Mótherjar Íslands á HM í Rússlandi notuðu ólöglegan leikmann í undankeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2017 08:45 Abdullahi Shehu átti að taka út leikbann en spilaði lokaleikinn. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið er að fara að mæta liði í úrslitakeppni HM í Rússlandi næsta sumar sem komst upp með að brjóta reglur í undankeppninni. Nígeríumenn notuðu ólöglegan leikmann í síðasta leiknum sínum í riðlinum þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Alsír. FIFA hefur nú tekið á málinu. Nígería missir stigið og leikurinn er dæmdur 3-0 tapaður. Þessi dómur hefur samt ekki áhrif á þátttöku Nígeríu í úrslitakeppninni því liðið var búið að tryggja sér sæti á HM fyrir lokaleikinn. Knattspyrnusamband Nígeríu þarf hinsvegar að greiða sex þúsund Bandaríkjadali í sekt eða 633 þúsund í íslenskum krónum. Abdullahi Shehu spilaði allan leikinn á móti Alsír en hann átti að taka út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gult spjald í tveimur fyrri leikjum í undankeppninni.Nigeria sanctioned for fielding an ineligible player, Abdullahi Shehu, in final World Cup qualifier draw vs Algeria. Match forfeited and awarded 3-0 to Algeria. Nigeria also CHF 6,000. Fortunately for Nigeria, we had secured qualification before the match. pic.twitter.com/eqdasheooA — Deji Faremi (@deejayfaremi) December 12, 2017 Nígería endar því með þrettán stig í riðlinum í stað fjórtán. Sambía varð í öðru sætinu með átta stig og Kamerún fékk sjö stig. Yfirburðir Nígeríumanna voru slíkir að sætið var aldrei í hættu. Stigin tvö sem Alsírmenn fengu eftir þennan dóm duga ekki einu sinni til að koma liðinu upp úr botnsæti riðilsins. Alsír endar nú með fjögur stig en ekki tvö stig. Nígería verður annar móherji íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi en fyrst mæta strákarnir okkar Argentínu. UPDATE: Nigeria fined by FIFA for failure to allow Abdullahi Shehu serve a one-match ban for accumulated yellow cards. World Cup 2018 slot un-affected. Match given to Algeria by a 3-0 scoreline. pic.twitter.com/GW2SmaCHlP — NTA News (@NTANewsNow) December 12, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið er að fara að mæta liði í úrslitakeppni HM í Rússlandi næsta sumar sem komst upp með að brjóta reglur í undankeppninni. Nígeríumenn notuðu ólöglegan leikmann í síðasta leiknum sínum í riðlinum þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Alsír. FIFA hefur nú tekið á málinu. Nígería missir stigið og leikurinn er dæmdur 3-0 tapaður. Þessi dómur hefur samt ekki áhrif á þátttöku Nígeríu í úrslitakeppninni því liðið var búið að tryggja sér sæti á HM fyrir lokaleikinn. Knattspyrnusamband Nígeríu þarf hinsvegar að greiða sex þúsund Bandaríkjadali í sekt eða 633 þúsund í íslenskum krónum. Abdullahi Shehu spilaði allan leikinn á móti Alsír en hann átti að taka út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gult spjald í tveimur fyrri leikjum í undankeppninni.Nigeria sanctioned for fielding an ineligible player, Abdullahi Shehu, in final World Cup qualifier draw vs Algeria. Match forfeited and awarded 3-0 to Algeria. Nigeria also CHF 6,000. Fortunately for Nigeria, we had secured qualification before the match. pic.twitter.com/eqdasheooA — Deji Faremi (@deejayfaremi) December 12, 2017 Nígería endar því með þrettán stig í riðlinum í stað fjórtán. Sambía varð í öðru sætinu með átta stig og Kamerún fékk sjö stig. Yfirburðir Nígeríumanna voru slíkir að sætið var aldrei í hættu. Stigin tvö sem Alsírmenn fengu eftir þennan dóm duga ekki einu sinni til að koma liðinu upp úr botnsæti riðilsins. Alsír endar nú með fjögur stig en ekki tvö stig. Nígería verður annar móherji íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi en fyrst mæta strákarnir okkar Argentínu. UPDATE: Nigeria fined by FIFA for failure to allow Abdullahi Shehu serve a one-match ban for accumulated yellow cards. World Cup 2018 slot un-affected. Match given to Algeria by a 3-0 scoreline. pic.twitter.com/GW2SmaCHlP — NTA News (@NTANewsNow) December 12, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira