Sportveiðiblaðið er komið út Karl Lúðvíksson skrifar 28. desember 2017 08:57 Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út og sem fyrr er blaðið fullt af skemmtilegum greinum og fróðleik fyrir veiðimenn og ala þá með áhuga á stang- og skotveiði. Í blaðinu má meðal annars finna ítarlegt viðtal við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi um áhuga hennar á laxveiðum og Laxá í Aðaldal. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu skrifar um ævintýralega veiðiupplifun á Jólaeyju þar sem þau hjónin voru við veiðar nýlega (Kiritimati) og eins er skemmtilegt viðtal við Jónas Marteinsson. Harpa Hlín Þórðardóttir segir okkur frá veiðum í Eistlandi, spjallað er við Gústa Morthens og Hrefnu Halldórsdóttur, en þau voru að hætti rekstri á verslunni Veiðisport á Selfossi, eftir 30 ára rekstur og það er óhætt að segja að margir veiðimenn sjái eftir þeirri skemmtilegu búð. Í blaðinu er veiðistaðalýsing á Hafralónsá í Þistilfirði og Mýrarkvísl. ingvi Örn Ingvason, sonur Ingva Hrafns, skrifar um þrjá ættliði við Fljótáa. Haraldur Eiríksson segir frá sjóbirtingum í Kjósinni og skráðar eru sögur úr Straumfjarðará, auk fleiri pistla og greina eftir m.a. Árna Pétur Hilmarsson, Reyni M Sigmundsson, Val Pálsson og Guðmund Þór Róbertsson. Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði
Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út og sem fyrr er blaðið fullt af skemmtilegum greinum og fróðleik fyrir veiðimenn og ala þá með áhuga á stang- og skotveiði. Í blaðinu má meðal annars finna ítarlegt viðtal við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi um áhuga hennar á laxveiðum og Laxá í Aðaldal. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu skrifar um ævintýralega veiðiupplifun á Jólaeyju þar sem þau hjónin voru við veiðar nýlega (Kiritimati) og eins er skemmtilegt viðtal við Jónas Marteinsson. Harpa Hlín Þórðardóttir segir okkur frá veiðum í Eistlandi, spjallað er við Gústa Morthens og Hrefnu Halldórsdóttur, en þau voru að hætti rekstri á verslunni Veiðisport á Selfossi, eftir 30 ára rekstur og það er óhætt að segja að margir veiðimenn sjái eftir þeirri skemmtilegu búð. Í blaðinu er veiðistaðalýsing á Hafralónsá í Þistilfirði og Mýrarkvísl. ingvi Örn Ingvason, sonur Ingva Hrafns, skrifar um þrjá ættliði við Fljótáa. Haraldur Eiríksson segir frá sjóbirtingum í Kjósinni og skráðar eru sögur úr Straumfjarðará, auk fleiri pistla og greina eftir m.a. Árna Pétur Hilmarsson, Reyni M Sigmundsson, Val Pálsson og Guðmund Þór Róbertsson.
Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði