Vill ná sömu stemningu og í sveitakirkju Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2017 10:30 Sigríður Ósk, Ágúst, Hallveig, Lenka og Sigurður ætla að skapa hátíðlegt andrúmsloft í kirkjunni. Vísir/Anton Brink Lokaæfingin áðan var æðisleg. Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona glaðlega þegar hún er spurð út í jólatónleikana sem hún stendur fyrir í Seltjarnarneskirkju annað kvöld, föstudag, og hefjast klukkan 20. Hún segir þá fara fram við tindrandi kertaljós og heita Sígild jól. „Ég stefni að því að gera þá að árvissum viðburði og fá til liðs við mig hina ýmsu félaga mína úr söngvarastétt,“ segir hún. Í ár syngja með Sigríði Ósk þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Ágúst Ólafsson barítón. Um meðleik sjá Lenka Mátéová orgelleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Níels T. Girerd, betur þekktur sem Nilli, verður kynnir kvöldsins. „Hugmyndin hjá mér er að reyna að ná svipaðri stemningu og í sveitakirkjum. Þar skapast svo mikil nánd milli áheyrenda og flytjenda. Þess vegna er líka bara söngur og orgel, reyndar bætum við sellói við til að ná meiri dýpt,“ segir Sigríður Ósk. Er þá ekki Seltjarnarneskirkja óþarflega stór? „Nei, hún er nefnilega ekki svo stór og orgelið er niðri sem er stór þáttur í því að ná þeirri nánd sem við viljum. Við héldum tónleika þar á þessum tíma í fyrra, þá upplifðum við einstaka stemningu og jólaandinn mætti. Við erum að vona að það gerist aftur.“ En hvað er á dagskránni? „Það eru sálmar, íslensk og erlend jólalög og þjóðlög og við skjótum líka inn gullmolum úr óperum eftir Mozart og Händel. Meðal annars syngjum við tríó úr Così fan tutte sem er eitt fallegasta tríó sem Mozart samdi. Einnig syngjum við Hallveig saman Heims um ból. Það er útsetning sem hún Sigríður Ella, söngkennarinn minn, gróf upp. Hún söng hana þegar hún var lítil. Alveg ótrúlega falleg. Við vitum ekki eftir hvern sú útsetning er, þetta eru gamlar nótur.“ Sigríður Ósk segir að Lenka, Sigurður og hún hafi æft í nóvember því þau hafi farið með hluta dagskrárinnar til Strassborgar í Frakklandi á opnunarhátíð stærsta jólamarkaðar í Evrópu þar sem Ísland er heiðursgestur. „Við komum fram í Cathredal Notre Dame, risastórri kirkju í miðri borginni. Þetta voru opnir tónleikar, allir velkomnir og kirkjan fylltist næstum. En ljósin voru svo sterk á okkur flytjendunum að við sáum ekki neitt. Reyndum bara að finna fyrir fólkinu,“ lýsir hún og lofar því að lýsingin verði notalegri í Seltjarnarneskirkju annað kvöld klukkan 20. Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Lokaæfingin áðan var æðisleg. Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona glaðlega þegar hún er spurð út í jólatónleikana sem hún stendur fyrir í Seltjarnarneskirkju annað kvöld, föstudag, og hefjast klukkan 20. Hún segir þá fara fram við tindrandi kertaljós og heita Sígild jól. „Ég stefni að því að gera þá að árvissum viðburði og fá til liðs við mig hina ýmsu félaga mína úr söngvarastétt,“ segir hún. Í ár syngja með Sigríði Ósk þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Ágúst Ólafsson barítón. Um meðleik sjá Lenka Mátéová orgelleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Níels T. Girerd, betur þekktur sem Nilli, verður kynnir kvöldsins. „Hugmyndin hjá mér er að reyna að ná svipaðri stemningu og í sveitakirkjum. Þar skapast svo mikil nánd milli áheyrenda og flytjenda. Þess vegna er líka bara söngur og orgel, reyndar bætum við sellói við til að ná meiri dýpt,“ segir Sigríður Ósk. Er þá ekki Seltjarnarneskirkja óþarflega stór? „Nei, hún er nefnilega ekki svo stór og orgelið er niðri sem er stór þáttur í því að ná þeirri nánd sem við viljum. Við héldum tónleika þar á þessum tíma í fyrra, þá upplifðum við einstaka stemningu og jólaandinn mætti. Við erum að vona að það gerist aftur.“ En hvað er á dagskránni? „Það eru sálmar, íslensk og erlend jólalög og þjóðlög og við skjótum líka inn gullmolum úr óperum eftir Mozart og Händel. Meðal annars syngjum við tríó úr Così fan tutte sem er eitt fallegasta tríó sem Mozart samdi. Einnig syngjum við Hallveig saman Heims um ból. Það er útsetning sem hún Sigríður Ella, söngkennarinn minn, gróf upp. Hún söng hana þegar hún var lítil. Alveg ótrúlega falleg. Við vitum ekki eftir hvern sú útsetning er, þetta eru gamlar nótur.“ Sigríður Ósk segir að Lenka, Sigurður og hún hafi æft í nóvember því þau hafi farið með hluta dagskrárinnar til Strassborgar í Frakklandi á opnunarhátíð stærsta jólamarkaðar í Evrópu þar sem Ísland er heiðursgestur. „Við komum fram í Cathredal Notre Dame, risastórri kirkju í miðri borginni. Þetta voru opnir tónleikar, allir velkomnir og kirkjan fylltist næstum. En ljósin voru svo sterk á okkur flytjendunum að við sáum ekki neitt. Reyndum bara að finna fyrir fólkinu,“ lýsir hún og lofar því að lýsingin verði notalegri í Seltjarnarneskirkju annað kvöld klukkan 20.
Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira