Prófessor telur auglýsingaherferð sauðfjárbænda hræðsluáróður Sveinn Arnarsson skrifar 4. janúar 2018 08:00 Sauðfjárframleiðendur keppa að því að gera framleiðslu sína eins vistvæna og mögulegt er. Bann við erfðabreyttu fóðri er liður í þeirri vegferð. Magnús Karl segir sauðfjárbændur gera góð vísindi tortryggileg. vísir/pjetur Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir auglýsingaherferð sauðfjárbænda harðlega um bann við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárframleiðslu. Telur hann auglýsingarnar ala á tortryggni í garð vísindalegrar aðferðar sem sé ekki slæm og megi nýta til góðs. Síðustu vikur hafa sauðfjárbændur auglýst að nú sé bannað að nota erfðabreytt fóður í greininni, byggt á reglugerð sem Gunnar Bragi Sveinsson undirritaði þremur dögum fyrir þingkosningar í október 2016. Engin viðurlög eru við því að nota erfðabreytt fóður í framleiðslu og eftirlit með því nokkuð erfitt.Magnús Karl Magnússon, prófessor„Baráttan gegn erfðabreytingu á matvælum er að mínu mati byggð á misskilningi um að þessar vísindalegu aðferðir séu í eðli sínu slæmar fyrir umhverfið eða heilsu manna,“ segir Magnús Karl. „Það er slæmt þegar svo stór samtök fara í auglýsingaherferð af þessu tagi sem augljóslega er með þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þessarar aðferðar.“ Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsráðs kindakjöts, segir skipta miklu máli að réttar upplýsingar berist íslenskum neytendum. „Íslenskir sauðfjárbændur vilja bæði undirstrika sérstöðu afurða sinna og taka samfélagslega ábyrgð með því að tryggja að íslenskt sauðfé sé ekki alið á fóðri sem ræktað er með óhóflegri eitur- eða efnanotkun,“ segir Svavar. „Tilgangurinn með því að auglýsa þá staðreynd að erfðabreytt fóður sé bannað í íslenskri sauðfjárrækt er fyrst og fremst sá að koma réttum upplýsingum til neytenda og í samræmi við neytendastefnu sauðfjárbænda.“ Magnús Karl segir fræðaheiminn sammála um gæði þessara aðferða. „Fræðaheimurinn er á einu máli um að þessi aðferð er örugg og við eigum ekki að berjast gegn henni,“ segir Magnús Karl. „Þetta virkar illa á mig. Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafærði. Við ættum að berjast gegn því þegar samtök eru með áróður gegn því að við notum tækni og vísindi til að finna lausnir á vandamálum sem við okkur blasa.“ Svavar bendir á að sauðfjárbændur vinni nú að því að gera sauðfjárframleiðslu eins vistvæna og mögulegt er. Bann við notkun á erfðabreyttu fóðri sé hluti af þeirri vegferð. „Alþjóðlegi efnarisinn Monsanto hefur verið í forystu í eiturefnalandbúnaði af þessu tagi og framleiðir bæði erfðabreytt útsæði og illgresiseyðinn Roundup sem inniheldur eiturefnið glýfósat sem getur borist í menn og dýr. Nú er svo komið að bróðurpartur allrar uppskeru í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum fellur undir þennan hatt. Íslenskir sauðfjárbændur vilja tryggja að afurðir úr slíkum eiturefnalandbúnaði rati ekki inn í íslenska sauðfjárrækt,“ segir Svavar. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir auglýsingaherferð sauðfjárbænda harðlega um bann við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárframleiðslu. Telur hann auglýsingarnar ala á tortryggni í garð vísindalegrar aðferðar sem sé ekki slæm og megi nýta til góðs. Síðustu vikur hafa sauðfjárbændur auglýst að nú sé bannað að nota erfðabreytt fóður í greininni, byggt á reglugerð sem Gunnar Bragi Sveinsson undirritaði þremur dögum fyrir þingkosningar í október 2016. Engin viðurlög eru við því að nota erfðabreytt fóður í framleiðslu og eftirlit með því nokkuð erfitt.Magnús Karl Magnússon, prófessor„Baráttan gegn erfðabreytingu á matvælum er að mínu mati byggð á misskilningi um að þessar vísindalegu aðferðir séu í eðli sínu slæmar fyrir umhverfið eða heilsu manna,“ segir Magnús Karl. „Það er slæmt þegar svo stór samtök fara í auglýsingaherferð af þessu tagi sem augljóslega er með þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þessarar aðferðar.“ Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsráðs kindakjöts, segir skipta miklu máli að réttar upplýsingar berist íslenskum neytendum. „Íslenskir sauðfjárbændur vilja bæði undirstrika sérstöðu afurða sinna og taka samfélagslega ábyrgð með því að tryggja að íslenskt sauðfé sé ekki alið á fóðri sem ræktað er með óhóflegri eitur- eða efnanotkun,“ segir Svavar. „Tilgangurinn með því að auglýsa þá staðreynd að erfðabreytt fóður sé bannað í íslenskri sauðfjárrækt er fyrst og fremst sá að koma réttum upplýsingum til neytenda og í samræmi við neytendastefnu sauðfjárbænda.“ Magnús Karl segir fræðaheiminn sammála um gæði þessara aðferða. „Fræðaheimurinn er á einu máli um að þessi aðferð er örugg og við eigum ekki að berjast gegn henni,“ segir Magnús Karl. „Þetta virkar illa á mig. Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafærði. Við ættum að berjast gegn því þegar samtök eru með áróður gegn því að við notum tækni og vísindi til að finna lausnir á vandamálum sem við okkur blasa.“ Svavar bendir á að sauðfjárbændur vinni nú að því að gera sauðfjárframleiðslu eins vistvæna og mögulegt er. Bann við notkun á erfðabreyttu fóðri sé hluti af þeirri vegferð. „Alþjóðlegi efnarisinn Monsanto hefur verið í forystu í eiturefnalandbúnaði af þessu tagi og framleiðir bæði erfðabreytt útsæði og illgresiseyðinn Roundup sem inniheldur eiturefnið glýfósat sem getur borist í menn og dýr. Nú er svo komið að bróðurpartur allrar uppskeru í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum fellur undir þennan hatt. Íslenskir sauðfjárbændur vilja tryggja að afurðir úr slíkum eiturefnalandbúnaði rati ekki inn í íslenska sauðfjárrækt,“ segir Svavar.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira