Glamour í samstarfi við Chanel sýnir hér hvernig er hægt að endurgera þessa förðun með einföldum hætti.
Það skiptir miklu máli þegar hárauðir varalitir koma við sögu að allur roði sem fyrirfinnst í húðinni sé tónaður niður með góðum farða.
Rakagefandi farði með góðri þekju er borinn á húð með þéttum bursta og hann unninn vel inn í húðina.
Ferskjulitaður kinnalitur er settur á kinnar fyrir frísklegt útlit, þetta skref skiptir sköpum þegar rauðir varalitir eru notaðir.
Ljós augnskuggi er borinn á augnlok til að lýsa upp augnsvæðið og dökkum augnskugga þrýst þétt við augnháralínu til að skerpa á augnsvipnum á látlausan máta.
Maskari er aðeins borinn á efri augnhár í sikksakk hreyfingum fyrir aukinn þéttleika og augabrúnablýantur notaður til að fylla upp í augabrúnir.
Hér má sjá Glamour með Hörpu Kára í fararbroddi leika förðunina eftir í myndbandi sem fylgjendur okkar á Instagram fengu beint í æði í vikunni. Einfalt og þægilegt - njótið!
Myndbandið var tekið upp á Samsung Galaxy S8+.
