Sjö hinna slösuðu enn á spítala Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 14:32 Tólf voru fluttir alvarlega slasaðir með tveimur þyrlum til Reykjavíkur eftir slysið á miðvikudag. Vísir/Anton Brink Sjö farþegar sem voru í hópferðabifreið er hafnaði utan vegar eftir árekstur við fólksbíl í grennd við Kirkjubæjarklaustur í fyrradag eru enn á sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Tólf voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar slyssins en einn farþegi var úrskurðaður látinn á slysstað. Í hópferðabifreiðinni voru 44 kínverskir ferðamenn auk bifreiðastjóra og leiðsögumanns. Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að af þeim sjö sem enn dveljast á spítala séu fimm á almennum legudeildum en tveir á gjörgæsludeild. Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans staðfesti í samtali við Vísi að líðan sjúklinganna fimm sem ekki eru á gjörgæslu sé nokkuð góð og vonast er til þess að tveir þeirra verði útskrifaðir í dag. Rútubílstjórinn sem ók rútunni er meðal þeirra sem hafa verið útskrifaður af spítalanum. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar. Stefán vildi ekki veita nánari upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem enn eru á gjörgæslu en ákvörðun um að veita ekki slíkar upplýsingar var tekin á fundi í gær. Mikið álag var á sjúkrahúsinu á miðvikudaginn vegna slyssins en að sögn Ólafs Baldurssonar framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum gekk samvinna þeirra sem komu að aðgerðunum vel. „Ljóst er að starfsfólk bráðamóttöku, gjörgæslu, skurðdeilda og skurðstofa Landspítala hefur enn einu sinni unnið þrekvirki sem við erum öll stolt af,“ segir Ólafur. Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Sjö farþegar sem voru í hópferðabifreið er hafnaði utan vegar eftir árekstur við fólksbíl í grennd við Kirkjubæjarklaustur í fyrradag eru enn á sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Tólf voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar slyssins en einn farþegi var úrskurðaður látinn á slysstað. Í hópferðabifreiðinni voru 44 kínverskir ferðamenn auk bifreiðastjóra og leiðsögumanns. Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að af þeim sjö sem enn dveljast á spítala séu fimm á almennum legudeildum en tveir á gjörgæsludeild. Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans staðfesti í samtali við Vísi að líðan sjúklinganna fimm sem ekki eru á gjörgæslu sé nokkuð góð og vonast er til þess að tveir þeirra verði útskrifaðir í dag. Rútubílstjórinn sem ók rútunni er meðal þeirra sem hafa verið útskrifaður af spítalanum. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar. Stefán vildi ekki veita nánari upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem enn eru á gjörgæslu en ákvörðun um að veita ekki slíkar upplýsingar var tekin á fundi í gær. Mikið álag var á sjúkrahúsinu á miðvikudaginn vegna slyssins en að sögn Ólafs Baldurssonar framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum gekk samvinna þeirra sem komu að aðgerðunum vel. „Ljóst er að starfsfólk bráðamóttöku, gjörgæslu, skurðdeilda og skurðstofa Landspítala hefur enn einu sinni unnið þrekvirki sem við erum öll stolt af,“ segir Ólafur.
Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15
Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20