Dýrari vörur og stærri körfur fyrir jólin í ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 18:32 Frá miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu þar sem margir hafa eflaust verslað síðustu jólagjafirnar. Vísir/Eyþór Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir hin umtöluðu sous vide-tæki og þráðlaus heyrnartól hafa verið vinsælustu jólagjafirnar í ár. Neyslumynstur Íslendinga sé greinilega að breytast og þá virðast dýrari vörur hafa leynst undir trénu þessi jól en árin á undan. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi jólaverslunina í ár. Hann segir kaupmenn hafa búist við vinsældum sous vide-tækja, sem seldust upp á mörgum stöðum fyrir jólin – en þó ekki öllum - og því birgt sig vel upp af tækjunum sjálfum. Aukahlutir, sem notaðir eru við sous vide-matargerð, lofttæmingarvélar og sérstakir pokar til matreiðslunnar, hafi hins vegar selst nær alveg upp. Þráðlaus heyrnartól slógu einnig í gegn hjá Íslendingum í ár en mikil sala var á raftækjum fyrir jólin, eins og síðustu ár. Þá segir Árni neytendur hafa keypt fleiri og dýrari vörur nú en árin á undan. „Það sem menn sáu helst var að það var stækkun á vörukörfum hjá einhverjum, menn voru kannski að kaupa meira, dýrari vörur mögulega. Dýrari útgáfu af samskonar vörum og áður, og þar var helst að nefna heyrnartól og slíkt,“ segir Árni. „Svo var töluvert af fatnaði líka sem seldist sem var mögulega klassa ofar en hefur verið áður, en í sömu búðunum.Sjá einnig: Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréfKoma Costco hafði sömu áhrif og Bónus á sínum tíma Þá segir Árni að breytingar á því hvar fólk verslar, og hvernig, hafi verið sérstaklega áberandi í ár. Netverslun sé þar stærsti þátturinn, og þá samverkun netverslunar og verslananna sjálfra. Mikið sé til að mynda um það að viðskiptavinir kaupi vörur á netinu og sæki þær svo í beint í búðirnar, eða þá að fólk skoði vörur á netinu og kaupi svo í búðinni. Stærstu viðbætur í íslenska verslun á árinu voru án alls vafa risarnir Costco og H&M. Árni segir verslanirnar hafa verkað hvetjandi á íslenska verslun en fordæmi eru spark í rassinn á íslenskri verslun? –costco og h&m bæði til landsins í ár „Það virðist vera eins og það komi reglulega atburður í íslenskri verslun þar sem pressan verður meiri, bæði frá samkeppnisaðilum og neytendum sem verða þá duglegri í einhvern tíma að bera saman,“ segir Árni sem líkir innspýtingunni sem varð við komu verslunarrisanna við komu Bónuss á sínum tíma. „Koma Costco er um margt líkt komu Bónus fyrir einverju síðan og Hagkaups þar á undan. Þá er í raun og veru eitthvað sem breytist og menn fara að fá ástæðu til að fara og reyna að vera skilvirkari og gera betur og endursemja við birgja og slíkt.“Hlusta má á viðtalið við Árna í heild í spilaranum hér að neðan. Neytendur Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir hin umtöluðu sous vide-tæki og þráðlaus heyrnartól hafa verið vinsælustu jólagjafirnar í ár. Neyslumynstur Íslendinga sé greinilega að breytast og þá virðast dýrari vörur hafa leynst undir trénu þessi jól en árin á undan. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi jólaverslunina í ár. Hann segir kaupmenn hafa búist við vinsældum sous vide-tækja, sem seldust upp á mörgum stöðum fyrir jólin – en þó ekki öllum - og því birgt sig vel upp af tækjunum sjálfum. Aukahlutir, sem notaðir eru við sous vide-matargerð, lofttæmingarvélar og sérstakir pokar til matreiðslunnar, hafi hins vegar selst nær alveg upp. Þráðlaus heyrnartól slógu einnig í gegn hjá Íslendingum í ár en mikil sala var á raftækjum fyrir jólin, eins og síðustu ár. Þá segir Árni neytendur hafa keypt fleiri og dýrari vörur nú en árin á undan. „Það sem menn sáu helst var að það var stækkun á vörukörfum hjá einhverjum, menn voru kannski að kaupa meira, dýrari vörur mögulega. Dýrari útgáfu af samskonar vörum og áður, og þar var helst að nefna heyrnartól og slíkt,“ segir Árni. „Svo var töluvert af fatnaði líka sem seldist sem var mögulega klassa ofar en hefur verið áður, en í sömu búðunum.Sjá einnig: Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréfKoma Costco hafði sömu áhrif og Bónus á sínum tíma Þá segir Árni að breytingar á því hvar fólk verslar, og hvernig, hafi verið sérstaklega áberandi í ár. Netverslun sé þar stærsti þátturinn, og þá samverkun netverslunar og verslananna sjálfra. Mikið sé til að mynda um það að viðskiptavinir kaupi vörur á netinu og sæki þær svo í beint í búðirnar, eða þá að fólk skoði vörur á netinu og kaupi svo í búðinni. Stærstu viðbætur í íslenska verslun á árinu voru án alls vafa risarnir Costco og H&M. Árni segir verslanirnar hafa verkað hvetjandi á íslenska verslun en fordæmi eru spark í rassinn á íslenskri verslun? –costco og h&m bæði til landsins í ár „Það virðist vera eins og það komi reglulega atburður í íslenskri verslun þar sem pressan verður meiri, bæði frá samkeppnisaðilum og neytendum sem verða þá duglegri í einhvern tíma að bera saman,“ segir Árni sem líkir innspýtingunni sem varð við komu verslunarrisanna við komu Bónuss á sínum tíma. „Koma Costco er um margt líkt komu Bónus fyrir einverju síðan og Hagkaups þar á undan. Þá er í raun og veru eitthvað sem breytist og menn fara að fá ástæðu til að fara og reyna að vera skilvirkari og gera betur og endursemja við birgja og slíkt.“Hlusta má á viðtalið við Árna í heild í spilaranum hér að neðan.
Neytendur Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00
Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent