Aldís fær engar bætur frá ríkinu Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2017 15:30 Aldís Hilmarsdóttir þegar mál hennar var upphaflega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í september. Vísir/Eyþór Aldís Hilmarsdóttir fær engar skaðabætur frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og sýknaði ríkið í málinu. Þá var málskostnaður felldur niður. Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar í fyrra. Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðuninnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Hún sakaði lögreglustjóra jafnframt um einelti á vinnustað. Þannig hefði Sigríður Björk meðal annars lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan annað starfsfólk. Lögreglustjóri hafi einnig neitað Aldísi um andmælarétt. Ríkislögmaður fullyrti á móti að lögreglustjóri hafi haft fulla heimild til að breyta starfsskyldum Aldísar tímabundið. Málið var upphaflega flutt í september en það þurfti að endurflytja í síðasta mánuði vegna þess að dómur hafði ekki verið kveðinn upp innan átta vikna. Lögmaður Aldísar vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna við dómsuppkvaðningu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri ákvað að breyta starfsskyldum Aldísar. Það taldi Aldís jafngilda fyrirvaralausri brottvikningu.Vísir/ErnirBlandaðist klofningi og spillingarásökunum innan fíkniefnadeildarinnar Inn í mál Aldísar blandaðist rannsókn á meintri spillingu lögreglufulltrúa fíkniefnadeildarinnar sem var náinn samstarfsmaður hennar. Sá vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna þess að hann var leystur frá störfum á meðan rannsóknin stóð yfir. Honum voru dæmdar rúmar tvær milljónir króna í bætur en ríkið áfrýjaði dómnum. Rannsóknin á honum var síðar felld niður. Héraðsdómur taldi rannsóknina hafa aðeins byggst á órökstuddum ásökunum frá upphafi og að viðbrögð lögreglustjóra við þeim hafi verið óþörf og ólögmæt. Fíkniefnadeildin hafði verið mikið í kastljósi fjölmiðla á þessum tíma en annar starfsmaður hennar var síðar sakfelldur fyrir spillingu. Vitni sem gáfu framburð í máli Aldísar lýstu því hvernig fíkniefnadeildin hefði logað stafnanna á milli vegna illdeilna á milli ólíkra hópa. Í máli samfstarfsmanns Aldísar sem voru dæmdar bætur sagði Héraðsdómur að spillingarásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafi að líkindum ætt rætur sínar í persónulegri óvild annarra starfsmanna deildarinnar og „óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumanna á bar“ í návist aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum. Dómsmál Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir fær engar skaðabætur frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og sýknaði ríkið í málinu. Þá var málskostnaður felldur niður. Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar í fyrra. Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðuninnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Hún sakaði lögreglustjóra jafnframt um einelti á vinnustað. Þannig hefði Sigríður Björk meðal annars lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan annað starfsfólk. Lögreglustjóri hafi einnig neitað Aldísi um andmælarétt. Ríkislögmaður fullyrti á móti að lögreglustjóri hafi haft fulla heimild til að breyta starfsskyldum Aldísar tímabundið. Málið var upphaflega flutt í september en það þurfti að endurflytja í síðasta mánuði vegna þess að dómur hafði ekki verið kveðinn upp innan átta vikna. Lögmaður Aldísar vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna við dómsuppkvaðningu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri ákvað að breyta starfsskyldum Aldísar. Það taldi Aldís jafngilda fyrirvaralausri brottvikningu.Vísir/ErnirBlandaðist klofningi og spillingarásökunum innan fíkniefnadeildarinnar Inn í mál Aldísar blandaðist rannsókn á meintri spillingu lögreglufulltrúa fíkniefnadeildarinnar sem var náinn samstarfsmaður hennar. Sá vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna þess að hann var leystur frá störfum á meðan rannsóknin stóð yfir. Honum voru dæmdar rúmar tvær milljónir króna í bætur en ríkið áfrýjaði dómnum. Rannsóknin á honum var síðar felld niður. Héraðsdómur taldi rannsóknina hafa aðeins byggst á órökstuddum ásökunum frá upphafi og að viðbrögð lögreglustjóra við þeim hafi verið óþörf og ólögmæt. Fíkniefnadeildin hafði verið mikið í kastljósi fjölmiðla á þessum tíma en annar starfsmaður hennar var síðar sakfelldur fyrir spillingu. Vitni sem gáfu framburð í máli Aldísar lýstu því hvernig fíkniefnadeildin hefði logað stafnanna á milli vegna illdeilna á milli ólíkra hópa. Í máli samfstarfsmanns Aldísar sem voru dæmdar bætur sagði Héraðsdómur að spillingarásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafi að líkindum ætt rætur sínar í persónulegri óvild annarra starfsmanna deildarinnar og „óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumanna á bar“ í návist aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum.
Dómsmál Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00
Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45
Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45
Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00