Nauðgunartilraun í lok vaktar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. desember 2017 20:06 354 konur úr læknastétt skrifa undir yfirlýsinguna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Konur í læknastétt sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þær kalla eftir breytingum á starfsumverfi sínu. Þær segja óásættanlegt að dæmi séu um kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Þær segja að gerendur séu oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, en að einnig séu dæmi um áreitni frá yngri samstarfsmönnum og frá skjólstæðingum. Þá séu dæmi þess að aðrar starfsstéttir taki þátt í kynbundnu áreitni og mismunun. „Svo virðist sem yngri kvenlæknar verði mest fyrir barðinu á kynbundnu áreiti og ofbeldi, en áreitni og mismunun gagnvart sérfræðilæknum birtist oftar í þöggun og jaðarsetningu.“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #ekkiþagnarskylda. Undir yfirlýsinguna skrifa 354 konur í læknastétt og henni fylgja tíu sögur af áreitni, ofbeldi og mismunun. Ein konan segir frá því að hafa orðið fyrir tilraun til nauðgunar á vinnustað. „Ég var 4. árs læknanemi að fara heim nálægt miðnætti eftir vakt. Á þessum tíma voru læknar og læknanemar saman í búningsklefa en ekki kynjaskipt. Inn kemur sérfræðingur sem kallaður hafði verið inn akút og fer handan við hornið í sinn búningsklefa. Þar sem ég stend fáklædd kemur hann allt í einu aftan að mér og reynir að nauðga mér. Ég náði að mótmæla og ýta honum frá mér (hann hélt áfram að reyna) og komst út og heim. Sagði góðri vinkonu minni og kollega frá þessu og hún studdi mig í þessu trauma, en aldrei hefði manni dottið í hug að kæra manninn. Fyllist enn hrolli við tilhugsunina í dag.“Gríðarlegt valdaójafnvægi Önnur segir frá því að hæstráðandi á deild hennar hafi ráðist á hana í vinnuferð. „Var tiltölulega nýbyrjuð í sérnámi þegar ég fór ásamt nokkrum kollegum á þing. Þar sem ég hafði skráð mig frekar seint lenti ég á öðru hóteli en restin af hópnum. Eftir kvöldverð og hóflega víndrykkju labba allir samferða heim á leið en fljótlega eru bara ég og hæstráðandi á deildinni eftir þar sem okkar hótel voru lengra frá. Áður en ég veit af er hann búinn að troða tungunni upp í mig og útlistar hvað hann langi til að sofa hjá mér. Náði einhvern veginn að djóka þetta burt en þetta sat hrikalega í mér og ég var eiginlega skelfingu lostin því þessi maður hafði vald til að gera líf mitt að helvíti á deildinni og eyðileggja framtíð mína. Ef þetta hefði verið jafningi minn í sérnáminu hefði ég getað hellt mér yfir hann en þarna snýst þetta um gríðarlegt valdaójafnvægi og ótta í kjölfarið.“ Nokkrar konur segja frá mismunun sem þær hafa orðið fyrir vegna kyns, þá sérstaklega tengdri barneignum. „Karlkyns sérfræðingur byrjaði eina kennslustundina á að segja bekknum að hann fyrirliti hvað það væru margar stelpur í Læknadeild. Hann endaði síðan á að segja; „jæja núna skulum við fara og hitta sjúklinginn, nema þið þurfið að fara fyrr heim að sækja börn á leikskólann,““ segir ein. „Ég var erlendis þar sem ég ætlaði að læra meira um sérhæfða aðferð af teymi í því landi. Pakkaði saman og labbaði út eftir að prófessorinn og yfirmaður deildarinnar lét hafa eftir sér að konur gætu aldrei orðið skurðlæknar!“ segir önnur.Meðfylgjandi eru 10 valdar frásagnir íslenskra kvenna í læknastétt hérlendis og erlendis 1/10 Var tiltölulega nýbyrjuð í sérnámi þegar ég fór ásamt nokkrum kollegum á þing. Þar sem ég hafði skráð mig frekar seint lenti ég á öðru hóteli en restin af hópnum. Eftir kvöldverð og hóflega víndrykkju labba allir samferða heim á leið en fljótlega eru bara ég og hæstráðandi á deildinni eftir þar sem okkar hótel voru lengra frá. Áður en ég veit af er hann búinn að troða tungunni upp í mig og útlistar hvað hann langi til að sofa hjá mér. Náði einhvern veginn að djóka þetta burt en þetta sat hrikalega í mér og ég var eiginlega skelfingu lostin því þessi maður hafði vald til að gera líf mitt að helvíti á deildinni og eyðileggja framtíð mína. Ef þetta hefði verið jafningi minn í sérnáminu hefði ég getað hellt mér yfir hann en þarna snýst þetta um gríðarlegt valdaójafnvægi og ótta í kjölfarið. 2/10 Ég var 4. árs læknanemi að fara heim nálægt miðnætti eftir vakt. Á þessum tíma voru læknar og læknanemar saman í búningsklefa en ekki kynjaskipt. Inn kemur sérfræðingur sem kallaður hafði verið inn akút og fer handan við hornið í sinn búningsklefa. Þar sem ég stend fáklædd kemur hann allt í einu aftan að mér og reynir að nauðga mér. Ég náði að mótmæla og ýta honum frá mér (hann hélt áfram að reyna) og komst út og heim. Sagði góðri vinkonu minni og kollega frá þessu og hún studdi mig í þessu trauma, en aldrei hefði manni dottið í hug að kæra manninn. Fyllist enn hrolli við tilhugsunina í dag. 3/10 Karlkyns sjúklingur á sextugsaldri greip traustataki um bæði brjóst á mér þegar ég var að hlusta hann -sagði svo; “ææ, ég réði ekki við freistinguna!!!” - Skítt með hann, hann var pínu ringlaður og lasinn. Verra með karlkyns kollega sem sögðu: “ já - ég skil hann vel!” Æi !! Ég varð miklu meira leið yfir að þeim fyndist þetta OK en nokkurn tíma sjálfu atvikinu. 4/10 Ég held að áhrifin af kynferðislegu áreiti og mismunum vegna kyns séu ekki svo ólík… Bæði gera mig óörugga og fá mig til ađ efast um ađ ég dugi eða passi sem læknir og kollegi. 5/10 Var boðuð í launaviðtal þegar sérfræðileyfið í var í höfn. Var vel undirbúin og búin að skoða launin sem voru í boði í kring. Mér voru boðin lægri laun en karlkyns kollega á sama reki og fannst viðkomandi karlkyns yfirmanni það bölvuð frekja og vanþakklæti í mér að “þiggja það ekki” enda alveg nóg fyrir svona stelpu… Ég gekk út. 6/10 Ef ég kem með kurteislegar athugasemdir er ég sögð "of viðkvæm". Ef ég mótmæli einhverju er ég sögð "of frek". 7/10 Ég var erlendis þar sem ég ætlaði að læra meira um sérhæfða aðferð af teymi í því landi. Pakkaði saman og labbaði út eftir að prófessorinn og yfirmaður deildarinnar lét hafa eftir sér að konur gætu aldrei orðið skurðlæknar! 8/10 Karlkyns sérfræðingur byrjaði eina kennslustundina á að segja bekknum að hann fyrirliti hvað það væru margar stelpur í Læknadeild. Hann endaði síðan á að segja; “jæja núna skulum við fara og hitta sjúklinginn, nema þið þurfið að fara fyrr heim að sækja börn á leikskólann”. 9/10 "Ungar, fertílar konur eru vonlaus vinnukraftur, þetta er alltaf fæðandi börn." "Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur ungu konurnar á klíníkinni." 10/10 Ég var stödd ásamt nokkrum öðrum læknanemum í verknámi á bráðamóttöku erlendis og karlkyns læknir var að fara yfir starfið þar. Segir hann svo okkur óvænt að auðvitað ættu konur ekki að verða bráðalæknar. Mér varð mjög brugðið og mótmæli honum. En þá hélt hann áfram að útskýra að konur gætu ekki hugsað eins og menn og þær gætu ekki unnið vaktir þegar þær ættu börn. Ég benti nú á það að við ættum nú kannski eiginmenn sem gætu tekið þátt og svo væru nú ekki allar konur sem vildu eignast börn. Þá varð hann bara reiður, sagðist eiga 6 börn og vissi sko alveg hvað hann væri að tala um, svo ef við myndum hugsa svona ættum við kannski að sleppa því að eignast börn því við yrðum afskaplega slæmar mæður. Hef fengið að heyra svipaðar athugasemdir um bæklunarskurðlækningar, almennar skurðlækningar, taugalækningar og fleiri sérgreinar - að konur ættu ekki að velja þær því þær þyrftu að hugsa um börnin! Kærastinn minn í sama námi hefur aldrei á 6 árum fengið neinar "ráðleggingar" um fjöskylduvæn störf eða verið efast um getu hans vegna kyns. MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30 „Ég heyrði ekki spurninguna því ég var að horfa á brjóstin á þér“ 238 fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi til þess að sýna samfélaginu hvernig viðmóti þær mæti í vinnunni. 11. desember 2017 15:03 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 „Ég veit þú fílar að vera flengd“ Tæplega sexhundruð konur skrifa undir yfirlýsinguna og fylgja henni 28 sögur. 11. desember 2017 18:58 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Konur í læknastétt sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þær kalla eftir breytingum á starfsumverfi sínu. Þær segja óásættanlegt að dæmi séu um kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Þær segja að gerendur séu oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, en að einnig séu dæmi um áreitni frá yngri samstarfsmönnum og frá skjólstæðingum. Þá séu dæmi þess að aðrar starfsstéttir taki þátt í kynbundnu áreitni og mismunun. „Svo virðist sem yngri kvenlæknar verði mest fyrir barðinu á kynbundnu áreiti og ofbeldi, en áreitni og mismunun gagnvart sérfræðilæknum birtist oftar í þöggun og jaðarsetningu.“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #ekkiþagnarskylda. Undir yfirlýsinguna skrifa 354 konur í læknastétt og henni fylgja tíu sögur af áreitni, ofbeldi og mismunun. Ein konan segir frá því að hafa orðið fyrir tilraun til nauðgunar á vinnustað. „Ég var 4. árs læknanemi að fara heim nálægt miðnætti eftir vakt. Á þessum tíma voru læknar og læknanemar saman í búningsklefa en ekki kynjaskipt. Inn kemur sérfræðingur sem kallaður hafði verið inn akút og fer handan við hornið í sinn búningsklefa. Þar sem ég stend fáklædd kemur hann allt í einu aftan að mér og reynir að nauðga mér. Ég náði að mótmæla og ýta honum frá mér (hann hélt áfram að reyna) og komst út og heim. Sagði góðri vinkonu minni og kollega frá þessu og hún studdi mig í þessu trauma, en aldrei hefði manni dottið í hug að kæra manninn. Fyllist enn hrolli við tilhugsunina í dag.“Gríðarlegt valdaójafnvægi Önnur segir frá því að hæstráðandi á deild hennar hafi ráðist á hana í vinnuferð. „Var tiltölulega nýbyrjuð í sérnámi þegar ég fór ásamt nokkrum kollegum á þing. Þar sem ég hafði skráð mig frekar seint lenti ég á öðru hóteli en restin af hópnum. Eftir kvöldverð og hóflega víndrykkju labba allir samferða heim á leið en fljótlega eru bara ég og hæstráðandi á deildinni eftir þar sem okkar hótel voru lengra frá. Áður en ég veit af er hann búinn að troða tungunni upp í mig og útlistar hvað hann langi til að sofa hjá mér. Náði einhvern veginn að djóka þetta burt en þetta sat hrikalega í mér og ég var eiginlega skelfingu lostin því þessi maður hafði vald til að gera líf mitt að helvíti á deildinni og eyðileggja framtíð mína. Ef þetta hefði verið jafningi minn í sérnáminu hefði ég getað hellt mér yfir hann en þarna snýst þetta um gríðarlegt valdaójafnvægi og ótta í kjölfarið.“ Nokkrar konur segja frá mismunun sem þær hafa orðið fyrir vegna kyns, þá sérstaklega tengdri barneignum. „Karlkyns sérfræðingur byrjaði eina kennslustundina á að segja bekknum að hann fyrirliti hvað það væru margar stelpur í Læknadeild. Hann endaði síðan á að segja; „jæja núna skulum við fara og hitta sjúklinginn, nema þið þurfið að fara fyrr heim að sækja börn á leikskólann,““ segir ein. „Ég var erlendis þar sem ég ætlaði að læra meira um sérhæfða aðferð af teymi í því landi. Pakkaði saman og labbaði út eftir að prófessorinn og yfirmaður deildarinnar lét hafa eftir sér að konur gætu aldrei orðið skurðlæknar!“ segir önnur.Meðfylgjandi eru 10 valdar frásagnir íslenskra kvenna í læknastétt hérlendis og erlendis 1/10 Var tiltölulega nýbyrjuð í sérnámi þegar ég fór ásamt nokkrum kollegum á þing. Þar sem ég hafði skráð mig frekar seint lenti ég á öðru hóteli en restin af hópnum. Eftir kvöldverð og hóflega víndrykkju labba allir samferða heim á leið en fljótlega eru bara ég og hæstráðandi á deildinni eftir þar sem okkar hótel voru lengra frá. Áður en ég veit af er hann búinn að troða tungunni upp í mig og útlistar hvað hann langi til að sofa hjá mér. Náði einhvern veginn að djóka þetta burt en þetta sat hrikalega í mér og ég var eiginlega skelfingu lostin því þessi maður hafði vald til að gera líf mitt að helvíti á deildinni og eyðileggja framtíð mína. Ef þetta hefði verið jafningi minn í sérnáminu hefði ég getað hellt mér yfir hann en þarna snýst þetta um gríðarlegt valdaójafnvægi og ótta í kjölfarið. 2/10 Ég var 4. árs læknanemi að fara heim nálægt miðnætti eftir vakt. Á þessum tíma voru læknar og læknanemar saman í búningsklefa en ekki kynjaskipt. Inn kemur sérfræðingur sem kallaður hafði verið inn akút og fer handan við hornið í sinn búningsklefa. Þar sem ég stend fáklædd kemur hann allt í einu aftan að mér og reynir að nauðga mér. Ég náði að mótmæla og ýta honum frá mér (hann hélt áfram að reyna) og komst út og heim. Sagði góðri vinkonu minni og kollega frá þessu og hún studdi mig í þessu trauma, en aldrei hefði manni dottið í hug að kæra manninn. Fyllist enn hrolli við tilhugsunina í dag. 3/10 Karlkyns sjúklingur á sextugsaldri greip traustataki um bæði brjóst á mér þegar ég var að hlusta hann -sagði svo; “ææ, ég réði ekki við freistinguna!!!” - Skítt með hann, hann var pínu ringlaður og lasinn. Verra með karlkyns kollega sem sögðu: “ já - ég skil hann vel!” Æi !! Ég varð miklu meira leið yfir að þeim fyndist þetta OK en nokkurn tíma sjálfu atvikinu. 4/10 Ég held að áhrifin af kynferðislegu áreiti og mismunum vegna kyns séu ekki svo ólík… Bæði gera mig óörugga og fá mig til ađ efast um ađ ég dugi eða passi sem læknir og kollegi. 5/10 Var boðuð í launaviðtal þegar sérfræðileyfið í var í höfn. Var vel undirbúin og búin að skoða launin sem voru í boði í kring. Mér voru boðin lægri laun en karlkyns kollega á sama reki og fannst viðkomandi karlkyns yfirmanni það bölvuð frekja og vanþakklæti í mér að “þiggja það ekki” enda alveg nóg fyrir svona stelpu… Ég gekk út. 6/10 Ef ég kem með kurteislegar athugasemdir er ég sögð "of viðkvæm". Ef ég mótmæli einhverju er ég sögð "of frek". 7/10 Ég var erlendis þar sem ég ætlaði að læra meira um sérhæfða aðferð af teymi í því landi. Pakkaði saman og labbaði út eftir að prófessorinn og yfirmaður deildarinnar lét hafa eftir sér að konur gætu aldrei orðið skurðlæknar! 8/10 Karlkyns sérfræðingur byrjaði eina kennslustundina á að segja bekknum að hann fyrirliti hvað það væru margar stelpur í Læknadeild. Hann endaði síðan á að segja; “jæja núna skulum við fara og hitta sjúklinginn, nema þið þurfið að fara fyrr heim að sækja börn á leikskólann”. 9/10 "Ungar, fertílar konur eru vonlaus vinnukraftur, þetta er alltaf fæðandi börn." "Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur ungu konurnar á klíníkinni." 10/10 Ég var stödd ásamt nokkrum öðrum læknanemum í verknámi á bráðamóttöku erlendis og karlkyns læknir var að fara yfir starfið þar. Segir hann svo okkur óvænt að auðvitað ættu konur ekki að verða bráðalæknar. Mér varð mjög brugðið og mótmæli honum. En þá hélt hann áfram að útskýra að konur gætu ekki hugsað eins og menn og þær gætu ekki unnið vaktir þegar þær ættu börn. Ég benti nú á það að við ættum nú kannski eiginmenn sem gætu tekið þátt og svo væru nú ekki allar konur sem vildu eignast börn. Þá varð hann bara reiður, sagðist eiga 6 börn og vissi sko alveg hvað hann væri að tala um, svo ef við myndum hugsa svona ættum við kannski að sleppa því að eignast börn því við yrðum afskaplega slæmar mæður. Hef fengið að heyra svipaðar athugasemdir um bæklunarskurðlækningar, almennar skurðlækningar, taugalækningar og fleiri sérgreinar - að konur ættu ekki að velja þær því þær þyrftu að hugsa um börnin! Kærastinn minn í sama námi hefur aldrei á 6 árum fengið neinar "ráðleggingar" um fjöskylduvæn störf eða verið efast um getu hans vegna kyns.
MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30 „Ég heyrði ekki spurninguna því ég var að horfa á brjóstin á þér“ 238 fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi til þess að sýna samfélaginu hvernig viðmóti þær mæti í vinnunni. 11. desember 2017 15:03 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 „Ég veit þú fílar að vera flengd“ Tæplega sexhundruð konur skrifa undir yfirlýsinguna og fylgja henni 28 sögur. 11. desember 2017 18:58 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18
Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30
„Ég heyrði ekki spurninguna því ég var að horfa á brjóstin á þér“ 238 fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi til þess að sýna samfélaginu hvernig viðmóti þær mæti í vinnunni. 11. desember 2017 15:03
Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15
„Ég veit þú fílar að vera flengd“ Tæplega sexhundruð konur skrifa undir yfirlýsinguna og fylgja henni 28 sögur. 11. desember 2017 18:58
Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58