Hús undir ferðaþjónustu við Gömlu höfnina víki fyrir nýjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2018 12:58 Gert er ráð fyrir að þau hús sem komi í stað þeirra sem fyrir eru líti svona út. Mynd/Yrki arkitektar Faxaflóahafnir stefna að því núverandi hús undir ferðatengda starfsemi meðfram norðvesturhlið Ægisgarðs við Gömlu höfnina í Reykjavík víki. Í stað þeirra er gert ráð fyrir að nokkur ný einnar hæðar smáhýsi verði reist undir starfsemina, að því er fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir svæðið sem auglýst var í dag. Þar kemur fram að núverandi hús undir starfsemina séu á óskilgreindum lóðum og byggingarreitum og að skilgreind verði breytt lóð undir nýbyggingarnar. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa smáhýsin sem verði á bilinu 25-60 fermetrar, undir söluhús í tengslum við ferðatengda þjónustu. Nokkuð blómleg stafsemi ferðaþjónustufyrirtækja er í húsunum sem eiga að víkja, er þar helst um að ræða fyrirtæki sem selja ferðir í hvalaskoðun og aðrar útsýnisferðir. Þá er einnig gert ráð fyrir að stærra þjónustuhús verði reist þar sem verði upplýsingaþjónusta og veitingasala fyrir gesti hafnarsvæðisins, auk þess sem að heimilt er að reisa almenningssalerni á lóðinni sem fellt verði inn í þjónustuhúsið. Auk smáhýsanna við Gömlu höfnina er einnig gert ráð fyrir nokkrum sambærilegum smáhýsum í Vesturbugt, fyrir framan byggingalóð þar sem gert er ráð fyrir 176 íbúðum auk verslunar- og þjónustusvæðis, en búist er við að framkvæmdir þar hefjist á árinu.Hér má sjá nokkur af þeim húsum sem gert er ráð fyrir að verði rifin.Vísir/ValliHúsin sem gert er ráð fyrir að rísi við VesturbugtMynd/Yrki arkitektar.Nærmynd af húsunum sem gert er ráð fyrir að rísi við Gömlu höfnina.Mynd/Yrki arkitektar. Skipulag Tengdar fréttir Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Faxaflóahafnir stefna að því núverandi hús undir ferðatengda starfsemi meðfram norðvesturhlið Ægisgarðs við Gömlu höfnina í Reykjavík víki. Í stað þeirra er gert ráð fyrir að nokkur ný einnar hæðar smáhýsi verði reist undir starfsemina, að því er fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir svæðið sem auglýst var í dag. Þar kemur fram að núverandi hús undir starfsemina séu á óskilgreindum lóðum og byggingarreitum og að skilgreind verði breytt lóð undir nýbyggingarnar. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa smáhýsin sem verði á bilinu 25-60 fermetrar, undir söluhús í tengslum við ferðatengda þjónustu. Nokkuð blómleg stafsemi ferðaþjónustufyrirtækja er í húsunum sem eiga að víkja, er þar helst um að ræða fyrirtæki sem selja ferðir í hvalaskoðun og aðrar útsýnisferðir. Þá er einnig gert ráð fyrir að stærra þjónustuhús verði reist þar sem verði upplýsingaþjónusta og veitingasala fyrir gesti hafnarsvæðisins, auk þess sem að heimilt er að reisa almenningssalerni á lóðinni sem fellt verði inn í þjónustuhúsið. Auk smáhýsanna við Gömlu höfnina er einnig gert ráð fyrir nokkrum sambærilegum smáhýsum í Vesturbugt, fyrir framan byggingalóð þar sem gert er ráð fyrir 176 íbúðum auk verslunar- og þjónustusvæðis, en búist er við að framkvæmdir þar hefjist á árinu.Hér má sjá nokkur af þeim húsum sem gert er ráð fyrir að verði rifin.Vísir/ValliHúsin sem gert er ráð fyrir að rísi við VesturbugtMynd/Yrki arkitektar.Nærmynd af húsunum sem gert er ráð fyrir að rísi við Gömlu höfnina.Mynd/Yrki arkitektar.
Skipulag Tengdar fréttir Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00