Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 19:55 Forseti Alþýðusambandsins segir stefna í óefni á almennum vinnumarkaði meðal annars vegna fjölmargra ákvarðana kjararáðs til dæmis um miklar launahækkanir til ráðamanna. Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. Það munaði minnstu að Alþýðusambandið nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þegar þegar það var hægt í lok febrúar á þessu ári. En þá höfðu verið gerðir kjarasamningar við grunn- og tónlistarskólakennara sem voru umfram það sem miðað hafði verið við í SALEK samkomulaginu svo kallaða. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að menn hafi þá sæst á að þar væri um leiðréttingu þessara hópa að ræða. „Það sem við gerðum var einfaldlega að fresta viðbrögðum okkar við þeim forsendu bresti og sögðum; gott og vel við skulum gefa þessu ár. Þá fyrir lok febrúar 2018 munum við meta það hvort aðrir hópar hafi viljað taka þessari sátt og sáttabeiðni grunnskólakennara,“ segir Gylfi. Það hafi hins vegar ekki gerst. Þá hafi einnig verið horft til ákvarðana sem kjararáð tók á síðasta ári um tuga prósenta hækkun launa þingmanna og æðstu ráðamanna og nú síðast um kjör þjóna kirkjunnar. „Við höfum svo sem ekki bara verið að horfa á þessa nýjustu niðurstöðu vegna kirkjunnar. Því kjararáð hefur verið að úrskurða að ég held 29 sinnum á árinu. Það er nú ríflega tvisvar í mánuði. Ég hygg að enginn þeirra úrskurða sé í samhengi við það sem er að gerast á vinnumarkaðnum. Þannig að kjararáð er svona eins og varaforseti (ASÍ) orðaði það í gær fíllinn í stofunni,“ segir Gylfi. Kjarasamningar félaga innan ASÍ gilda út næsta ár en Gylfi segir að horft verði til uppsagnarákvæðis sem hægt sé að grípa til í lok febrúar. Það velti töluvert á ríkisstjórninni meðal annars vegna úrskurðar kjaradóms um kjör æðstu ráðamanna í fyrra. En í júlí 2016 gerðum við stjórnvöldum grein fyrir því að ef stjórnvöld og Alþingi myndu ekki bregðast við þessum úrskurði myndi það enda í óefni. Mér sýnist að það sé að sigla nokkuð öruggum skrefum í þá átt,“ segir Gylfi. Meðal annars vegna þess að breytingar á lögum um kjararáð hafi verið í mýflugumynd en þar var þeim sem kjararáð tekur ákvörðun kjör fyrir fækkað og einungis tekið á launum þingmanna til smávægilegrar lækkunar, eða úr 72 prósentum í 69 prósent, en ekki ráðherra. Það sé mikil gremja og reiði undirliggjandi hjá félagsfólki ASÍ. „Þetta gengur ekkert upp að forystumenn ríkisstjórna óski eftir því að almenningur í landinu hagi sér með tilteknum hætti með þjóðarhag í huga og það gildi ekki það sama um þá sjálfa. Þessu verða bara stjórnmálamenn að átta sig á: að í því felst þeirra ábyrgð að þeir deili kjörum með þjóðinni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjararáð Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir stefna í óefni á almennum vinnumarkaði meðal annars vegna fjölmargra ákvarðana kjararáðs til dæmis um miklar launahækkanir til ráðamanna. Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. Það munaði minnstu að Alþýðusambandið nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þegar þegar það var hægt í lok febrúar á þessu ári. En þá höfðu verið gerðir kjarasamningar við grunn- og tónlistarskólakennara sem voru umfram það sem miðað hafði verið við í SALEK samkomulaginu svo kallaða. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að menn hafi þá sæst á að þar væri um leiðréttingu þessara hópa að ræða. „Það sem við gerðum var einfaldlega að fresta viðbrögðum okkar við þeim forsendu bresti og sögðum; gott og vel við skulum gefa þessu ár. Þá fyrir lok febrúar 2018 munum við meta það hvort aðrir hópar hafi viljað taka þessari sátt og sáttabeiðni grunnskólakennara,“ segir Gylfi. Það hafi hins vegar ekki gerst. Þá hafi einnig verið horft til ákvarðana sem kjararáð tók á síðasta ári um tuga prósenta hækkun launa þingmanna og æðstu ráðamanna og nú síðast um kjör þjóna kirkjunnar. „Við höfum svo sem ekki bara verið að horfa á þessa nýjustu niðurstöðu vegna kirkjunnar. Því kjararáð hefur verið að úrskurða að ég held 29 sinnum á árinu. Það er nú ríflega tvisvar í mánuði. Ég hygg að enginn þeirra úrskurða sé í samhengi við það sem er að gerast á vinnumarkaðnum. Þannig að kjararáð er svona eins og varaforseti (ASÍ) orðaði það í gær fíllinn í stofunni,“ segir Gylfi. Kjarasamningar félaga innan ASÍ gilda út næsta ár en Gylfi segir að horft verði til uppsagnarákvæðis sem hægt sé að grípa til í lok febrúar. Það velti töluvert á ríkisstjórninni meðal annars vegna úrskurðar kjaradóms um kjör æðstu ráðamanna í fyrra. En í júlí 2016 gerðum við stjórnvöldum grein fyrir því að ef stjórnvöld og Alþingi myndu ekki bregðast við þessum úrskurði myndi það enda í óefni. Mér sýnist að það sé að sigla nokkuð öruggum skrefum í þá átt,“ segir Gylfi. Meðal annars vegna þess að breytingar á lögum um kjararáð hafi verið í mýflugumynd en þar var þeim sem kjararáð tekur ákvörðun kjör fyrir fækkað og einungis tekið á launum þingmanna til smávægilegrar lækkunar, eða úr 72 prósentum í 69 prósent, en ekki ráðherra. Það sé mikil gremja og reiði undirliggjandi hjá félagsfólki ASÍ. „Þetta gengur ekkert upp að forystumenn ríkisstjórna óski eftir því að almenningur í landinu hagi sér með tilteknum hætti með þjóðarhag í huga og það gildi ekki það sama um þá sjálfa. Þessu verða bara stjórnmálamenn að átta sig á: að í því felst þeirra ábyrgð að þeir deili kjörum með þjóðinni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjararáð Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira