GoPro í bullandi vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 19:20 Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri GoPro, kynnti nýjustu vörur fyrirtækisins í september í fyrra. Vísir/Getty Forsvarsmenn fyrirtækisins GoPro Inc. ætla að segja upp fimmtungi starfsmanna sinna og hætta framleiðslu dróna, sem hafa ekki selst eins og væntingar stóðu til. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri GoPro, ætlar ekki að taka við bónusum fyrir síðasta ár. Það var tilkynnt í kjölfar birtingar ársfjórðungsuppgjörs sem stóð ekki undir væntingum fjárfesta. Hlutabréf fyrirtækisins hafa misst um tuttugu prósent af virði sínu á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt frétt Bloomberg lækkuðu hlutabréf GoPro um allt að 33 prósent í dag. Það er stærsta lækkunin frá því fyrirtækið var sett á markað árið 2014.Alls verður um 250 starfsmönnum sagt upp og er ekki reiknað með að GoPro muni skila hagnaði fyrr en á seinni helmingi þessa árs, samkvæmt frétt Forbes. Woodman, sem var hæst launaðasti framkvæmdastjóri Bandaríkjanna árið 2014, segist staðráðinn í að snúa rekstri fyrirtækisins við.Illa hefur gengið að selja myndavélar og dróna GoPro á undanförnum árum. Önnur tæknifyrirtæki eru einnig farin að selja myndavélar eins og GoPro og tilraun fyrirtækisins með dróna gekk illa.GoPro down 29% after statement that announced it's - laying off 250+ workers- cutting revenue guidance- saying goodbye to its COO and and general counsel and- exiting the drone businesshttps://t.co/A2fKTSgked pic.twitter.com/xTgaChaZ3I— Akin Oyedele (@AkinOyedele) January 8, 2018 Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins GoPro Inc. ætla að segja upp fimmtungi starfsmanna sinna og hætta framleiðslu dróna, sem hafa ekki selst eins og væntingar stóðu til. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri GoPro, ætlar ekki að taka við bónusum fyrir síðasta ár. Það var tilkynnt í kjölfar birtingar ársfjórðungsuppgjörs sem stóð ekki undir væntingum fjárfesta. Hlutabréf fyrirtækisins hafa misst um tuttugu prósent af virði sínu á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt frétt Bloomberg lækkuðu hlutabréf GoPro um allt að 33 prósent í dag. Það er stærsta lækkunin frá því fyrirtækið var sett á markað árið 2014.Alls verður um 250 starfsmönnum sagt upp og er ekki reiknað með að GoPro muni skila hagnaði fyrr en á seinni helmingi þessa árs, samkvæmt frétt Forbes. Woodman, sem var hæst launaðasti framkvæmdastjóri Bandaríkjanna árið 2014, segist staðráðinn í að snúa rekstri fyrirtækisins við.Illa hefur gengið að selja myndavélar og dróna GoPro á undanförnum árum. Önnur tæknifyrirtæki eru einnig farin að selja myndavélar eins og GoPro og tilraun fyrirtækisins með dróna gekk illa.GoPro down 29% after statement that announced it's - laying off 250+ workers- cutting revenue guidance- saying goodbye to its COO and and general counsel and- exiting the drone businesshttps://t.co/A2fKTSgked pic.twitter.com/xTgaChaZ3I— Akin Oyedele (@AkinOyedele) January 8, 2018
Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira