Davíð vill auglýsa eftir borgarstjóra Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2018 14:42 Davíð er þungavigtarmaður í Sjálfstæðisflokknum og honum líst ekki á blikuna. Davíð Þorláksson, gegnheill Sjálfstæðismaður, fyrrum formaður SUS en nú forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, virðist hafa gefið upp alla von um að innan flokksins finnist leiðtogi sem geti leitt Sjálfstæðisflokkinn til vegs og valda í borginni. Þetta kemur fram í pistli sem Davíð skrifar og birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Vísir birti í gær fréttaskýringu Fréttablaðsins um störukeppni innan Sjálfstæðisflokksins en frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Helstu leiðtogaefni sem nefnd hafa verið eru ekki með lögheimili í Reykjavík. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár. Í kosningunum 1962–1990 var meðalfylgi flokksins 51%. Á því tímabili var hann alltaf nema einu sinni með hreinan meirihluta en hefur aldrei verið síðan. Í kosningunum 1994–2006 var meðalfylgið 44% en eftir hrun, í kosningunum 2010 og 2014, var meðalfylgið 30%,“ segir Davíð í upphafi pistils síns. Ekki er fagurt um að litast innanbúðar að mati Davíðs. Hann segir grasrótina sundurtætta af innanflokksátökum og stjórnir í innra starfi ekki mannaðar út frá hæfni og áhuga heldur kosnar í smölunum. „Eða valdar af fótgönguliðum kjörinna fulltrúa til að standa vörð um hagsmuni þeirra.“ Davíð virðist hafa gefið frá sér alla von um að leiðtogaefni finnist innan flokks sem fari fram í prófkjöri. Enginn hafi stigið fram sem líklegur er til að breyta stöðunni. Hann segir að sveitarstjórnarmenn í Reykjavík séu með 630 þúsund krónur í grunnlaun og það sé ekki nokkuð sem freistandi sé fyrir vinnandi fólk að leggja sig eftir. Davíð leggur til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra; að hann verði ekki sjálfkrafa úr flokksranninum. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Davíð Þorláksson, gegnheill Sjálfstæðismaður, fyrrum formaður SUS en nú forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, virðist hafa gefið upp alla von um að innan flokksins finnist leiðtogi sem geti leitt Sjálfstæðisflokkinn til vegs og valda í borginni. Þetta kemur fram í pistli sem Davíð skrifar og birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Vísir birti í gær fréttaskýringu Fréttablaðsins um störukeppni innan Sjálfstæðisflokksins en frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Helstu leiðtogaefni sem nefnd hafa verið eru ekki með lögheimili í Reykjavík. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár. Í kosningunum 1962–1990 var meðalfylgi flokksins 51%. Á því tímabili var hann alltaf nema einu sinni með hreinan meirihluta en hefur aldrei verið síðan. Í kosningunum 1994–2006 var meðalfylgið 44% en eftir hrun, í kosningunum 2010 og 2014, var meðalfylgið 30%,“ segir Davíð í upphafi pistils síns. Ekki er fagurt um að litast innanbúðar að mati Davíðs. Hann segir grasrótina sundurtætta af innanflokksátökum og stjórnir í innra starfi ekki mannaðar út frá hæfni og áhuga heldur kosnar í smölunum. „Eða valdar af fótgönguliðum kjörinna fulltrúa til að standa vörð um hagsmuni þeirra.“ Davíð virðist hafa gefið frá sér alla von um að leiðtogaefni finnist innan flokks sem fari fram í prófkjöri. Enginn hafi stigið fram sem líklegur er til að breyta stöðunni. Hann segir að sveitarstjórnarmenn í Reykjavík séu með 630 þúsund krónur í grunnlaun og það sé ekki nokkuð sem freistandi sé fyrir vinnandi fólk að leggja sig eftir. Davíð leggur til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra; að hann verði ekki sjálfkrafa úr flokksranninum. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00