Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 15:57 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fær 3,2 milljóna króna eingreiðslu vegna afturvirkrar launahækkunar. vísir/Anton Brink Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hyggst ekki tjá sig efnislega um úrskurð kjararáðs þess efnis að laun hennar skuli hækkuð afturvirkt um 18 prósent, það er úr 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur á mánuði. Vegna hækkunarinnar fær Agnes 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Fjallað er um úrskurð kjararáðs á heimasíðu biskups en Vísir greindi frá úrskurði kjararáðs í gær. Á biskup.is segir að Agnes vilji árétta að það sé ekki í hennar verkahring að tjá sig efnislega um niðurstöðuna. „Eðlilegt er þó að benda á að um er að ræða kerfisbreytingar og launaleiðréttingar eftir tólf ára kyrrstöðu að undanskilinni kjaraskerðingu hjá prestastéttinni á árinu 2009,“ segir á vef biskups. Þá segir jafnframt að Prestafélag Íslands hafi lagt mikla vinnu í að gera kjararáði grein fyrir starfsskyldum og starfsumhverfi presta og biskupa. „Á meðal þeirra gagna sem lögð voru fram var lýsing á daglegum verkefnum biskups Íslands sem hann vann að beiðni félagsins. Niðurstaða ítarlegrar skoðunar og endurmats kjararáðs á starfskjörum biskupa og presta liggur nú fyrir og þarf ekki að koma á óvart að ástæða hafi þótt til ýmissa breytinga og leiðréttinga. Að öðru leyti mun biskup Íslands ekki tjá sig um niðurstöðurnar né svara fyrirspurnum um persónulega afstöðu sína til þeirra.“ Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í. Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hyggst ekki tjá sig efnislega um úrskurð kjararáðs þess efnis að laun hennar skuli hækkuð afturvirkt um 18 prósent, það er úr 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur á mánuði. Vegna hækkunarinnar fær Agnes 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Fjallað er um úrskurð kjararáðs á heimasíðu biskups en Vísir greindi frá úrskurði kjararáðs í gær. Á biskup.is segir að Agnes vilji árétta að það sé ekki í hennar verkahring að tjá sig efnislega um niðurstöðuna. „Eðlilegt er þó að benda á að um er að ræða kerfisbreytingar og launaleiðréttingar eftir tólf ára kyrrstöðu að undanskilinni kjaraskerðingu hjá prestastéttinni á árinu 2009,“ segir á vef biskups. Þá segir jafnframt að Prestafélag Íslands hafi lagt mikla vinnu í að gera kjararáði grein fyrir starfsskyldum og starfsumhverfi presta og biskupa. „Á meðal þeirra gagna sem lögð voru fram var lýsing á daglegum verkefnum biskups Íslands sem hann vann að beiðni félagsins. Niðurstaða ítarlegrar skoðunar og endurmats kjararáðs á starfskjörum biskupa og presta liggur nú fyrir og þarf ekki að koma á óvart að ástæða hafi þótt til ýmissa breytinga og leiðréttinga. Að öðru leyti mun biskup Íslands ekki tjá sig um niðurstöðurnar né svara fyrirspurnum um persónulega afstöðu sína til þeirra.“ Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í.
Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00