Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Anton Egilsson skrifar 27. desember 2017 12:36 Sævar Helgi Bragason. Visir/Eyþór Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. Sævar birti færslu á Twitter síðu sinni í gær þar sem hann leggur til að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun. Færslan hefur fengið mikil viðbrögð en Sævar segir að þó að þetta kunni að vera óvinsæl skoðun þá hafi viðbrögðin mest megnis verið jákvæð. „Ég held að þegar maður hugsar þetta blákalt og horfir á rökin með og á móti þessu þá eru bara miklu fleiri rök á móti þessu jafnvel þó að okkur finnist þetta fallegt og skemmtilegt. Stundum verðum við bara að bíta í það súra og jafnvel þó að hlutir geti verið skemmtilegir þá geta þeir líka verið mjög skaðlegir og þá held ég að við ættum að hlusta á þau rök sem eru veigameiri,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Umhverfissjónarmiðin vega þyngst Varðandi skoðun sína á flugeldum segir Sævar að umhverfissjónarmiðin vegi þyngst. Þá bendir hann einnig á að flugeldar valdi sumu fólki meiri óþægindum en öðru. „Það er gífurlega mikil mengun af þessu og sérstaklega á dögum eins og gamlársdag þegar mengunarský mun koma til með að liggja yfir borginni. Þá veldur þetta fólki með öndunarörðugleika miklum óþægindum þannig að það getur ekki notið lífsins eins og fólk sem er svo heppið að þjást ekki af þessu. Sömuleiðis getur þetta valdið dýrum streitu og þá er sumt fólk jafnvel hrætt við þetta” Hann segist handviss um að fólk geti skemmt sér án flugelda á áramótunum.Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogsdal.Vísir/VilhelmGetum öll skemmt okkur á konungslegan hátt „Ég er alveg sannfærður um að við getum öll skemmt okkur á konunglegan hátt án þess að það þurfi að fylgja því brjáluð læti, hávaði og mengun.” En telur hann að flugeldar verði eitt af því sem að verði bannað í framtíðinni með tilliti til umhverfissjónarmiða ? „Ég er alveg handviss um það. Þetta er eitt af því sem að fólk mun horfa á með miklum undrunaraugum í framtíðinni, að þetta hafi verið leyft yfir höfuð. Ég held að við munum horfa á þetta með sömu augum og reykingar í framtíðinni.“Mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið Sjálfur ætlar Sævar ekki að versla neina flugelda í ár en honum finnst þó mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið. „Ég ætla að taka af skarið og styrkja þá um góða fjárhæð í stað þess að kaupa flugelda af þeim. Þannig ætla ég að leggja mitt af mörkum til minni mengunar, minni hávaða en alveg jafn skemmtilegs gamlárskvölds.“Flugeldaauglýsingarnar byrjaðar. Það ætti að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 26, 2017 Legg til að í stað þess að kaupa flugelda styrki fólk Landsbjörg eða aðrar björgunarsveitir. Þær eiga það auðvitað skilið. Hér er mitt framlag. Leggið ykkar af mörkum, sama hversu háa fjárhæð þið ráðið við og dragið um leið úr mengun pic.twitter.com/M1Q6FI1X8j— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 27, 2017 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. Sævar birti færslu á Twitter síðu sinni í gær þar sem hann leggur til að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun. Færslan hefur fengið mikil viðbrögð en Sævar segir að þó að þetta kunni að vera óvinsæl skoðun þá hafi viðbrögðin mest megnis verið jákvæð. „Ég held að þegar maður hugsar þetta blákalt og horfir á rökin með og á móti þessu þá eru bara miklu fleiri rök á móti þessu jafnvel þó að okkur finnist þetta fallegt og skemmtilegt. Stundum verðum við bara að bíta í það súra og jafnvel þó að hlutir geti verið skemmtilegir þá geta þeir líka verið mjög skaðlegir og þá held ég að við ættum að hlusta á þau rök sem eru veigameiri,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Umhverfissjónarmiðin vega þyngst Varðandi skoðun sína á flugeldum segir Sævar að umhverfissjónarmiðin vegi þyngst. Þá bendir hann einnig á að flugeldar valdi sumu fólki meiri óþægindum en öðru. „Það er gífurlega mikil mengun af þessu og sérstaklega á dögum eins og gamlársdag þegar mengunarský mun koma til með að liggja yfir borginni. Þá veldur þetta fólki með öndunarörðugleika miklum óþægindum þannig að það getur ekki notið lífsins eins og fólk sem er svo heppið að þjást ekki af þessu. Sömuleiðis getur þetta valdið dýrum streitu og þá er sumt fólk jafnvel hrætt við þetta” Hann segist handviss um að fólk geti skemmt sér án flugelda á áramótunum.Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogsdal.Vísir/VilhelmGetum öll skemmt okkur á konungslegan hátt „Ég er alveg sannfærður um að við getum öll skemmt okkur á konunglegan hátt án þess að það þurfi að fylgja því brjáluð læti, hávaði og mengun.” En telur hann að flugeldar verði eitt af því sem að verði bannað í framtíðinni með tilliti til umhverfissjónarmiða ? „Ég er alveg handviss um það. Þetta er eitt af því sem að fólk mun horfa á með miklum undrunaraugum í framtíðinni, að þetta hafi verið leyft yfir höfuð. Ég held að við munum horfa á þetta með sömu augum og reykingar í framtíðinni.“Mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið Sjálfur ætlar Sævar ekki að versla neina flugelda í ár en honum finnst þó mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið. „Ég ætla að taka af skarið og styrkja þá um góða fjárhæð í stað þess að kaupa flugelda af þeim. Þannig ætla ég að leggja mitt af mörkum til minni mengunar, minni hávaða en alveg jafn skemmtilegs gamlárskvölds.“Flugeldaauglýsingarnar byrjaðar. Það ætti að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 26, 2017 Legg til að í stað þess að kaupa flugelda styrki fólk Landsbjörg eða aðrar björgunarsveitir. Þær eiga það auðvitað skilið. Hér er mitt framlag. Leggið ykkar af mörkum, sama hversu háa fjárhæð þið ráðið við og dragið um leið úr mengun pic.twitter.com/M1Q6FI1X8j— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 27, 2017
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira