Nítján milljarða greiðsla ríkissjóðs inn á lífeyrisskuldbindingar Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. janúar 2018 16:15 Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Vísir/E.ól. Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti í dag samkomulag við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna, sem voru hluti af svonefndum stöðugleikaframlögum fallinna fjármálafyrirtækja. Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Frá þessu er greint á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Stöðugleikaframlög slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja, sem innt voru af hendi í tengslum við undanþágu frá fjármagnshöftum, fólust í eignarhlutum í viðskiptabönkum, skuldabréfum, skráðum og óskráðum hlutabréfum, lánaeignum og ýmsum öðrum eignum. Var sérstöku félagi í eigu ríkisins, Lindarhvoli ehf., falin umsýsla og innlausn eignanna að frátöldum framlögum vegna viðskiptabanka. Verkefni félagsins hafa verið leyst á grundvelli sérstaks samnings sem það gerði við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Mestur hluti þeirra eigna sem Lindarhvoli ehf. var falið að koma í verð hefur þegar verið seldur og hefur andvirðið runnið í ríkissjóð. Þá er talið að hluti þeirra eigna sem eftir standa séu ekki vel fallnar til almennrar sölu með sama hætti og aðrar eignir í umsýslu félagsins sem seldar hafa verið á undanförnum misserum.Framselja eignirnar sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðsSegir í tilkynningu ráðuneytisins að af ofangreindum ástæðum sé skynsamlegt að LSR yfirtaki umræddar eignir, en sjóðurinn er ekki háður sérstökum tímatakmörkunum í eignaumsýslu sinni og býr yfir sérhæfðri þekkingu sem þarf til þess að hámarka virði eignanna. Eignirnar eru framseldar til sjóðsins sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart B-deild LSR. Með þeirri ráðstöfun náist að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð með lágmarks tilkostnaði. Þá kemur einnig fram að ríkissjóður beri áfram ábyrgð á skuldbindingum B-deildar sjóðsins og umrædd ráðstöfun hafi engin áhrif þar á. Standi eignirnar ekki undir því verðmati sem sett er á þær í dag leiðir það að öðru óbreyttu til hækkunar á skuldbindingum ríkissjóðs í framtíðinni, en skili eignirnar meiri verðmætum í framtíðinni hefur það jákvæð áhrif á skuldbindingarnar. Efnahagsmál Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti í dag samkomulag við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna, sem voru hluti af svonefndum stöðugleikaframlögum fallinna fjármálafyrirtækja. Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Frá þessu er greint á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Stöðugleikaframlög slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja, sem innt voru af hendi í tengslum við undanþágu frá fjármagnshöftum, fólust í eignarhlutum í viðskiptabönkum, skuldabréfum, skráðum og óskráðum hlutabréfum, lánaeignum og ýmsum öðrum eignum. Var sérstöku félagi í eigu ríkisins, Lindarhvoli ehf., falin umsýsla og innlausn eignanna að frátöldum framlögum vegna viðskiptabanka. Verkefni félagsins hafa verið leyst á grundvelli sérstaks samnings sem það gerði við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Mestur hluti þeirra eigna sem Lindarhvoli ehf. var falið að koma í verð hefur þegar verið seldur og hefur andvirðið runnið í ríkissjóð. Þá er talið að hluti þeirra eigna sem eftir standa séu ekki vel fallnar til almennrar sölu með sama hætti og aðrar eignir í umsýslu félagsins sem seldar hafa verið á undanförnum misserum.Framselja eignirnar sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðsSegir í tilkynningu ráðuneytisins að af ofangreindum ástæðum sé skynsamlegt að LSR yfirtaki umræddar eignir, en sjóðurinn er ekki háður sérstökum tímatakmörkunum í eignaumsýslu sinni og býr yfir sérhæfðri þekkingu sem þarf til þess að hámarka virði eignanna. Eignirnar eru framseldar til sjóðsins sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart B-deild LSR. Með þeirri ráðstöfun náist að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð með lágmarks tilkostnaði. Þá kemur einnig fram að ríkissjóður beri áfram ábyrgð á skuldbindingum B-deildar sjóðsins og umrædd ráðstöfun hafi engin áhrif þar á. Standi eignirnar ekki undir því verðmati sem sett er á þær í dag leiðir það að öðru óbreyttu til hækkunar á skuldbindingum ríkissjóðs í framtíðinni, en skili eignirnar meiri verðmætum í framtíðinni hefur það jákvæð áhrif á skuldbindingarnar.
Efnahagsmál Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira