Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað Ruker pálmaolíu eftir að óleyfilegt litarefni fannst í vörunni. Efnið fannst við eftirlit í Hollandi en litarefnið sem um ræðir er súdan 4.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Lagsmaður ehf. sé innflytjandi vörunnar en þar segir ennfremur að eftirfarandi upplýsingar auðkenni vöruna sem innköllunin einskorðast við:
„Vörumerki: Ruker Ventures.
Vöruheiti: Edible Palm Oil.
Strikanúmer: 6034000006193.
Lotunúmer: 31.12.2019.
Nettómagn: 1 l.
Framleiðandi: Ruker Ventures Limited.
Framleiðsluland: Gana.
Innflytjandi: Lagsmaður ehf. (Fiska.is), Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík.
Dreifing: Verslanir Fiska.is Nýbýlavegi og Kolaportinu.
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Fiska.is, Nýbýlavegi 14 í Kópavogi , eða í sölubás Fiska.is í Kolaportinu. Nánari upplýsingar veitir Fiska.is í síma 571 5518,“ segir í frétt á vef borgarinnar.
Kalla inn Ruker pálmaolíu
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið


Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Spá 2,2 prósent hagvexti í ár
Viðskipti innlent

Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Minnstu sparisjóðirnir sameinast
Viðskipti innlent

Lofar bongóblíðu við langþráð langborð
Viðskipti innlent

Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum
Viðskipti innlent


Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent