Fálkaorðuhafinn sem fílar pönk og Iggy Pop Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Þeir verða ekki öllu pönkaðri, fálkaorðuhafarnir, en Dr. Ólafur Dýrmundsson sem hefur krækt sér í nánast allar plötur Iggy Pop. vísir/anton brink Ólafur Dýrmundsson verður 74 ára á þessu ári og varð ekki heitur Iggy Pop aðdáandi fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Iggy vann hann endanlega á sitt band á tónleikum sem hann hélt í Listasafni Reykjavíkur 2006. „Ég var þá farinn að hlusta aðeins á hann og átti eina eða tvær plötur. Þetta voru hörku hljómleikar þar sem hann hafði það sem eftir var af The Stooges með sér.“ Ólafur segir flesta í kringum sig hafa talið Iggy vera „einhvern brjálæðing“ en ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökunum sá annað og meira í tónlistarmanninum. „Hann mætti í sjónvarpsviðtal daginn fyrir tónleika, virðulegur mjög, fullklæddur í frakka og virtist bara vera ágætis kall. Hann er vel lesinn, talar vandaða ensku og er vel að sér um ýmislegt. Fortíð hans er skrautleg og kannski merkilegt að hann skuli enn vera lifandi. En ég er löngu sannfærður um að hann er maður með viti.“ Iggy óx enn meira í áliti hjá Ólafi þegar hann las ævisögu hans. „Þetta var enginn sérstakur lofsöngur en ég held að hann geti skrifað undir flest sem þar kemur fram, bæði gott og illt.“ Eftir að hafa sé Iggy á sviði byrjaði Ólafur að safna plötum hans fyrir alvöru. „Ég fór út um allt. Í Geisladiskabúð Valda og víðar og er kominn með þetta mest allt núna. Fyrir utan það nýjasta en ég hef verið að hlusta á það á YouTube. Annars hlusta ég mest á hann í bílnum til þess að vera ekkert að kvelja aðra með þessu.“ Ólafur var við nám í Wales á árabilinu 1966-1972 og fékk þá allt það helsta sem var að gerast beint í æð með sjónvarpsþættinum Top of the Pops. „Þarna sá maður Jimi Hendrix, Stones, Bowie, Lou Reed og Bítlana á sínum tíma. Allt þetta gullaldarlið.“ Ólafur lét sig að vonum ekki vanta þegar Iggy kom aftur til Íslands og hélt tónleika á Ásbrú 2015. Hann hafði þá nýlátið af störfum og Bændablaðið gaf honum tvo tónleikamiða. „Konan mín hafði aldrei komið á svona og leist ekki alveg á þetta enda var hassreykur í loftinu og ýmislegt í gangi. Þarna var hann 68 ára og ég 71 árs en ég hoppaði og skoppaði þarna eins og fleiri. Þetta var alveg stórkostlegt. Ógleymanlegt.“ Ólafur segist hafa miklu meira gaman af pönki en þungarokki og Iggy Pop sé guðfaðir pönksins. „Þetta var bara komið hjá honum strax á fyrstu plötum The Stooges. Alveg í það minnsta áratug á undan öllum hinum. Ég hef líka gaman af því að skella The Sex Pistols á fóninn af og til en ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var á ráðstefnu í Skotlandi 1978,“ segir fálkaorðuhafinn sem telur The Sex Pistols eiga Iggy Pop margt að þakka. Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ólafur Dýrmundsson verður 74 ára á þessu ári og varð ekki heitur Iggy Pop aðdáandi fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Iggy vann hann endanlega á sitt band á tónleikum sem hann hélt í Listasafni Reykjavíkur 2006. „Ég var þá farinn að hlusta aðeins á hann og átti eina eða tvær plötur. Þetta voru hörku hljómleikar þar sem hann hafði það sem eftir var af The Stooges með sér.“ Ólafur segir flesta í kringum sig hafa talið Iggy vera „einhvern brjálæðing“ en ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökunum sá annað og meira í tónlistarmanninum. „Hann mætti í sjónvarpsviðtal daginn fyrir tónleika, virðulegur mjög, fullklæddur í frakka og virtist bara vera ágætis kall. Hann er vel lesinn, talar vandaða ensku og er vel að sér um ýmislegt. Fortíð hans er skrautleg og kannski merkilegt að hann skuli enn vera lifandi. En ég er löngu sannfærður um að hann er maður með viti.“ Iggy óx enn meira í áliti hjá Ólafi þegar hann las ævisögu hans. „Þetta var enginn sérstakur lofsöngur en ég held að hann geti skrifað undir flest sem þar kemur fram, bæði gott og illt.“ Eftir að hafa sé Iggy á sviði byrjaði Ólafur að safna plötum hans fyrir alvöru. „Ég fór út um allt. Í Geisladiskabúð Valda og víðar og er kominn með þetta mest allt núna. Fyrir utan það nýjasta en ég hef verið að hlusta á það á YouTube. Annars hlusta ég mest á hann í bílnum til þess að vera ekkert að kvelja aðra með þessu.“ Ólafur var við nám í Wales á árabilinu 1966-1972 og fékk þá allt það helsta sem var að gerast beint í æð með sjónvarpsþættinum Top of the Pops. „Þarna sá maður Jimi Hendrix, Stones, Bowie, Lou Reed og Bítlana á sínum tíma. Allt þetta gullaldarlið.“ Ólafur lét sig að vonum ekki vanta þegar Iggy kom aftur til Íslands og hélt tónleika á Ásbrú 2015. Hann hafði þá nýlátið af störfum og Bændablaðið gaf honum tvo tónleikamiða. „Konan mín hafði aldrei komið á svona og leist ekki alveg á þetta enda var hassreykur í loftinu og ýmislegt í gangi. Þarna var hann 68 ára og ég 71 árs en ég hoppaði og skoppaði þarna eins og fleiri. Þetta var alveg stórkostlegt. Ógleymanlegt.“ Ólafur segist hafa miklu meira gaman af pönki en þungarokki og Iggy Pop sé guðfaðir pönksins. „Þetta var bara komið hjá honum strax á fyrstu plötum The Stooges. Alveg í það minnsta áratug á undan öllum hinum. Ég hef líka gaman af því að skella The Sex Pistols á fóninn af og til en ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var á ráðstefnu í Skotlandi 1978,“ segir fálkaorðuhafinn sem telur The Sex Pistols eiga Iggy Pop margt að þakka.
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44
Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57