Flutt úr landi í skugga 80 milljóna sektar Baldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 06:30 Smálánafyrirtækin tóku upp á því að selja rafbækur samhliða lánveitingum. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Félagið E-Content, sem fyrr á árinu var sektað um tíu milljónir króna fyrir hærri lántökukostnað en íslensk lög leyfa, hefur sætt dagsektum frá því í júlí og skuldar því um 80 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti í byrjun nóvember ákvörðun Neytendastofu frá því fyrr á árinu en þá var fyrirtækið sektað um tíu milljónir króna. Þeirri upphæð til viðbótar hefur fyrirtækið sætt dagsektum frá því 26. júlí á þessu ári, eða í 140 daga. Dagsektirnar nema hálfri milljón króna á dag og samtals því um 70 milljónum króna. Heildarskuldirnar gagnvart stofnuninni hlaupa því á um 80 milljónum króna, að höfuðstóli. E-Content hefur, þar til nýlega, verið rekstraraðili Kredia, Hraðpeninga, Múla, Smálána og 1919. Félögin eru nú öll komin með danskt lén og á vefsíðum þeirra kemur fram að þau séu í eigu danska fyrirtækisins Ecommerce 2020. Það var Viðskiptablaðið sem greindi fyrst frá því. Segja má að smálánafélögin, sem áður voru í eigu tveggja óskyldra félaga, hafi verið á hlaupum undan íslenskum eftirlitsaðilum. Þannig samþykkti Alþingi í mars 2013 ný lög um smálánastarfsemi eftir að heildarkostnaður á ársgrundvelli af lánunum hafði numið allt að 600%. Hámark var sett á kostnaðinn við lántökuna og mátti hann eftir lagasetninguna ekki nema hærra hlutfalli af láninu á ársgrundvelli en 50%. Við því brugðust fyrirtækin með því að bjóða rafbækur til sölu samhliða lántökunni. Í fyrrahaust staðfesti áfrýjunarnefnd neytendamála 1,5 milljóna króna stjórnvaldssekt á smálánafyrirtækin Kredia og Smálán, fyrir gróf brot. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að gjald sem smálánafyrirtækin innheimtu í formi rafbóka væri ekkert annað en yfirskin og tilraun til að sniðganga lög um neytendalán. Það var svo í vor sem tíu milljóna króna stjórnvaldssekt var lögð á E-Content, fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. Í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála, sem aftur staðfesti ákvörðun Neytendastofu að öllu leyti, segir að neytandi sem fær 20 þúsund krónur að láni þurfi að greiða 6.016 krónur fyrir rafbækur í tengslum við lántökuna. Honum stendur svo hvort tveggja til boða að staðgreiða rafbækurnar eða fá lán til kaupa á þeim. Hafið sé yfir vafa að kaupverð þeirra rafbóka sem fyrirtækið bjóði til sölu í tengslum við lánveitingarnar sé í raun kostnaður sem neytandi þurfi að greiða í tengslum við lánssamninginn. Nú eru smálánafélögin flúin frá Íslandi og rekin á dönsku léni en fjölmiðlum hefur í gegn um tíðina reynst erfitt að hafa uppi á eigendum félaganna. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnunin eigi eftir að skoða málið. Regluverk um smálánastarfsemi sé ólíkt milli landa, þó lögin um neytendalán séu samevrópsk. Á Íslandi gildi reglur um hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en hún segir til um heildarkostnað af láni á ársgrundvelli. Þórunn segir að Neytendastofa eigi samstarf við systurstofnanir í Evrópu. Hún segir að fyrirtæki sem hafi starfsemi á Íslandi þurfi að lúta íslenskum lögum. Ekki tókst að hafa uppi á stjórnendum E-Content við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Sekta E-content vegna smálána Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið E-content um 2,4 milljónir króna vegna slælegra upplýsinga um lántökugjald vegna hraðlána. E-content rekur 1909, Múla og Hraðpeninga sem veita hraðlán. 17. nóvember 2016 07:00 Smálánafyrirtæki sektuð um tíu milljónir Neytendastofa hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu verið krafðir um mun hærri kostnað vegna lántöku en heimilt var. 17. júlí 2017 15:07 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira
Félagið E-Content, sem fyrr á árinu var sektað um tíu milljónir króna fyrir hærri lántökukostnað en íslensk lög leyfa, hefur sætt dagsektum frá því í júlí og skuldar því um 80 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti í byrjun nóvember ákvörðun Neytendastofu frá því fyrr á árinu en þá var fyrirtækið sektað um tíu milljónir króna. Þeirri upphæð til viðbótar hefur fyrirtækið sætt dagsektum frá því 26. júlí á þessu ári, eða í 140 daga. Dagsektirnar nema hálfri milljón króna á dag og samtals því um 70 milljónum króna. Heildarskuldirnar gagnvart stofnuninni hlaupa því á um 80 milljónum króna, að höfuðstóli. E-Content hefur, þar til nýlega, verið rekstraraðili Kredia, Hraðpeninga, Múla, Smálána og 1919. Félögin eru nú öll komin með danskt lén og á vefsíðum þeirra kemur fram að þau séu í eigu danska fyrirtækisins Ecommerce 2020. Það var Viðskiptablaðið sem greindi fyrst frá því. Segja má að smálánafélögin, sem áður voru í eigu tveggja óskyldra félaga, hafi verið á hlaupum undan íslenskum eftirlitsaðilum. Þannig samþykkti Alþingi í mars 2013 ný lög um smálánastarfsemi eftir að heildarkostnaður á ársgrundvelli af lánunum hafði numið allt að 600%. Hámark var sett á kostnaðinn við lántökuna og mátti hann eftir lagasetninguna ekki nema hærra hlutfalli af láninu á ársgrundvelli en 50%. Við því brugðust fyrirtækin með því að bjóða rafbækur til sölu samhliða lántökunni. Í fyrrahaust staðfesti áfrýjunarnefnd neytendamála 1,5 milljóna króna stjórnvaldssekt á smálánafyrirtækin Kredia og Smálán, fyrir gróf brot. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að gjald sem smálánafyrirtækin innheimtu í formi rafbóka væri ekkert annað en yfirskin og tilraun til að sniðganga lög um neytendalán. Það var svo í vor sem tíu milljóna króna stjórnvaldssekt var lögð á E-Content, fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. Í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála, sem aftur staðfesti ákvörðun Neytendastofu að öllu leyti, segir að neytandi sem fær 20 þúsund krónur að láni þurfi að greiða 6.016 krónur fyrir rafbækur í tengslum við lántökuna. Honum stendur svo hvort tveggja til boða að staðgreiða rafbækurnar eða fá lán til kaupa á þeim. Hafið sé yfir vafa að kaupverð þeirra rafbóka sem fyrirtækið bjóði til sölu í tengslum við lánveitingarnar sé í raun kostnaður sem neytandi þurfi að greiða í tengslum við lánssamninginn. Nú eru smálánafélögin flúin frá Íslandi og rekin á dönsku léni en fjölmiðlum hefur í gegn um tíðina reynst erfitt að hafa uppi á eigendum félaganna. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnunin eigi eftir að skoða málið. Regluverk um smálánastarfsemi sé ólíkt milli landa, þó lögin um neytendalán séu samevrópsk. Á Íslandi gildi reglur um hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en hún segir til um heildarkostnað af láni á ársgrundvelli. Þórunn segir að Neytendastofa eigi samstarf við systurstofnanir í Evrópu. Hún segir að fyrirtæki sem hafi starfsemi á Íslandi þurfi að lúta íslenskum lögum. Ekki tókst að hafa uppi á stjórnendum E-Content við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Sekta E-content vegna smálána Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið E-content um 2,4 milljónir króna vegna slælegra upplýsinga um lántökugjald vegna hraðlána. E-content rekur 1909, Múla og Hraðpeninga sem veita hraðlán. 17. nóvember 2016 07:00 Smálánafyrirtæki sektuð um tíu milljónir Neytendastofa hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu verið krafðir um mun hærri kostnað vegna lántöku en heimilt var. 17. júlí 2017 15:07 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira
Sekta E-content vegna smálána Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið E-content um 2,4 milljónir króna vegna slælegra upplýsinga um lántökugjald vegna hraðlána. E-content rekur 1909, Múla og Hraðpeninga sem veita hraðlán. 17. nóvember 2016 07:00
Smálánafyrirtæki sektuð um tíu milljónir Neytendastofa hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu verið krafðir um mun hærri kostnað vegna lántöku en heimilt var. 17. júlí 2017 15:07