Theresa May gat ekki smalað köttunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gat ekki tryggt sér stuðning flokksmanna sinna. vísir/epa Bretland Meirihluti breska þingsins samþykkti í gær breytingartillögu á Brexit-frumvarpi sem gekk út á að nauðsynlegt verði að bera lokaútgáfu samningsins við Evrópusambandið um væntanlega útgöngu Breta undir þingið. Theresa May forsætisráðherra barðist gegn tillögunni og hefur áður sagt að lögbundin trygging um slíka atkvæðagreiðslu gæti komið í veg fyrir hnökralausa útgöngu úr sambandinu. Það voru þingmenn Íhaldsflokksins, flokks May, sem tryggðu meirihluta í málinu og var flokkurinn því klofinn í málinu. Dominic Grieve, þingmaður Íhaldsflokksins, var flutningsmaður tillögunnar. Alls kusu 309 þingmenn með en 305 á móti. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin býður ósigur á þinginu í málum sem lúta að Brexit-stefnunni, að því er BBC greinir frá. Segir jafnframt í umfjöllun miðilsins að gagnrýnendur þessarar ákvörðunar hafi í umræðum á þinginu sagt að með þessu væri verið að trufla ferlið og reyna að binda hendur ríkisstjórnarinnar. Mikil óvissa ríkti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Sagði Nick Eardley, blaðamaður BBC, stuttu áður en þingmenn greiddu atkvæði að útlit væri fyrir að stór hluti uppreisnargjarnra Íhaldsmanna myndi frekar sitja hjá en greiða atkvæði með tillögunni. Íhaldsmennirnir Paul Masterton og George Freeman greindu sjálfir frá því að þeir hygðust sitja hjá. „Það olli okkur vonbrigðum að þingið skyldi samþykkja þessa breytingartillögu þrátt fyrir þær tryggingar sem við höfum nú þegar gefið,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Bretland Meirihluti breska þingsins samþykkti í gær breytingartillögu á Brexit-frumvarpi sem gekk út á að nauðsynlegt verði að bera lokaútgáfu samningsins við Evrópusambandið um væntanlega útgöngu Breta undir þingið. Theresa May forsætisráðherra barðist gegn tillögunni og hefur áður sagt að lögbundin trygging um slíka atkvæðagreiðslu gæti komið í veg fyrir hnökralausa útgöngu úr sambandinu. Það voru þingmenn Íhaldsflokksins, flokks May, sem tryggðu meirihluta í málinu og var flokkurinn því klofinn í málinu. Dominic Grieve, þingmaður Íhaldsflokksins, var flutningsmaður tillögunnar. Alls kusu 309 þingmenn með en 305 á móti. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin býður ósigur á þinginu í málum sem lúta að Brexit-stefnunni, að því er BBC greinir frá. Segir jafnframt í umfjöllun miðilsins að gagnrýnendur þessarar ákvörðunar hafi í umræðum á þinginu sagt að með þessu væri verið að trufla ferlið og reyna að binda hendur ríkisstjórnarinnar. Mikil óvissa ríkti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Sagði Nick Eardley, blaðamaður BBC, stuttu áður en þingmenn greiddu atkvæði að útlit væri fyrir að stór hluti uppreisnargjarnra Íhaldsmanna myndi frekar sitja hjá en greiða atkvæði með tillögunni. Íhaldsmennirnir Paul Masterton og George Freeman greindu sjálfir frá því að þeir hygðust sitja hjá. „Það olli okkur vonbrigðum að þingið skyldi samþykkja þessa breytingartillögu þrátt fyrir þær tryggingar sem við höfum nú þegar gefið,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar eftir atkvæðagreiðsluna í gær.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira