Vill ná sömu stemningu og í sveitakirkju Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2017 10:30 Sigríður Ósk, Ágúst, Hallveig, Lenka og Sigurður ætla að skapa hátíðlegt andrúmsloft í kirkjunni. Vísir/Anton Brink Lokaæfingin áðan var æðisleg. Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona glaðlega þegar hún er spurð út í jólatónleikana sem hún stendur fyrir í Seltjarnarneskirkju annað kvöld, föstudag, og hefjast klukkan 20. Hún segir þá fara fram við tindrandi kertaljós og heita Sígild jól. „Ég stefni að því að gera þá að árvissum viðburði og fá til liðs við mig hina ýmsu félaga mína úr söngvarastétt,“ segir hún. Í ár syngja með Sigríði Ósk þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Ágúst Ólafsson barítón. Um meðleik sjá Lenka Mátéová orgelleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Níels T. Girerd, betur þekktur sem Nilli, verður kynnir kvöldsins. „Hugmyndin hjá mér er að reyna að ná svipaðri stemningu og í sveitakirkjum. Þar skapast svo mikil nánd milli áheyrenda og flytjenda. Þess vegna er líka bara söngur og orgel, reyndar bætum við sellói við til að ná meiri dýpt,“ segir Sigríður Ósk. Er þá ekki Seltjarnarneskirkja óþarflega stór? „Nei, hún er nefnilega ekki svo stór og orgelið er niðri sem er stór þáttur í því að ná þeirri nánd sem við viljum. Við héldum tónleika þar á þessum tíma í fyrra, þá upplifðum við einstaka stemningu og jólaandinn mætti. Við erum að vona að það gerist aftur.“ En hvað er á dagskránni? „Það eru sálmar, íslensk og erlend jólalög og þjóðlög og við skjótum líka inn gullmolum úr óperum eftir Mozart og Händel. Meðal annars syngjum við tríó úr Così fan tutte sem er eitt fallegasta tríó sem Mozart samdi. Einnig syngjum við Hallveig saman Heims um ból. Það er útsetning sem hún Sigríður Ella, söngkennarinn minn, gróf upp. Hún söng hana þegar hún var lítil. Alveg ótrúlega falleg. Við vitum ekki eftir hvern sú útsetning er, þetta eru gamlar nótur.“ Sigríður Ósk segir að Lenka, Sigurður og hún hafi æft í nóvember því þau hafi farið með hluta dagskrárinnar til Strassborgar í Frakklandi á opnunarhátíð stærsta jólamarkaðar í Evrópu þar sem Ísland er heiðursgestur. „Við komum fram í Cathredal Notre Dame, risastórri kirkju í miðri borginni. Þetta voru opnir tónleikar, allir velkomnir og kirkjan fylltist næstum. En ljósin voru svo sterk á okkur flytjendunum að við sáum ekki neitt. Reyndum bara að finna fyrir fólkinu,“ lýsir hún og lofar því að lýsingin verði notalegri í Seltjarnarneskirkju annað kvöld klukkan 20. Menning Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Lokaæfingin áðan var æðisleg. Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona glaðlega þegar hún er spurð út í jólatónleikana sem hún stendur fyrir í Seltjarnarneskirkju annað kvöld, föstudag, og hefjast klukkan 20. Hún segir þá fara fram við tindrandi kertaljós og heita Sígild jól. „Ég stefni að því að gera þá að árvissum viðburði og fá til liðs við mig hina ýmsu félaga mína úr söngvarastétt,“ segir hún. Í ár syngja með Sigríði Ósk þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Ágúst Ólafsson barítón. Um meðleik sjá Lenka Mátéová orgelleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Níels T. Girerd, betur þekktur sem Nilli, verður kynnir kvöldsins. „Hugmyndin hjá mér er að reyna að ná svipaðri stemningu og í sveitakirkjum. Þar skapast svo mikil nánd milli áheyrenda og flytjenda. Þess vegna er líka bara söngur og orgel, reyndar bætum við sellói við til að ná meiri dýpt,“ segir Sigríður Ósk. Er þá ekki Seltjarnarneskirkja óþarflega stór? „Nei, hún er nefnilega ekki svo stór og orgelið er niðri sem er stór þáttur í því að ná þeirri nánd sem við viljum. Við héldum tónleika þar á þessum tíma í fyrra, þá upplifðum við einstaka stemningu og jólaandinn mætti. Við erum að vona að það gerist aftur.“ En hvað er á dagskránni? „Það eru sálmar, íslensk og erlend jólalög og þjóðlög og við skjótum líka inn gullmolum úr óperum eftir Mozart og Händel. Meðal annars syngjum við tríó úr Così fan tutte sem er eitt fallegasta tríó sem Mozart samdi. Einnig syngjum við Hallveig saman Heims um ból. Það er útsetning sem hún Sigríður Ella, söngkennarinn minn, gróf upp. Hún söng hana þegar hún var lítil. Alveg ótrúlega falleg. Við vitum ekki eftir hvern sú útsetning er, þetta eru gamlar nótur.“ Sigríður Ósk segir að Lenka, Sigurður og hún hafi æft í nóvember því þau hafi farið með hluta dagskrárinnar til Strassborgar í Frakklandi á opnunarhátíð stærsta jólamarkaðar í Evrópu þar sem Ísland er heiðursgestur. „Við komum fram í Cathredal Notre Dame, risastórri kirkju í miðri borginni. Þetta voru opnir tónleikar, allir velkomnir og kirkjan fylltist næstum. En ljósin voru svo sterk á okkur flytjendunum að við sáum ekki neitt. Reyndum bara að finna fyrir fólkinu,“ lýsir hún og lofar því að lýsingin verði notalegri í Seltjarnarneskirkju annað kvöld klukkan 20.
Menning Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira