferð þeirra til Uppsala. Forseti Íslands Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet, nútímalistasafninu á Skreppsholmen í Stokkhólmi, í gærkvöldi. Þangað buðu þau meðal annars sænsku konungshjónunum, ráðamönnum, uppistandaranum Ara Eldjárn, kvenréttindafrömuðum og fótboltaköppum. Myndir úr veislunni má sjá hér að neðan. Þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hafa verið í opinberri heimsókn í Svíþjóð undanfarna daga og hafa þau meðal annars sótt Karolinska Institutet, vistvæna húsbyggingarfélagið Folkhem og barnahús í Stokkhólmi heim. Forsetinn hefur jafnframt flutt erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla.Sjá einnig:Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnarDeginum þeir lauk svo með fyrrnefndri móttöku í Moderna museét. Þar fluttu Guðni og Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sitthvora ræðuna og mælti forsetinn á íslensku - en hann flutti ræðu á sænsku við hlið Karls Gústafs Svíakonungs á mánudag. Það var þó uppistandarinn Ari Eldjárn sem stal senunni á listasafninu sem skemmti gestum með sprelli og ærslagangi eins og honum einum er lagið. Óhætt er að segja að Ari hafi vakið mikla lukku og sagði fulltrúi sænsku konungshallarinnar meðal annars að Íslendingar hefðu lagt nýjar línur í svona veislum með því að vera með uppistand. Þá voru gestir hæstánægðir með níu rétta matseðil kvöldsins þar sem finna mátti margvíslegar íslenskar kræsingar. Hér að neðan má sjá myndir sem blaðamaður Vísis tók á listasafninu í gær. Opinberu heimsókn forsetahjónanna lýkur í dag með ferð þeirra til Uppsala.
Forseti Íslands Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira