Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 21:00 Á myndunum má sjá hversu illa farinn jakki mannsins og sæti bílsins eru eftir brunann. Vísir/aðsend Íslenskur maður sem notar rafrettu var á ferð í bíl sínum, með rafrettuna í vasanum þegar tækið sprakk. Eldur logaði í vasa mannsins og brenndi sig í gegnum jakkavasa hans og skemmdi leðursæti bílsins. Rafhlaða rafrettunnar hafði nýlega verið keypt í söluturninum Póló á Bústaðavegi og starfsmaður verslunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist með vöru selda hjá þeim. Kristvin Guðmundsson, maður tengdur þeim sem lenti í atvikinu, furðar sig á því regluleysi sem ríkir í kringum notkun rafretta og sölu á þeim. „Þetta er vara sem er á gráu svæði og ekkert eftirlit með þessu. Það virðist hver sem er geta gengið þarna inn og keypt sér vökva eða tæki, börn og aðrir. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk og aðrir sem reykja rafsígarettur séu með þetta í hleðslu við hliðina á rúmum sínum ef það er þekkt að svona lagað springi eða það kvikni í því,“ segir Kristvin. Eigandi rafrettunnar stökk út úr bílnum þegar hann varð var við sprenginguna til þess að reyna að slökkva eldinn sem hafði fest sig í jakka hans. Jakkinn er ónýtur og sætið í bílnum er einnig sviðið og skemmt. „Þetta eru tímasprengjur. Hvað ef þetta hefði sprungið í andlitið á unglingi? Eða bara einhverjum einstaklingi? Þessi batterí sem eru í þessu eru stórhættuleg. Fólk er með þetta við rúmið sitt eða jafnvel uppi í rúmi rétt eins með símana sína,“ segir Kristvin. Kristvin segir að þetta sé sorglegt. „Það þarf alltaf eitthvað slys til þess að fólk vakni og geri sér grein fyrir hættunni. Svona lagað gerist líka á Íslandi.“ Starfsmaður Póló sem Vísir náði tali af segir að maðurinn muni fá þetta að fullu bætt og að verslunin muni hafa samband við sitt tryggingafélag eftir helgi. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að slíkt tæki springi svaraði starfsmaðurinn því að öll raftæki geti sprungið. „Ég nenni ekki að svara þessu í síma, þú getur bara farið á netið og googlað það. Það geta öll raftæki sprungið. Ég er ekki búinn að sjá rettuna þannig að það er erfitt að tjá mig um þetta eins og er.“ Rafrettur Tengdar fréttir Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Íslenskur maður sem notar rafrettu var á ferð í bíl sínum, með rafrettuna í vasanum þegar tækið sprakk. Eldur logaði í vasa mannsins og brenndi sig í gegnum jakkavasa hans og skemmdi leðursæti bílsins. Rafhlaða rafrettunnar hafði nýlega verið keypt í söluturninum Póló á Bústaðavegi og starfsmaður verslunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist með vöru selda hjá þeim. Kristvin Guðmundsson, maður tengdur þeim sem lenti í atvikinu, furðar sig á því regluleysi sem ríkir í kringum notkun rafretta og sölu á þeim. „Þetta er vara sem er á gráu svæði og ekkert eftirlit með þessu. Það virðist hver sem er geta gengið þarna inn og keypt sér vökva eða tæki, börn og aðrir. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk og aðrir sem reykja rafsígarettur séu með þetta í hleðslu við hliðina á rúmum sínum ef það er þekkt að svona lagað springi eða það kvikni í því,“ segir Kristvin. Eigandi rafrettunnar stökk út úr bílnum þegar hann varð var við sprenginguna til þess að reyna að slökkva eldinn sem hafði fest sig í jakka hans. Jakkinn er ónýtur og sætið í bílnum er einnig sviðið og skemmt. „Þetta eru tímasprengjur. Hvað ef þetta hefði sprungið í andlitið á unglingi? Eða bara einhverjum einstaklingi? Þessi batterí sem eru í þessu eru stórhættuleg. Fólk er með þetta við rúmið sitt eða jafnvel uppi í rúmi rétt eins með símana sína,“ segir Kristvin. Kristvin segir að þetta sé sorglegt. „Það þarf alltaf eitthvað slys til þess að fólk vakni og geri sér grein fyrir hættunni. Svona lagað gerist líka á Íslandi.“ Starfsmaður Póló sem Vísir náði tali af segir að maðurinn muni fá þetta að fullu bætt og að verslunin muni hafa samband við sitt tryggingafélag eftir helgi. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að slíkt tæki springi svaraði starfsmaðurinn því að öll raftæki geti sprungið. „Ég nenni ekki að svara þessu í síma, þú getur bara farið á netið og googlað það. Það geta öll raftæki sprungið. Ég er ekki búinn að sjá rettuna þannig að það er erfitt að tjá mig um þetta eins og er.“
Rafrettur Tengdar fréttir Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. 30. desember 2017 09:00